Okur dagsins er í boði HT.is

Allt utan efnis

Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 118
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf dadik » Mið 26. Mar 2025 17:01

55" TCL C805 Mini LED

Algengt verð á meginlandi Evrópu er á bilinu €500-€600 sem gera um 71.500 til 85.800 kr.

Dæmi : Hjá Amazon.es kostar þetta €590 eða rétt rúm 84.000 kr.
HT.is er með þetta sama tæki á einungis 219.995 kr

Geri aðrir betur - þetta er nánast 3x verðmunur


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2036
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf hfwf » Mið 26. Mar 2025 17:13

dadik skrifaði:55" TCL C805 Mini LED

Algengt verð á meginlandi Evrópu er á bilinu €500-€600 sem gera um 71.500 til 85.800 kr.

Dæmi : Hjá Amazon.es kostar þetta €590 eða rétt rúm 84.000 kr.
HT.is er með þetta sama tæki á einungis 219.995 kr

Geri aðrir betur - þetta er nánast 3x verðmunur


Keypti sama sjónvarp hjá Costco á 139.900kr fyrir hvað 2 mánuðum.



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf cocacola123 » Mið 26. Mar 2025 17:52

Íslenski markaðurinn er bara svona með low til mid tier sjónvörp.
Lúmskir að taka ekki fram árgerð, leggja vel á verðið og auglýsa svo 40% eurovision tilboð og margt fleira.
En fólk kaupir þetta bara.


Drekkist kalt!


Kull
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf Kull » Mið 26. Mar 2025 18:16

Þetta tæki var á tilboði hjá Costco í janúar á 99.999 kr.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1592
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 260
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf depill » Mið 26. Mar 2025 22:57

cocacola123 skrifaði:Íslenski markaðurinn er bara svona með low til mid tier sjónvörp.
Lúmskir að taka ekki fram árgerð, leggja vel á verðið og auglýsa svo 40% eurovision tilboð og margt fleira.
En fólk kaupir þetta bara.


ég segi að þetta sé málið. Tækið hækkað til að geta auglýst útsölu.




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf mikkimás » Fim 27. Mar 2025 19:23

404

Greinilega búnir að sjá að sér.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1466
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 169
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf Lexxinn » Fim 27. Mar 2025 20:06

mikkimás skrifaði:404

Greinilega búnir að sjá að sér.


Engan veginn, þeim finnst bara slæmt þegar eitthver bendir á svona og þeir gera þá sitt sem þeir geta til að koma I veg fyrir að fólk bendi frekar á okrið.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6529
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 525
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf worghal » Fim 27. Mar 2025 20:57

Lexxinn skrifaði:
mikkimás skrifaði:404

Greinilega búnir að sjá að sér.


Engan veginn, þeim finnst bara slæmt þegar eitthver bendir á svona og þeir gera þá sitt sem þeir geta til að koma I veg fyrir að fólk bendi frekar á okrið.

svo kemur þetta tæki á einhverjum "dúndur" afslætti núna eftir helgi :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


SkariÓ
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Lau 19. Jan 2013 20:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Okur dagsins er í boði HT.is

Pósturaf SkariÓ » Fös 28. Mar 2025 09:03

Takk kærlega fyrir ábendinguna.
Við kappkostum ávalt við að vera samkeppnishæf í verði og þetta verð er ekki rétt enda þetta módel hætt í sölu hjá okkur. Svo þetta eru mistök sem hafa átt sér stað.


Starfsmaður HT/TL