Ég frétti af því um daginn að ég gæti fengið IPv6 ef ég væri hjá Nova. Samdægurs pantaði ég það og er nú hjá þeim.
Því miður þá varð ég að fara yfir Mílu GPON dótið, en fyrir IPv6 er þess virði!
Routerinn fær millinet úr https://apps.db.ripe.net/db-web-ui/look ... e=inet6num
Og svo með PD fæ ég /56 úthlutun fyrir innri net.
Hvernig gengur að koma með IPv6 hjá öðrum netveitum?
Gat loooksins hætt með mitt egið prefix og AS númer yfir tunnel til að fá IPv6!
Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 73
- Skráði sig: Mið 28. Nóv 2007 19:00
- Reputation: 5
- Staðsetning: Þarna
- Staða: Ótengdur
Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Síðast breytt af aether á Sun 23. Mar 2025 15:12, breytt samtals 1 sinni.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1040
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Áhugavert, ertu að fá public IPv4 tölu líka eða eru þeir að CGNAT-a hana?
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 73
- Skráði sig: Mið 28. Nóv 2007 19:00
- Reputation: 5
- Staðsetning: Þarna
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Til að byrja með var ég CGNATaður en þeir löguðu það strax.
-
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 21
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Þið eruð greinilega að sötra á sterkara Koníaki en ég er vanur.
Ég sit hérna og veit ekki af hverju IPv6 er einu sinni spennandi. Hef meira segja bara slökkt á þessu í windows oft svona svo það sé ekki að rugla í hlutum sem virka
Ég sit hérna og veit ekki af hverju IPv6 er einu sinni spennandi. Hef meira segja bara slökkt á þessu í windows oft svona svo það sé ekki að rugla í hlutum sem virka

-
- Stjórnandi
- Póstar: 1592
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 260
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Gemini skrifaði:Þið eruð greinilega að sötra á sterkara Koníaki en ég er vanur.
Ég sit hérna og veit ekki af hverju IPv6 er einu sinni spennandi. Hef meira segja bara slökkt á þessu í windows oft svona svo það sé ekki að rugla í hlutum sem virka
Fyrir utan að IPv4 er bara eiginlega búið, sem við Íslendingar finnum samt ekki nægilega fyrir þar sem Síminn og Vodafone voru horders að þá er IPv6 að laga marga hluti sem áttu að vera upphaflega í Internetinu eins og end 2 end reachability. NAT er skítamix sem er ekki eldveggur, þó fólk hugsar það oft. Og með Double Nat ( CGNat ) þá verður reachability eins og í peer 2 peer gaming ótrúlega erfitt og mikið "skítamix".
Vandamálin eru stundum byrjuð að sjást í CGNat á Mobile þar sem þá kemur ein pípeline sem er dýrari fyrir operatorana að keyra, þess vegna er adoption hjá t.d. Netflix, YouTube og stóru streymisveitunum mjög hátt ( ódýrara ) enn minna hjá fyrirtækjum sem eru ekki bandvíddar intensive.
Ofan á það eru stóru hýsingarfyrirtækin eins og AWS, Azure o.s.frv byrjuð að rukka sérstaklega fyrir IPv4 sem muna gera kostnað við rekstur hærri og síðast ekki síst sem að SKE/Fjarskiptastofa ætti að vera horfa til ( og mér finnst að Fjarskiptastofa ætti að neyða Íslensku fjarskiptafyrirtækin að bjóða uppá IPv6 til endanotenda ) er að þetta er aðgangshindrun fyrir nýja ISPa.
Þegar ég var að stofna Hringdu þá var ég byrjaður að sjá í hvað var að gerast og byrjaði að hoarda IPv4 og fékk á þeim tíma með miklu veseni á móti RIPE.
31.209.136.0/21 - 2048
46.22.96.0/20 - 4096
89.17.128.0/19 - 8192
síðar fékk Hringdu
185.191.232.0/22 - 1024
15.360
og virðist svo era með lánað frá Mílu
31.209.144.0/21 - 2048
31.209.136.0/21 - 2048
19.456
Segjum að ekkert fari til spillis ( routerar, fyrirtækjakúnnar sem þurfa meira, millitölur, netþjónar etc ) þá getur Hringdu fræðilega séð bara fengið 19.456 áður enn þau þurfa að leigja meira.
Samkvæmt óáreiðanlegu Googlei þá kostar hver tala í leigu $0.45 per mán eða 70 kr.
og kostnaðurinn er líklegur til að hækka eftir því sem að hýsingaraðilum vantar meira af IPv4, nema að IPv6 adoption aukist. Og að vissuleyti erum við byrjuð að sjá það eins og á Farsímanetum ( Evrópa og Ameríka ), Evrópa, Indland eru að picka upp og margir hýsingaraðilar eins og ég nefndi að ofan eru að fatta þetta.
Ótrúlegt enn satt eru hlutir eins og Platstation Network, sem banna IP tölur ( og þetta CGNat er bannað, þá eru kannski 1000 bannaðir ) ekki komin af stað, enn þetta er alltaf chicken og egg.
Nova má fá ótrúlega mikið kredit fyrir að vera eini ISPinn að mér vitandi sem hefur gert eithvað í þessu. Hin hafa öll verið að tala um að þetta sé alveg að koma, enn þetta er bara komið hjá Nova bæði í Mobile og Ljósleiðara. Vonandi fer þetta að koma hjá hinum, þar sem þetta eru hagur allra, sérstaklega í mobile.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3845
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 161
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
En Depill hver er ágóðinn fyrir mig sem endanotanda? Ætti ég að sækjast eftir Ipv6?
Ef til er ágóði, þarf ég þá sérstakan búnað til að sjá það?
Ef til er ágóði, þarf ég þá sérstakan búnað til að sjá það?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1592
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 260
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Daz skrifaði:En Depill hver er ágóðinn fyrir mig sem endanotanda? Ætti ég að sækjast eftir Ipv6?
Ef til er ágóði, þarf ég þá sérstakan búnað til að sjá það?
2. Þú þarft ekki sérstakan búnað til að sjá um það.
1. Fyrir venjulegan endanotanda, því miður skiptir þetta litlu sem engu máli eins og er í dag. Fyrir utan ef þú ert bakvið CGNat sem Nova stundum hendir notendum bakvið bæði í Ljósi og í Mobile. Og það getur hægt á netinu hjá fólki sem er ekki með v6 enabled. Segjandi það, skil ég alveg Nova. Þannig sést til dæmis í Bandaríkjunum að það er 10ms average latency munur af v4 vs v6 ( v6 í vil ) sem er örugglega 99% CGNat vandamál. Sama er í Þýskalandi ( ég bjó þar, og þar tók maður vel eftir þessu, CGNat veldur því að jafnvel ákveðnar þjónustur verða erfiðar í notkun utan álagspunkta )
https://www.google.com/intl/en/ipv6/sta ... 6-adoption
Enn að öllum líkindum þarf ríkið að verða með, eða erlendur ýtingur.
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Getur einhver(depill?) útskýrt hvernig öryggi í IPv6 er, eru allar addressur public? Manni finnst öryggi í að vera bak við NAT. Það er ekkert NAT í IPv6? Ef tölva er sett í public IPv4 þá er undireins byrjað að hamast á henni. Gildir eitthvað annað í IPv6?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 670
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 90
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Native IPv6 á ljósleiðara á Íslandi!
Hizzman skrifaði:Getur einhver(depill?) útskýrt hvernig öryggi í IPv6 er, eru allar addressur public? Manni finnst öryggi í að vera bak við NAT. Það er ekkert NAT í IPv6? Ef tölva er sett í public IPv4 þá er undireins byrjað að hamast á henni. Gildir eitthvað annað í IPv6?
Different. But same. But different.
Ef að tölva er sett á public IPv4, og það er enginn eldveggur eða annað sem takmarkar inbound umferð, þá er byrjað að hjakkast á henni tiltölulega snemma.
Einfaldlega af því að það er stanslaust verið að "skanna" allt IPv4 til að finna tölvur með þjónustur með veikleika.
Ef að tölva er með public IPv6, þá gerist ekki það sama, strax.
Af því að það er ekki raunhæft að skanna allt IPv6, ekki hægt að nota sömu taktík.
Hinsvegar eru fullt af öðrum leiðum til að spotta virkar IPv6 tölur, því að clientinn er jú að vafra síður og skoða auglýsingar og whatnot.
Þannig að það má því alveg búast við meira um inbound tilraunir eftir því sem að notkun á IPv6 eykst og verður almennara.
Sem leiðir okkur þá að næsta atriði.
NAT er accidental security, og jájá það þýðir í tilfelli heimatenginga og IPv4 að ef ekkert port-forward eða álíka er sett upp, þá skila inbound tengingar ekki sér á neina tölvu þar bakvið.
Hvað IPv6 varðar, þá ætti eldveggja-virknin í heima-routernum að koma í veg fyrir að inbound tengingar skili sér á tölvu.
Það og auðvitað eldveggur á sjálfri vélinni, sem þú ert vonandi ekki búinn að afvirkja.
Í þau skipti sem ég hef séð IPv6 á router frá þjónustuaðila, þá er eldveggjavirkni í routernum sem takmarkar inbound IPv6 umferð.
Ef þú setur upp þinn eigin router þá ættir þú að sjá um þennan hluta af configinu.
Sumir vilja færa ábyrgðina yfir á þjónustuaðilann, ss. að ISP-inn ætti að taka alla umferð í gegnum eldvegg og takmarka þannig inbound umferð gagnvart sínum notendum, meðan aðrir líta svo á að þjónustuaðilinn sé einfaldlega að bjóða upp á transport og ætti ekki að skipta sér af umferðinni, það sé á áðbyrgð viðskiptavinarins.
Og þessar skoðanir geta verið misjafnar eftir því hvort um er að ræða "venjulegar" heimatengingar eða mobile kerfi (5G og þess háttar).
Mkay.