Er ég eini sem slít alltaf aðra festinguna á þessum áföstu töppum á flöskum?
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 14:14
af rostungurinn77
Já
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 14:19
af halipuz1
Nei ég geri það líka og skrúfa svo tappann á.
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 14:20
af rapport
Nei, mér finnst eitthvað ónáttúrulegt að hafa tappann fastann á flöskunni.
En maður þarf víst að þróast með samfélaginu, þessi tappar hafa verið að kvelja og drepa blessuð dýrin í náttúrunni því mannfólkið gat ekki asnast til að ganga nógu vel um.
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 14:27
af falcon1
rapport skrifaði:Nei, mér finnst eitthvað ónáttúrulegt að hafa tappann fastann á flöskunni.
En maður þarf víst að þróast með samfélaginu, þessi tappar hafa verið að kvelja og drepa blessuð dýrin í náttúrunni því mannfólkið gat ekki asnast til að ganga nógu vel um.
haha.... já, ég var lengi að venjast þessu en það byrjaði ekki fyrr en einn kunningi benti mér á að slíta bara aðra festinguna við tappann. Lífið skánaði við þá uppgvötvun. En ég er alveg sammála þér að það er fáránlegt að þetta sé nauðsynlegt vegna þess að fólk var að henda töppum út um allt sem hafði svo mjög neikvæð áhrif á dýrin. Líka skelfilegt með opnar dósir sem dýr geta svo óvart fests í með skelfilegum afleiðingum. Ég bara skil ekki fólk sem hendir rusli úti á víðavangi.
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 14:35
af olihar
Screenshot 2025-02-18 at 14.35.18.png (1.39 MiB) Skoðað 2247 sinnum
Er ég sá eini sem átta mig ekkert á hvernig þetta á að hafa áhrif á jafnrétti kynjanna????? Plasttappar????
Jesús, þetta erum við að eyða tímanum í og borga blýantsnögurunum fyrir.
Eitthvað þurfa allir þessi kynjafræðingar að hafa að gera.
Annars átti þetta nú að vera bara léttur skemmtiþráður haha...
Maður hefur þurft að fylla út í svona jafnréttismat möööörgum sinnum, þetta hefur held ég einusinni orðið til þess að framkvæmd verkefnisins breyttist eitthvað og mig minnir að það hafi verið um alsherjar útvistun á einhverjum málaflokki og niðurstaðan snérist eitthvað um að "með útvistun þá sé verið að fara framhjá jafnréttissjónarmiðum í opinberum ráðningum"...
Minnir að við höfum þá bætt við í útboðið að bjóðendur þyrftu að vera með jafnréttisáætlun (sem er krafa held ég í jafnlaunastaðlinum sem allir eru með)
Ríf tappann alltaf af, þoli þetta ekki. En að sjálfsögðu skrúfa tappann aftur á áður en ég fer með flöskuna í endurvinnslu! Meðan það eru til vitleysingar sem henta töppum í náttúruna þá er ég hlynntur þessu, hvort þetta geri gagn verður síðan að koma í ljós.
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 20:16
af Henjo
Mér finnst þetta mjög fínt, löngu hættur að lenda í því að missa t.d. tappan á gólfið og svona. Skil enganveginn hvað vesenið er, eins og myndin fyrir ofan. Er fólk í alvörunni að troða þessu uppí nefið á sér?
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 20:30
af ekkert
Hef ekki tottað þessa plaststúta síðan ég var unglingur
Re: Áfastir tappar
Sent: Þri 18. Feb 2025 20:31
af falcon1
ekkert skrifaði:Hef ekki tottað þessa plaststúta síðan ég var unglingur
Glerið var alltaf best.
Re: Áfastir tappar
Sent: Mið 19. Feb 2025 17:38
af GuðjónR
Er ég einn um að slíta þessa tappa af og sturta þeim niður í klósettið?
Re: Áfastir tappar
Sent: Mið 19. Feb 2025 17:48
af Henjo
GuðjónR skrifaði:Er ég einn um að slíta þessa tappa af og sturta þeim niður í klósettið?
Nei, þeir þurfa fara með þegar þú ferð með flöskuan í endurvinnsluna. Núna veistu afhvejru það þarf að festa tappana á flöskuna.