Gönguföt sem svitna ekki?

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf falcon1 » Fös 14. Mar 2025 15:39

Jæja, þá er óbeint framhald af skóþræðinum um daginn. :)

Nú er það þannig að maður er orðin vel yfir þeirri vigt sem ég ætti að vera í sem þýðir þá bara... meiri svita og nauðsyn að kaupa ný gönguföt.
Ég þoli ekki þegar ég svitna mikið, er einhver göngufatnaður sem hjálpar manni að svitna ekkert eða allavega svitna miklu minna?



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 14. Mar 2025 16:29

Stutta svarið er nei.

Langa svarið er nei... en sum föt er betra að svitna í en önnur.

Íþróttafatnaður og ullarnærföt t.d.

Kannski ertu bara of mikið klæddur. Erfitt að segja.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Fös 14. Mar 2025 16:30, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf falcon1 » Fös 14. Mar 2025 21:45

Það er nú dáldið vandamálið líka á Íslandi. Maður klæðir sig kannski eftir veðri en svo breytist veðrið kannski nokkrum sinnum í göngunni. :D




ABss
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf ABss » Fös 14. Mar 2025 22:19

Þú munt alltaf svitna, það er eðlilegt. Ef maður er þungur og í slæmu formi, svitnar maður við lítið átak. Ef maður er vel þjálfaður, svitnar maður samt, e.t.v. þarf meiri átök. Svo svitnar fólk mismikið að eðlisfari.

Reyndu að spá í lögum og svo lengi sem þú ert ekki einn í óbyggðum, klæddu þig léttar en þú heldur að þurfir. Þér hitnar við hreyfinguna, gættu að því að láta ekki slá að þér ef þú tekur hlé á göngunni eða að henni lokinni.

Almennt kemur minni svitaykt af "náttúrlegu" innra lagi, s.s. ull. Eyottha létt og þægilegt til að vernda gegn vindi og bleytu til að byrja með ætti að nægja.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2061
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 305
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf einarhr » Fös 14. Mar 2025 23:45

Eins og síðasti ræðumaður sagði þá er bara að klæða sig í (layers) ss mikið af minna einangrandi fötum sem eru létt og vera með góðan bakpoka til að ná að létta af sé klæðum.
Fara hægar og reyna að svitna minna og hvíla inná milli. Ull dregur að sé mikin raka !
Síðast breytt af einarhr á Fös 14. Mar 2025 23:45, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 96
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf Manager1 » Lau 15. Mar 2025 00:16

Líkaminn svitnar til að kæla sig niður, þannig að í raun gera föt það að verkum að þú svitnar meira.

En það eru til föt sem eiga að taka svitann frá líkamanum og eitthvað svoleiðis blablabla, íþróttaföt.

Þú ættir ekki að vera hræddur við að svitna, sumir svitna bara meira en aðrir, algjörlega óháð þyngd. Sviti er líka merki um að þú sért að reyna á líkamann, þannig að ef þú ert markvisst að reyna að svitna lítið þá ertu sjálfkrafa að reyna minna á þig og þar með að vinna á móti markmiðinu að léttast.




vixby
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 17. Nóv 2020 16:46
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf vixby » Lau 15. Mar 2025 00:17

Er ekki eina vitið að finna t.d. jakka sem andar? Þ.e. hægt að opna hliðar og lofta aðeins inn og út



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 438
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Gönguföt sem svitna ekki?

Pósturaf Hauxon » Lau 15. Mar 2025 00:46

Stutta og langa svarið er ull. Merino ull er dýr en stingur ekki, er hlý og dregur ekki í sig vökva/svita. Ég myndi helst vilja vera alltaf í fötum úr merino ull, sokka, nærföt, bolir, peysur, gammósíur, húfur, vetlingar, buff…bara best alltaf. Svo er góður skel jakki dýr en nauðsynlegur. Þarf helst að gefa rennilása víða til að lofta. Myndi byja á jakka og stuttermabol úr merino ull til að vera í undir flíspeysu og peysu úr ull.
Síðast breytt af Hauxon á Lau 15. Mar 2025 00:47, breytt samtals 1 sinni.