Hamborgarar

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 82
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hamborgarar

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Feb 2025 20:30

Annar léttur þráður. :megasmile

Hvernig er ykkar uppáhaldshamborgari? Hvernig eldaður og þá hversu mikið, hvað er á honum o.s.frv. :8)
Hvaða meðlæti er svo ómissandi t.d. franskar, hrásalat eða eitthvað allt annað? :)


Ég skal byrja:

120-140gr hamborgari
eldaður svona medium rare en samt næstum medium
slatti af piparost bræddur á hann
stökkt beikon
smá grænt
1 sneið af tómat
slatti af hamborgarasósu

Meðlæti: franskar kartöflur með kokteilsósu, stundum hrásalat

Ég steiki yfirleitt borgarann en hann er samt bestur grillaður. :)



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2040
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 284
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf einarhr » Þri 18. Feb 2025 21:07

Ég var með matvagn með hamborgurum sem seldi allt að 1000 borgar á dag á Secret Solstice, vorum bara með eina tegund, 150gr 12% fitu borgara sem voru með káli, rauðlauk, hamborgarasósu oooooogggg Berneais sósu og bræddum Piparosti. Mokaði þessum borgurum út í mörg ár á tónleikum, hátíðum eða í einkasamkvæmum.

Mæli með að steikja borgar í Medium Well, það er svo mikið yfirborð á hakki að það er töluvert meiri möguleiki á matareitrun á hakki sem er m/r - M en heilum steikum
Síðast breytt af einarhr á Þri 18. Feb 2025 22:07, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 925
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf J1nX » Þri 18. Feb 2025 23:50

Hamborgarar úr B.Jensen, reyni að elda þá í gegn en allt í lagi þó það sé smá roði í þeim.
hvítlaukssmjörsteiktir sveppir
pikklaður rauðlaukur
rifinn mexíkóostur
Ostur
Beikon
Egg
Gúrka, Tómatur, Paprika
Chilimajó á botninn og smá BBQ á toppinn

hendi svo fröllum í airfryerinn og hef með


_________________________________________________________________________________________________________________
Gigabyte Z790 GAMING - Intel i9 14900K 6ghz Turbo - 64gb Trident Z5 DDR5-6000 - Gigabyte RTX 4080 Super 16GB Windforce V2

Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Climbatiz » Mið 19. Feb 2025 06:55

alltof mikil fyrirhöfn hérna hjá Vökturum

hef þetta bara einfalt:
hvaða borgari sem er, + ostur settur ofaná
týpísk hamborgarasósa
beikon + létt steikt egg
ekkert annað
Síðast breytt af Climbatiz á Mið 19. Feb 2025 06:55, breytt samtals 1 sinni.


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2683
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 499
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Moldvarpan » Mið 19. Feb 2025 09:06

Grillaður hamborgari (t.d. Jumpin Jack á Olsen Olsen)
Tvöfaldur ostborgari amerískur stíll (tómatsósa,laukur,pickles,sinnep,ostur)
Smass borgari

Finnst þessir bestir.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Feb 2025 09:28

Hamborgari með sósu, osti, ananas og frönskum á milli.
Helst grillaður á kolum. Skalli var einu sinni með borgara sem hann kallaði Akureyring, en hann var í raun bara hálfgerður Akureyringur, þar sem hann var með rauða papriku en ekki ananas.

P.S. Hakk á alltaf að elda í gegn vegna sýkingahættu!




Hausinn
FanBoy
Póstar: 729
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Hausinn » Mið 19. Feb 2025 09:36

Fyrir einfalda helgarborgara finnst mér persónulega best að kaupa frosna þunna borgara, spreya smá olíu á hann, nudda slatta af hamborgarakryddi á hann og steikja svo á med-high í þrjár mínútur hverja hlið. Ég legg einnig ofan á hann krukku fulla af vatni til þess að pressa hann aðeins niður svo að yfirborðið steikist jafnt. Á meðan borgarinn steikist set ég ofninn á grillstillingu og þegar borgarinn er tilbúinn set ég hamborgarabrauð í ofninn og rista innri hliðarnar þar til fullkomið, tek það út, smyr sósu strax á það svo að hún hitni aðeins og set síðan restina af borgaranum saman. Persónulega finnst mér tómatur, súrar gúrkur, kál og fínskorinn laukur best.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 102
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Dr3dinn » Mið 19. Feb 2025 09:38

Finnst kjötið skipta öllu máli, ekki að einfaldir smass í bónus dugi alveg við þannig tilefni.

Allt medium á að vera bannað eftir ákveðið leikskóla atvik í borginni..... núna er allt meira en medium hjá mér.

Kartöflubrauðið, salat, gúrkur, rauðlaukur, chilli majo, sinnepsósa (uppseld á klakanum), paprika og tómatur...bacon/steiktir sveppir/egg sem lúxus

sidenote:
Ekki að krakkarnir eru orðnir meira fyrir grænmetis borgara með mikið af áleggi og sósum... sem er hagræði fyrir foreldra (töluvert ódýrara)
-líklegast skólinn/leikskólinn að ýta undir það.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6487
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 505
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf worghal » Mið 19. Feb 2025 10:16

GuðjónR skrifaði:Hamborgari með sósu, osti, ananas og frönskum á milli.
Helst grillaður á kolum. Skalli var einu sinni með borgara sem hann kallaði Akureyring, en hann var í raun bara hálfgerður Akureyringur, þar sem hann var með rauða papriku en ekki ananas.

P.S. Hakk á alltaf að elda í gegn vegna sýkingahættu!

franskar á milli er alger snilld en ég hef aðeins einusinni fengið ananas á hamborgara og það var á systrakaffi á kirkjubæjarklaustri ca 2011 en á honum var líka grilluð skinka sem paraðist vel við ananasinn :D

Annars vill ég minn burger frekar klassískann, sósa (hvort sem er cocktail sósa eða hamborgarasósa) og þá heimagerð er best, kál (ferskt lambhagasalat finnst mér best), þunn skorin gúrka, súrar gúrkur, venjulegur laukur (saxaður), rauð paprika, brioch brauð og svo franskar í botninn.
Svo fer það eftir þykkt kjötsins hvort ég geri borgarann tvöfaldann eða einfaldann :D

og svo má ekki gleyma að para þetta með ÍÍÍÍÍÍS KÖLDU Pepsi Max :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Langeygður
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 38
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Langeygður » Mið 19. Feb 2025 10:24

Ostaborgari með beikoni og eggi, franskar sem meðlæti.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


d0ge
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fös 18. Des 2020 13:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf d0ge » Mið 19. Feb 2025 11:48

Herra fullkominn buff (möst)
Hamborgaraostur
United Bakeries brioche brauðið í krónunni (möst)
Tómatsósa, mayo, honey mustard
Súrar gúrkur, buff tómatur og salatblöð
Svo geri ég sultaðan rauðlauk sem er algjört möst.
Síðast breytt af d0ge á Mið 19. Feb 2025 11:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Bengal
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 26
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf Bengal » Mið 19. Feb 2025 16:16

Grilla alltaf mína burgers og forhita grillið vel.

B Jensen 120g (medium-medium well)
Hamb.krydd frá íslandsnaut eða mccormick
Hamb.sósa frá íslandsnaut
Cheddar ostur
grillaðar bacon sneiðar
Sultaður rauðlaukur
Kartöflubrauð frá myllunni

Besti burgerinn :8)


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar

Pósturaf oliuntitled » Mið 19. Feb 2025 16:34

Þegar ég nenni að búa til sjálfur þá kaupi ég hakk frá kjöthöllinni og geri 120gr borgara, ef það liggur vel á mér þá hakka ég beikon og set útí til að hækka fituprósentuna svo þeir verði meira djúsí (geri það bara fyrir grillborgara, ekki ef ég ætla að steikja).
Krydda með salti og pipar, finn mér góðann cheddar ost.
Sósur: Eiki Feiti (aðrar hambó sósur eiga bara ekki séns), sósa númer 2 fer eftir smekk ... konan mín vill bbq, ég vil japanskt mayo sem dæmi.
Toppings fara eftir smekk líka, kál, tómatur, laukur, sveppir (yfirleitt smjörsteiktir), beikon, hvað sem fólk vill í raun.
Hef verið að vinna með kartöflubrauðin frá myllunni en ef ég sé einhver önnur sem lúkka vel þá gríp ég þau.

Ef ég nenni ekki að búa til sjálfur þá hef ég mest verið að vinna með pre-pressed borarana úr kjötborðinu í Fjarðarkaupum, þá sérstaklega ef ég er að steikja.
Aðrir premades eiga ekki séns, númer 2 á listanum eru frá kjöthöllinni og svo eru aðrar kjötverslanir yfirleitt með fína borgara.