Ég er að fara að undirbúa vorið og sumarið með því að endurnýja skó- og útivistarfatnað fyrir allar gönguferðirnar sem ég ætla að fara í með hundinum.

Ég held að skórnir séu eiginlega mikilvægasti parturinn af því til að gönguferðin sé ánægjuleg fyrir mig. Ég er orðinn alltof þungur (30-35 kg yfir mína "réttu" þyngd) þannig að ég ætla að reyna að brenna þessu með löngum gönguferðum og líklega einhverjum ferðum uppá einhver fell og/eða léttari fjöll þannig að ég þarf að fá skó sem eru þægilegir og þreyta ekki mjóbakið. En ég er í smá vandræðum með að þegar ég fer yfir X lengd af gönguferðum að þá fer mjóbakið að kvarta og mér finnst það eiginlega stífna aðeins upp.
Er einhver hérna sem hefur mikið vit á þessu? Þ.e. hvernig maður á að velja skó og hvaða skór séu bestir?
Ps. Þegar ég var í góðum málum (réttri þyngd) og var að fara á fell og fjöll að þá átti ég samt alltaf erfitt með niðurleiðina, þ.e. hnéin kvörtuðu og stundum þurfti ég að bera Voltaren á hnéin í nokkra daga eftir slíkar göngur. Er eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa því vandamáli? Býst við að hnéin myndu kvarta enn meira í dag vegna þessara aukaþyngsla.