Síða 1 af 1

Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Fös 07. Mar 2025 11:22
af calibr
Munið þið eftir þessum þáttum? Undraveröld Gúnda (The Amazing World of Gumball) var algjör snilld, rosalega skemmtilegir þættir sem voru sýndir á Rúv (minnir mig) á sínum tíma.

Svakalega væri gott að geta horft á þetta aftur! Veit einhver hvort hægt sé að finna þá með íslensku tali? Ef einhver á upptökur eða veit hvar þetta er aðgengilegt, væri algjör snilld að fá að vita það. Það væri jafnvel hægt að greiða fyrir það, bara svona segja. :japsmile

Ég er búinn að leita allstaðar og finn þetta hvergi. Mér finnst svo leiðinlegt þegar það er ekki lengur hægt að kaupa íslenskt efni sem bara hverfur út í tómið.

Re: Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Sun 09. Mar 2025 18:29
af natti
Ef þeir voru sýndir á RÚV, þá gæti verið sniðugt að hafa samband við RÚV og spyrja bara hvernig hægt væri að nálgast þetta efni.
Stundum geta þau einfaldlega bent á rétthafa efnisins hérlendis.

Önnur leið, þar sem að ég er nokkuð viss um að Stúdíó Sýrland hafi komið að talsetningu þáttanna (talsetningarnámskeiðin notuðust amk við Undraveröld Gúnda), væri að spyrja þar á bæ.

Re: Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Sun 09. Mar 2025 19:07
af rostungurinn77
https://dubdb.fandom.com/wiki/Undraver% ... G%C3%BAnda

Skil þetta eftir hér. Grunar samt að calibr hafi verið búinn að finna þetta

Re: Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Mán 10. Mar 2025 18:43
af calibr
Ég er búinn að senda nokkra tölvupósta á RÚV og fékk það svar að það var skoðað að endursýna hann en að það hafi ekki hentað fjárhagslega á þeim tíma (þetta var fyrir 3 árum), en að það gæti breyst um áramótin.

Það er pæling að hafa samband við Stúdíó Sýrland eins og þú nefnir, en ég efast um að þau megi dreifa efni.

---

Þessi dubdb.fandom síða, ég var búinn að rekast á hana en það er ekkert hægt að nálgast efnið þar, eða hvað? Ég sé það allaveganna ekki :-k

Re: Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Þri 11. Mar 2025 14:37
af brain
Sé 6 seríur á IPT

Re: Undraveröld Gúnda - Talsettir Þættir

Sent: Þri 11. Mar 2025 15:22
af svanur08
Er ekki hægt að fá þetta bara á amazon á DVD?