Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Allt utan efnis

Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 114
Staða: Ótengdur

Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Semboy » Sun 23. Feb 2025 22:32

Ég er samt bara á varðbergi.
vinnan minn er 8 til 15 alla virkadaga og hann getur af og til komið með mér í vinnu.
Ég er að valsa um reykjavik alla daga, leysa litið vandamál hér og þar.
er þetta ekki bara della í mér? að þessi lífstill takist fyrir hund.


hef ekkert að segja LOL!


falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Sun 23. Feb 2025 22:41

Semboy skrifaði:Ég er samt bara á varðbergi.
vinnan minn er 8 til 15 alla virkadaga og hann getur af og til komið með mér í vinnu.
Ég er að valsa um reykjavik alla daga, leysa litið vandamál hér og þar.
er þetta ekki bara della í mér? að þessi lífstill takist fyrir hund.

Alveg mögulegt, sérstaklega ef hann má koma með þér af og til í vinnuna. :)
Þetta er hinsvegar alveg binding og það þarf að setja góðan tíma í þjálfun, sérstaklega ef þú ert að hugsa um að fá þér hvolp. Ef þú býrð einn og hefur ekki aðgang að góðri pössun þá myndi ég íhuga að fá mér aðeins eldri hund sem er búinn með allt hvolparuglið haha... ;) :D

Er einhver tegund sem þú ert sérstaklega að pæla í?



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 23. Feb 2025 23:22

Þetta er ákveðin skuldbinding eins og falcon1 bendir á.

Sérstaklega ef þú færð þér hund sem þarf hreyfingu.

Þú ferð ekkert EKKI að labba með þannig hund.

Hins vegar algerlega þess virði ef þú getur látið þetta ganga með vinnuna.

Eins ef þú ert með fjölskyldu til að dreifa ábyrgðinni.




Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 114
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Semboy » Mán 24. Feb 2025 00:01

falcon1 skrifaði:
Semboy skrifaði:Ég er samt bara á varðbergi.
vinnan minn er 8 til 15 alla virkadaga og hann getur af og til komið með mér í vinnu.
Ég er að valsa um reykjavik alla daga, leysa litið vandamál hér og þar.
er þetta ekki bara della í mér? að þessi lífstill takist fyrir hund.

Alveg mögulegt, sérstaklega ef hann má koma með þér af og til í vinnuna. :)
Þetta er hinsvegar alveg binding og það þarf að setja góðan tíma í þjálfun, sérstaklega ef þú ert að hugsa um að fá þér hvolp. Ef þú býrð einn og hefur ekki aðgang að góðri pössun þá myndi ég íhuga að fá mér aðeins eldri hund sem er búinn með allt hvolparuglið haha... ;) :D

Er einhver tegund sem þú ert sérstaklega að pæla í?



Ég er ekki búinn að hugsa það langt, hvernig hund. Þetta er bara feril sem ég er að koma mér í. Búinn að lesa greinar á netinu, þau segja hundar geta verið einn heima 4 til 6 tíma. Og svo virðist fara eftir hvað tegund. Jam ég held ég sleppi þessu.
Síðast breytt af Semboy á Mán 24. Feb 2025 00:03, breytt samtals 1 sinni.


hef ekkert að segja LOL!


falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Mán 24. Feb 2025 00:16

Hundar geta alveg verið einir heima (ef rétt þjálfaðir) í 8-9 tíma ef þess þarf. Best er samt ef einhver gæti leyft honum að fara út á WC í miðju þess tíma. Hundar sofa alveg 16-18 tíma á dag. :)

Varðandi tegundir þá er góð byrjun að skoða myndbönd á youtube sem kallast "Dog 101" þar er farið yfir einkenni og þarfir mismunandi tegunda.

Ef þú ert ekki alveg viss hvort þú sért alveg tilbúinn í þetta þá geturðu prófað að fóstra hund á vegum Dýrahjálpar Íslands eða fengið að passa einhvern hund í einhvern tíma.

En ef þú ferð í hundanna þá er oftast ekki aftur snúið. ;) :D
Síðast breytt af falcon1 á Mán 24. Feb 2025 00:16, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5724
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1078
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf appel » Mán 24. Feb 2025 00:32

Býrðu í fjölbýlishúsi?


*-*


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 175
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 24. Feb 2025 01:19

Að eiga hund er rosaleg binding, meiri binding en að eiga barn. Auðvitað eru sumir betur settir en aðrir og hafa einhverja fjölskyldumeðlimi eða vini sem geta passað hund, en satt best að segja skaltu ekki reikna með því nema þú vitir það fyrirfram.

Sumir hundar eru haldnir svo rosalegum aðskilnaðarkvíða að þeir geta mjög lítið verið einir, það eykur þá bindinguna verulega.

Ég tala af ákveðinni reynslu. Mér datt aldrei til hugar að vera hundaeigandi (þeas, maður sem hundur á) en það æxlaðist þannig gegn mínum vilja.

Í öllu falli finnst mér hundar vera alveg ótrúlega merkileg og skemmtileg dýr. Semsagt, ég "elska" hunda, hverjum hefði dottið það til hugar?

Í dag á ég ekki hund og sakna þess að ákveðnu marki. Ég átti tvo tjúa og sem betur fer var hægt að skilja þá eftir eina heima býsna lengi, líka meðan aðeins einn var til staðar.

Einn stór kostur við tjúa (og aðra smáhunda) er stærðin, sem þýðir meðal annars að matarmagnið og "stykkin" eru ekki af yfirþyrmandi stærð.

Gangi þér vel með voffann þinn.

PS. Louis C.K. sagði að hundahald væri ávísun á sorg, kannski general prufa fyrir dauða ömmu.

PPS. Mínir hundar plummuðu sig ágætlega einir / einn 8 - 15 meðan sumir hundar geta eiginlega ekki verið eitt eða neitt einir.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Mán 24. Feb 2025 01:21, breytt samtals 1 sinni.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 175
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 24. Feb 2025 01:26

appel skrifaði:Býrðu í fjölbýlishúsi?


Góð spurning!! Til þessa hefur þurft samþykki annarra íbúa fyrir hundahaldi en ég las um daginn að til standi að breyta lögum/reglugerð um þetta atriði. Sel ekki á þessari stundu dýrar en ég keypti en einhver hreyfing er á málinu.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 175
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 24. Feb 2025 01:27

Sinnumtveir skrifaði:Að eiga hund er rosaleg binding, meiri binding en að eiga barn. Auðvitað eru sumir betur settir en aðrir og hafa einhverja fjölskyldumeðlimi eða vini sem geta passað hund, en satt best að segja skaltu ekki reikna með því nema þú vitir það fyrirfram.

Sumir hundar eru haldnir svo rosalegum aðskilnaðarkvíða að þeir geta mjög lítið verið einir, það eykur þá bindinguna verulega.

Ég tala af ákveðinni reynslu. Mér datt aldrei til hugar að vera hundaeigandi (þeas, maður sem hundur á) en það æxlaðist þannig gegn mínum vilja.

Í öllu falli finnst mér hundar vera alveg ótrúlega merkileg og skemmtileg dýr, yndislegar verur. Semsagt, ég "elska" hunda, hverjum hefði dottið það til hugar?

Í dag á ég ekki hund og sakna þess að ákveðnu marki. Ég átti tvo tjúa og sem betur fer var hægt að skilja þá eftir eina heima býsna lengi, líka meðan aðeins einn var til staðar.

Einn stór kostur við tjúa (og aðra smáhunda) er stærðin, sem þýðir meðal annars að matarmagnið og "stykkin" eru ekki af yfirþyrmandi stærð.

Gangi þér vel með voffann þinn.

PS. Louis C.K. sagði að hundahald væri ávísun á sorg, kannski general prufa fyrir dauða ömmu.

PPS. Mínir hundar plummuðu sig ágætlega einir / einn 8 - 15 meðan sumir hundar geta eiginlega ekki verið eitt eða neitt einir.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Mán 24. Feb 2025 11:02

Sinnumtveir skrifaði:
appel skrifaði:Býrðu í fjölbýlishúsi?


Góð spurning!! Til þessa hefur þurft samþykki annarra íbúa fyrir hundahaldi en ég las um daginn að til standi að breyta lögum/reglugerð um þetta atriði. Sel ekki á þessari stundu dýrar en ég keypti en einhver hreyfing er á málinu.

Í dag þarf leyfi frá 2/3 íbúðaeigenda í sama stigagangi og hundurinn mun búa í nema ef íbúðin er með sérinngang þá þarf ekkert leyfi.
Ég keypti mér einmitt íbúð í fjölbýli sem er með sérinngang til þess að losna við þetta leyfiskjaftæði.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Mán 24. Feb 2025 11:05

Sinnumtveir skrifaði:PS. Louis C.K. sagði að hundahald væri ávísun á sorg, kannski general prufa fyrir dauða ömmu.

Ég upplifði miklu meiri sorg þegar ég missti gömlu tíkina mína en þegar ég missti afa og ömmur. Við gerðum líka allt saman og áttum mjög sterk tengsl. Sem betur fer eru foreldrar mínir enn á lífi þannig að ég hef ekki samanburð við að missa foreldra. :)



Skjámynd

Oddy
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Oddy » Mán 24. Feb 2025 11:32

Það æðislegt að vera með hunda á heimilinu, ef maður gefur sér tíma fyrir þá. Ég er með 2 Labradora en það eru góðir heimilishundar fyrir fjölskyldur. Það að fá mér aftur hunda er besta einstaka ákvörðunin mín í seinni tíð. Ég er öryrki þannig að flesta daga er ég heima og lítið mál fyrir mig að vera með þau.Þau gefa manni mjög mikið en þurfa líka sitt, ef þeim er ekki sinnt þá er það ávísun á hegðunarvanda. Við erum í mjög góðri aðstöðu til að vera með hunda, stór garður og mikið af fólkinu í kringum okkur eru hundafólk þannig að pössun er ekki vandamál.Ef þú ákveður að fá þér hund þá þarftu að velja tegund eftir þínum lífstíl en ekki eftir því hvaða tegund er "krúttlegust". Það fyrirbyggir mikið vesen og í raun eina skynsamlega ákvörðunin þegar maður ákveður að fá sér hund. Þeir kosta oft mikið, bæði að fá hund( ef hann er hreinræktaður) og svo að reka hann. Matur, nammi, nagdót, hundabúr, ólar og beisli, taumar og svo dýralækniskostnaður. Það er mjög góð ákvörðun að venja hundinn við búrið sitt, það getur orðið hans/hennar griðarstaður ef óöryggi verður vart hjá þeim. Ég er með 2 búr en þau eru alltaf ólæst og opin, krakkarnir vissu það að þegar hundarnir voru í búrunum sínum þá vildu þau frið. Margir hundar geta verið heima lengi, ef maður venur þá á það strax, það er erfiðara að gera það seinna. Gerðu smá undirbúningsvinnu áður en ákvörðun er tekin, það er einfaldlega betra fyrir þig sjálfann.




netkaffi
1+1=10
Póstar: 1153
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf netkaffi » Mán 24. Feb 2025 18:01

Guð forði þér frá því að vera enn einn hundaeigandinn sem er með hund sem geltir á mann þegar maður er að labba niður götuna. Eða hleypur á mann af því hann er búinn að sleppa honum í leyfisleysi fyrir utan borgina. Plís, farðu með hann til hundahvíslara (hundaþjálfara eða eitthvað) og komdu í veg fyrir það. Og þið hin sem eigið hunda sem gera þetta, takið þetta til ykkar og gerið eitthvað í hegðun hundsins ykkar.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Mán 24. Feb 2025 18:19

netkaffi skrifaði:Guð forði þér frá því að vera enn einn hundaeigandinn sem er með hund sem geltir á mann þegar maður er að labba niður götuna. Eða hleypur á mann af því hann er búinn að sleppa honum í leyfisleysi fyrir utan borgina. Plís, farðu með hann til hundahvíslara (hundaþjálfara eða eitthvað) og komdu í veg fyrir það. Og þið hin sem eigið hunda sem gera þetta, takið þetta til ykkar og gerið eitthvað í hegðun hundsins ykkar.

Hvar fyrir utan borgina?



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 83
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf demaNtur » Mán 24. Feb 2025 18:47

netkaffi skrifaði:Guð forði þér frá því að vera enn einn hundaeigandinn sem er með hund sem geltir á mann þegar maður er að labba niður götuna. Eða hleypur á mann af því hann er búinn að sleppa honum í leyfisleysi fyrir utan borgina. Plís, farðu með hann til hundahvíslara (hundaþjálfara eða eitthvað) og komdu í veg fyrir það. Og þið hin sem eigið hunda sem gera þetta, takið þetta til ykkar og gerið eitthvað í hegðun hundsins ykkar.


*old man yells at clouds!!* :lol:
Það eru nokkur stór svæði rétt fyrir utan höfuðborgina sem eru lausagöngusvæði hunda, ekki labba þar ef þig langar ekki að hitta lausa hunda :megasmile


Ég ólst upp með hundum og þekki lítið annað.
Ég fékk mér fyrsta hundinn minn fyrir 4 árum tæplega, búandi einn og í vinnu frá 08 - 17 alla daga var virkinlega mikið vesen fyrstu mánuðina.
Þurfti að fá manneskjur í að hjálpa mér, enda getur lítill hvolpur EKKI verið einn í langan tíma, hugsa að ég hafi fyrst skilið hundin minn eftir í 8~ klst þegar hún var orðin 1 og hálfs árs. Fara heim í hádeginu til að hleypa út að pissa og fara í göngutúr osf. Til að hvolpur geti verið einn heima þarf að byggja það mjög hægt og stigvaxandi, ekki er hægt að allt í einu skilja hvolp eftir í klukkutíma, það er byrjað á 2 mín inn í herbergi og svo 4 mín og svo koll af kolli. Í hvert skipti er hrósað með nammi.
Hundar eru mis öruggir með sig einir og sumir kjósa að búrvenja hund (i dont like it).

Eftir að maður fær hvolp er mjög sniðugt að fara á nokkur námskeið, þótt maður hafi átt hunda - Upprifjun á ýmsu og margt sem maður lærir.

Oft er vesen ef manni langar að fara á viðburði - sérlega eftir heilan vinnudag, þá er óskandi að koma hundinum í pössun eða fá vin til að hreyfa hundin fyrir sig, svo að orka byggist ekki upp sem getur brotist út í allskonar hegðunarvandamálum.
Ath að oftast eru hegðunarvandamál áunnin af eigendum og/eða hreyfingarleysi.

Þetta er yndið mitt, alveg eins og hugur manns eftir nokkur krefandi ár af uppeldi.
Mynd
Síðast breytt af demaNtur á Mán 24. Feb 2025 19:09, breytt samtals 1 sinni.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Þri 25. Feb 2025 10:44

Fallegur hundur demaNtur. :D <3 Og ég er sammála öllu sem þú sagðir að ofan. :) Þessi krútt geta alveg gert mann gráhærðan fyrstu 2-3 árin en svo kemur þetta með þjálfun og þau verða oftast eins og hugur manns. :D

Hér er mín stelpa. :D
31-janúar-Freyja-stúdíó_0033-edited.jpg
31-janúar-Freyja-stúdíó_0033-edited.jpg (611.15 KiB) Skoðað 35272 sinnum



Skjámynd

Oddy
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Oddy » Þri 25. Feb 2025 10:49

Mín drottning:
IMG_20250225_104726.jpg
IMG_20250225_104726.jpg (909.11 KiB) Skoðað 35268 sinnum




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Þri 25. Feb 2025 11:13

Falleg :D <3




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6364
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 167
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf AntiTrust » Þri 25. Feb 2025 12:13

Stutta svarið:
Já, þetta er vel geranlegt.

Langa svarið:

Þetta er lífsstíll. Alveg eins og að eiga barn er ákveðinn lífsstíll. Hundum fylgir nærri því sama, og á sumum sviðum meiri ábyrgð. Mín skoðun er sú að fólk sem horfir mikið öðruvísi á hundeign ætti ekki að eiga slíkann.

Ég er búinn að eiga Labradora og Þýska fjárhunda í um 15 ár núna og er með 2 þýska (feðga) eins og er. Þessar tegundir eiga það sameiginlegt að meðal annars eru þeir tiltölulega orkumiklir, GSD'inn alla jafna meira en Labradorinn enda flokkaður sem vinnuhundur, sem þýðir að þeir þurfa sína hreyfingu. Ég er vanur að fara með þá 2x á dag út, amk 45mín pr. skipti og flestar helgar tek ég amk 2-3klst fjallgöngur, og þegar veður/árstíðir leyfa þá er ég sömuleiðis duglegur að fjallahjólast með þá.

Þess á milli eru þeir bara einir heima, þó yfirleitt ekki lengur en í 8klst að hámarki og ég er með myndavélar heima til að fylgjast með þeim, og þær eru með hátölurum svo ég get talað við þá og róað niður ef þeir missa sig í gelti á köttinn á pallinum etc. Það hefur alveg komið fyrir að þeir séu einir heima lengur (bíllinn bilaði etc) og þeir eru ekkert órólegri fyrir vikið, þótt það sé vissulega ekki mælt með svo langri einveru. Ef planið er að skilja hundinn eftir heima yfir daginn þá myndi ég skoða sérstaklega tegundir sem eru ekki miklir geltarar/gólarar, eða spyrjast fyrir um línurnar hjá ræktendum. Fyrstu mánuðina er gott að miða við 1klst einn per. mánuð í aldri hjá hvolpum fram að 6-8 mánaða.

Ef þú sérð fyrir þér að geta verið með hundinn með þér í vinnunni eins og þú lýsir henni væri þetta líklega paradís fyrir þann sama hund - en þú yrðir þá að velja þér tegund sem elskar þetta magn af hreyfingu og útiveru, jafnvel allt árið í kring?

Annars tek ég undir tilvitnunina hans Louis C.K. sem Sinnumtveir vísar í, hafandi legið hjá tveim af hundunum mínum á meðan þeir voru svæfðir, þá er þetta sannarlega ávísun á sorg sem endist svo mikið lengur en manni hefði dottið í hug í byrjun - en þess virði hverja einustu mínútu.

Tek þátt í myndaþemanu sem er að myndast hér, hér eru Fenrir og hálf-systir hans Orka, sem er á öðru heimili í dag, í botni Reykjadals.
Viðhengi
download (1).jpeg
download (1).jpeg (252.91 KiB) Skoðað 35160 sinnum
Síðast breytt af AntiTrust á Þri 25. Feb 2025 15:13, breytt samtals 3 sinnum.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Þri 25. Feb 2025 14:03

Erfiðasta sem ég hef gert í lífinu var að kveðja hana Venus mína fyrir 2 árum síðan. Hún var algjör draumur og elskaði bolta- og frisbeeleiki meira en allt! :megasmile

6-júní-Venus-200-500-Pattersson_0148-withoutCopyright.jpg
6-júní-Venus-200-500-Pattersson_0148-withoutCopyright.jpg (938.85 KiB) Skoðað 35035 sinnum




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf falcon1 » Þri 25. Feb 2025 14:04

AntiTrust skrifaði:Tek þátt í myndaþemanu sem er að myndast hér, hér eru Fenrir og hálf-systir hans Orka, sem er á öðru heimili í dag, í botni Reykjadals.

Flott eru þau. :D



Skjámynd

Gislos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 01. Sep 2020 21:58
Reputation: 19
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf Gislos » Mið 26. Feb 2025 07:44

Þetta er skemmtilegur þráður - Allt farið í hundana.

Þetta er hann Kútur
Viðhengi
IMG_0593.jpeg
IMG_0593.jpeg (2.25 MiB) Skoðað 34575 sinnum


CPU: AMD Ryzen 5 3600 /
MB: MSI Z690 Tomahawk /
GPU: Hellhound AMD Radeon RX 7700 XT /
Display:32" Oddisey 240Hz Qled /
Case: Mastercase SL600M black /
PSU: Seasonic focus plus 750 gold /
RAM: Trident Z 32GB 3600mhz CL16 /
Storage: 1TB Cardea zero /
Cooling: Be quiet - Dark rock pro 4


netkaffi
1+1=10
Póstar: 1153
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf netkaffi » Fim 27. Feb 2025 12:46

demaNtur skrifaði:Það eru nokkur stór svæði rétt fyrir utan höfuðborgina sem eru lausagöngusvæði hunda, ekki labba þar ef þig langar ekki að hitta lausa hunda :megasmile
Hvaða svæði eru það? Það er mikið minna áreiti ef maður gerir ráð fyrir að það geti verið hundar þar.



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 27. Feb 2025 13:03

https://attavitinn.is/stadir/hundasvaedi/

Þessar upplýsingar kunna að reynast úreldar.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 846
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Nú er maður að pæla að fá sér hund.

Pósturaf jericho » Fim 27. Feb 2025 13:11

netkaffi skrifaði:
demaNtur skrifaði:Það eru nokkur stór svæði rétt fyrir utan höfuðborgina sem eru lausagöngusvæði hunda, ekki labba þar ef þig langar ekki að hitta lausa hunda :megasmile
Hvaða svæði eru það? Það er mikið minna áreiti ef maður gerir ráð fyrir að það geti verið hundar þar.


Fyrir Reykjavík, þá er ALLT inni á Borgarvefsjá, þ.m.t. lausagöngusvæði fyrir hunda:
https://borgarvefsja.reykjavik.is/borga ... layers=469



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q