Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
-
- Besserwisser
- Póstar: 3226
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 584
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1040
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Það eru engar reglur/lög til um að þjónusta X (fyrir utan etv. heilbrigðisgögn) þurfi að vera hýst alfarið á Íslandi.
Í mesta lagi er krafa um að gögn séu hýst á EES svæðinu.
Í mesta lagi er krafa um að gögn séu hýst á EES svæðinu.
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Revenant skrifaði:Það eru engar reglur/lög til um að þjónusta X (fyrir utan etv. heilbrigðisgögn) þurfi að vera hýst alfarið á Íslandi.
Í mesta lagi er krafa um að gögn séu hýst á EES svæðinu.
Og það sé ekki gert backup af þessum gögnum yfir á servera hjá AWS í USA eða öðrum heimsálfum, sænska ríkið kom þessu í gegn.
https://aws.amazon.com/compliance/gdpr- ... d-act-hub/
-
- Vaktari
- Póstar: 2420
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 157
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Ég hef pælt í því hvort gagnaverin sem eru að rísa á Íslandi gætu haft áhrif á þjóðaröryggi, til dæmis með aukinni hættu á rofi sæstrengja eða skemmdum á raforkukerfinu.
Við seljum bara og seljum rafmagnið okkar, virkjum meira en bætum ekkert öryggi á innviðum landsins.
Við seljum bara og seljum rafmagnið okkar, virkjum meira en bætum ekkert öryggi á innviðum landsins.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1592
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 260
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
olihar skrifaði:Revenant skrifaði:Það eru engar reglur/lög til um að þjónusta X (fyrir utan etv. heilbrigðisgögn) þurfi að vera hýst alfarið á Íslandi.
Í mesta lagi er krafa um að gögn séu hýst á EES svæðinu.
Og það sé ekki gert backup af þessum gögnum yfir á servera hjá AWS í USA eða öðrum heimsálfum, sænska ríkið kom þessu í gegn.
https://aws.amazon.com/compliance/gdpr- ... d-act-hub/
Mörg sænsk fyrirtæki eru reyndar ekki til í að hýsa hjá AWS, þar sem að Cloud act neyðir líka dótturfélög eins og Amazon Ireland til að gefa aðgang fyrir Bandarískar ríkisstjórnir. Í Þýskalandi er held ég ennþá bara Azure sem má hýsa fyrir ríkið, þar sem það er til sér gagnaver sem er hýst og stjórnað af T-Systems ( dótturfyrirtæki Deutsche Telekom ).
Ég held að það sé alveg rökrétt miðað við breytingar í heiminum að Evrópskar ríkisstjórnir spái meira í því ekki bara hvar gagnaverin er, heldur líka hvort að eignarhaldið sé Evrópskt.
Með auðkenningarþjónustuna, þar sem hún er orðin mikilvægt til að til dæmis eins og geðlæknirinn minn(sem sagt einkalæknar) geti skrifað uppá lyfseðlana mína að þá finnst mér það óásættanlegt að þessi þjónusta sé hýst í erlendum gagnaverum. Þrátt fyrir að það séu til lausnir eins og AWS Outposts.
Island.is reyndar sem betur fer mikið þróað með Kubernetes ( enn samt slatti af AWS property tech líka ), þannig það ætti að vera möguleiki með ekki óendanlegu átaki að koma stórum eða öllum parti til landsins.
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Svarið er einfalt, það er svo ódýrt og cool að vera í skýinu. Við værum í miklu verri málum en almenningur gerir sér grein fyrir ef við missum netsamband við útlönd í lengri tíma. Er búinn að berjast við þessa skýjavæðingu fyrir okkar mikilvægu innviði, en það er á brattan að sækja. Þetta er aðeins farið að hreyfast eftir stríðið í Úkraínu, strengina sé hafa verið “að rofna” o.fl.
Þið getið bara pælt aðeins í þessu sjálf, hvað af ykkar forritum/síðum myndu virka?
Flestur tölvupóstur myndi hætta að virka (o365, gmail, …)
Flest IM hættir að virka (teams, discord, slack…)
Flestar Innskráningar leiðir (Ísland.is, google, fb, entra id, …)
Kortagreiðslur, fara gegnum Evrópu.
Business apps, ss Jira og allt það sukk
Allt social media (nema blog hýst á íslandi, mastodon og ýmislegt þess háttar)
Allar leitavélar, öll skjölum frá framleiðendum… kunnum við að breyta config-i til að bregðast við svona eigi án þess að googla það og/eða fletta upp hjá framleiðanda?
Allt AI sullið, don’t get me started, óhugnanlega margir farnir að treysta Á það.
Góðu fréttirnar eru að það er að vakna vitund í stjórnkerfinu, sem og örðum samfélagslega mikilvægum innviðum.
Þið getið bara pælt aðeins í þessu sjálf, hvað af ykkar forritum/síðum myndu virka?
Flestur tölvupóstur myndi hætta að virka (o365, gmail, …)
Flest IM hættir að virka (teams, discord, slack…)
Flestar Innskráningar leiðir (Ísland.is, google, fb, entra id, …)
Kortagreiðslur, fara gegnum Evrópu.
Business apps, ss Jira og allt það sukk
Allt social media (nema blog hýst á íslandi, mastodon og ýmislegt þess háttar)
Allar leitavélar, öll skjölum frá framleiðendum… kunnum við að breyta config-i til að bregðast við svona eigi án þess að googla það og/eða fletta upp hjá framleiðanda?
Allt AI sullið, don’t get me started, óhugnanlega margir farnir að treysta Á það.
Góðu fréttirnar eru að það er að vakna vitund í stjórnkerfinu, sem og örðum samfélagslega mikilvægum innviðum.
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Ekki gleyma líka bara þessu "casually" dóti sem fólk notar dags til dags. T.d. Adobe forritin eins og photoshop virka ekki nema hægt sé að ná sambandið við umheimin.
-
- Kóngur
- Póstar: 8117
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1298
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Ég skil ekki hvað Stafrænt Ísland er að spara með að nota AWS en ekki innlend gagnaver.
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Tja, fullt af kostum. Cool factor, yngri forritarar eru oft með mikið skýjablæti. Devops, forritarar henda þessu bara upp með einhverju yaml-i, þurfa ekki að uppfæra infrastructure. Mikið af tólum fyrir CI/CD, auðvelt að byrja, pay as you grow, “one click redundancy”.
Skýið er alls ekki alslæmt, ef það væri skýja provider á Íslandi sem gæti keyrt án internets væri snilld að geta notað það. Það er mjög erfitt að vera gott redundancy sem lifir af mistök, bilanir og möguleg skemmdarverk. Alls ekki á allra færi. Margar skýjalausnir gera þetta nokkuð vel. Bara ekki á Íslandi.
Skýið er alls ekki alslæmt, ef það væri skýja provider á Íslandi sem gæti keyrt án internets væri snilld að geta notað það. Það er mjög erfitt að vera gott redundancy sem lifir af mistök, bilanir og möguleg skemmdarverk. Alls ekki á allra færi. Margar skýjalausnir gera þetta nokkuð vel. Bara ekki á Íslandi.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3136
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 458
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Það eru margir kostir við að hýsa kerfi í "skýinu".
Það vantar tilfinnanlega AWS/Azure nóður hingað á Ísland, það væri algjör game changer.
Það vantar tilfinnanlega AWS/Azure nóður hingað á Ísland, það væri algjör game changer.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1040
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
hagur skrifaði:Það eru margir kostir við að hýsa kerfi í "skýinu".
Það vantar tilfinnanlega AWS/Azure nóður hingað á Ísland, það væri algjör game changer.
Að hýsa availability zone hjá stóru hýsingaraðilunum (Azure, AWS eða Google) kallar á amk 3 gagnaver sem eru landfræðilega aðskilin (til að þau deili ekki sömu áhættum s.s. eldgos, flóð eða skriðuföllum), með aðskildar rafmagnsveitur og nettengingar.
Það eru bara ekki nógu margir staðir á Íslandi sem uppfylla þessi skilyrði.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1592
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 260
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Revenant skrifaði:Að hýsa availability zone hjá stóru hýsingaraðilunum (Azure, AWS eða Google) kallar á amk 3 gagnaver sem eru landfræðilega aðskilin (til að þau deili ekki sömu áhættum s.s. eldgos, flóð eða skriðuföllum), með aðskildar rafmagnsveitur og nettengingar.
Það eru bara ekki nógu margir staðir á Íslandi sem uppfylla þessi skilyrði.
Ertu ekki að rugla við Regions ? Og svo allavega hjá Azure eru ekki öll AZ með Availability Zone stuðning. Eins og til dæmis UK West, Australia Central o.s.frv. eru ekki með AZ heldur bara eitt singular gagnaver.
https://www.azurespeed.com/Information/AzureAvailabilityZones skrifaði:Overview
Availability Zones are distinct locations within an Azure region that are engineered to be isolated from failures in other Availability Zones and provide redundant power, cooling, and networking.
Key Characteristics
Physical Separation: Minimum of 1-2 miles between zones while keeping network latency under 2ms
Independent Infrastructure: Each zone has separate power, cooling, and networking
Fault Isolation: Protection against datacenter-wide failures
High Availability: 99.99% SLA when virtual machines are deployed across two or more Availability Zones
Data Residency: All zones are within the same region, maintaining data residency requirements
Ef það yrði AZ support á Íslandi, þá væri það alveg möguleiki. Til dæmis Verne, Reykjavik DC, At North Akureyri. Enn hins vegar þá myndi Azure örugglega vilja byggja sín eigin gagnaver.
Kannski er þetta áhugavert út frá AI reikningi fyrir Azure, AWS o.s.frv., enn svo er bara vesen hvað markaðurinn er lítill og langt til Evrópu. Enn ég myndi samt halda að það sé ekkert ómögulegt að við fáum Azure gagnaver án AZ stuðnings til Íslands, persónulega fyndist mér jafnvel þó við fengjum bara Azure og án AZ það vera risa sigur.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1040
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
depill skrifaði:Revenant skrifaði:Að hýsa availability zone hjá stóru hýsingaraðilunum (Azure, AWS eða Google) kallar á amk 3 gagnaver sem eru landfræðilega aðskilin (til að þau deili ekki sömu áhættum s.s. eldgos, flóð eða skriðuföllum), með aðskildar rafmagnsveitur og nettengingar.
Það eru bara ekki nógu margir staðir á Íslandi sem uppfylla þessi skilyrði.
Ertu ekki að rugla við Regions ? Og svo allavega hjá Azure eru ekki öll AZ með Availability Zone stuðning. Eins og til dæmis UK West, Australia Central o.s.frv. eru ekki með AZ heldur bara eitt singular gagnaver.
Það er rétt, ég var að hugsa um Sweden region-ið hjá Microsoft þegar ég skrifaði þetta. Þar eru tvö gagnaver "stutt" frá hvort öðru (Sandviken-Gävle) og síðan 600km í það þriðja (Staffanstorp).
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Eitt gagnaver væri snilld, en til að þjónustur með uppitímakröfur geti keyrt þar myndi þurfa amk 2 DC.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3226
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 584
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Mér sýnist eftir stutt Google að þetta sé í einhverri skoðun hérlendis að nota AWS Outpost og tengingu í gegnum gervihnött af AWS þjónustuaðila hérlendis.
https://www.apro.is/blog/frumtilraunir-med-outpost
https://www.apro.is/blog/frumtilraunir-med-outpost
Just do IT
√
√
-
- Kóngur
- Póstar: 8117
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1298
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
thorhs skrifaði:Tja, fullt af kostum. Cool factor, yngri forritarar eru oft með mikið skýjablæti. Devops, forritarar henda þessu bara upp með einhverju yaml-i, þurfa ekki að uppfæra infrastructure. Mikið af tólum fyrir CI/CD, auðvelt að byrja, pay as you grow, “one click redundancy”.
Skýið er alls ekki alslæmt, ef það væri skýja provider á Íslandi sem gæti keyrt án internets væri snilld að geta notað það. Það er mjög erfitt að vera gott redundancy sem lifir af mistök, bilanir og möguleg skemmdarverk. Alls ekki á allra færi. Margar skýjalausnir gera þetta nokkuð vel. Bara ekki á Íslandi.
Að reka auðkenningaþjónustu fyrir "íslensk rafræn skilríki" þarf ekki svakalegt devops umhverfi í AWS og CI/CD virkni.
Hveru oft er eitthvað uppfært í þessari þjónustu?
Þetta er akkúrat basic grunnþjónusta sem ætti að þróa, hýsa og reka innanlands.
Aðra þjónustur sem splæst væri við ætti svo alltaf að meta útfrá "Er þetta þjónusta sem þarf að virka í alþjóðlegu neyðarástandi (e. global crisis)" ?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3764
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 125
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
rapport skrifaði:thorhs skrifaði:Tja, fullt af kostum. Cool factor, yngri forritarar eru oft með mikið skýjablæti. Devops, forritarar henda þessu bara upp með einhverju yaml-i, þurfa ekki að uppfæra infrastructure. Mikið af tólum fyrir CI/CD, auðvelt að byrja, pay as you grow, “one click redundancy”.
Það er enginn að fara að keyra neitt í dag án þess að vera með gott CI/CD og að geta séð um innviði í kóða. Annað er bara úrelt og alls ekki í takt við hvernig hugbúnaður er þróaður og keyrður í dag.
Hins vegar eru til fullt af flottum tólum sem hægt er að keyra á hvaða vélum sem er, sem býður upp á margt af því sem AWS, GCP bjóða uppá.
Það er einfaldlega galið að ríkisstofnanir séu að keyra allt á Microsoft og AWS skýjum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1592
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 260
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Pandemic skrifaði:Það er enginn að fara að keyra neitt í dag án þess að vera með gott CI/CD og að geta séð um innviði í kóða. Annað er bara úrelt og alls ekki í takt við hvernig hugbúnaður er þróaður og keyrður í dag.
Hins vegar eru til fullt af flottum tólum sem hægt er að keyra á hvaða vélum sem er, sem býður upp á margt af því sem AWS, GCP bjóða uppá.
Það er einfaldlega galið að ríkisstofnanir séu að keyra allt á Microsoft og AWS skýjum.
Amen, ég managea Kube með Terraform og svo infrastrúktur með Helm, Argo, Docker og fullt af fínum tólum ofan á utan týpiska stacks með fullt af redundancy.
Það er alveg hægt að vera með CI/CD, Terraform, Kubernetes o.s.frv. án þess að vera hjá Microsoft og AWS og meiri segja á Íslandi, þó það sé kannski ekki besta framboðið að því að geta keypt on-demand compute sem er með API aðgang að VMs

-
- Kóngur
- Póstar: 8117
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1298
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Pandemic skrifaði:rapport skrifaði:thorhs skrifaði:Tja, fullt af kostum. Cool factor, yngri forritarar eru oft með mikið skýjablæti. Devops, forritarar henda þessu bara upp með einhverju yaml-i, þurfa ekki að uppfæra infrastructure. Mikið af tólum fyrir CI/CD, auðvelt að byrja, pay as you grow, “one click redundancy”.
Það er enginn að fara að keyra neitt í dag án þess að vera með gott CI/CD og að geta séð um innviði í kóða. Annað er bara úrelt og alls ekki í takt við hvernig hugbúnaður er þróaður og keyrður í dag.
Hins vegar eru til fullt af flottum tólum sem hægt er að keyra á hvaða vélum sem er, sem býður upp á margt af því sem AWS, GCP bjóða uppá.
Það er einfaldlega galið að ríkisstofnanir séu að keyra allt á Microsoft og AWS skýjum.
Ci/CD gerir ekkert fyrir basic rekstraröryggi s.s. capacity og redundancy rekstrarauðlinda og almennan rekstur kerfa ríkisins sem eru allflest COTS kerfi.
Ríkið er með X-road sem gagnalag fyrir APIs og þar ætti að reyna að hafa alla samþættingu innan stofnunar, innan ríkisins og við ytri aðila í stöðluðum microservices. (grunar að það sé bara verið að nota þessar skýjalaunsir í API management + buffer til að fara óvarlega með gögn í vinnslu)
Að tengja saman spagettí ríkisins í gegnum AWS eða Azure sýnir kannski bara þekkingarskort á Íslandi eða bara leti til að læra, að það sé ekki þekking til að gera þetta almennilega innanlands með þeim tólum sem eru stöðluð og eru til staðar, og búið að ákveða að eigi að nota.
En, ég er ekki djúpt í rekstri ríkis og það litla sem ég veit um að sett hefur verið í AWS hjá opinberum aðilum, þá var þetta nánast baar til að komast undan gæða- og öryggisstjóranum og fá sandbox fyrir forritarana til að fikta... og persónulega er ég mjög á móti slíku vinnulagi og ef eitthvað á eftir að stuða okkur þá er það þessi fiktárátta og að hugsa um öryggi eftirá...
Re: Hvernig datt þeim þetta í hug? Stafræna Ísland
Það þarf að horfa á rekstraröryggi í IT í heild sinni þegar bornar eru saman skýjaþjónustur og hýsing on-prem á Íslandi. Algengt er að umræðan einblíni á fjarlægðina/sæstrenginn eins og það sé eini áhættuþátturinn, en raunveruleikinn er mun flóknari en svo.
Ekkert gagnaver á Íslandi stenst samanburð við skýjaþjónustur erlendis þegar kemur að físísku öryggi, varaleiðum í grunninnviðum (rafmagni, neti), og öryggisvottunum.
Í skýjaþjónustum fyrir hugbúnaðarrekstur sjáum við svo uppitímaloforð, tryggingu á varanleika gagna og leiðir til að komast fljótt aftur á lappir eftir alvarleg rekstraratvik sem ekki þekkist í on-prem rekstri. Á sama tíma er þjónustuframboð íslenskra IT félaga á sviði nútímalegra rekstrarlausna fyrir hugbúnaðarinnviði gífurlega takmarkað – eða jafnvel nánast ekkert.
Auðvitað er hægt að ná sambærilegum markmiðum með því að byggja upp og reka þessar lausnir sjálfur á sýndarvélum innanlands, en í fámennum IT-teymum er slíkt einfaldlega ekki raunhæft nema með óhóflegum kostnaði. Það krefst sérhæfðra teyma sem geta haldið utan um rekstur, öryggisuppfærslur og stöðuga viðhaldsvinnu – eitthvað sem flest fyrirtæki hérlendis hafa hvorki mannafla né bolmagn til að sinna með sömu gæðum eða skilvirkni og í skýinu.
Ég hef starfað í þessum geira í yfir 20 ár og staðreyndin er sú þegar maður horfir yfir on-prem sviðið að uppfærslum hefur ekki verið sinnt, ábendingar um öryggisbresti eru hunsaðar, fyrirtæki tíma ekki að kaupa þjónustusamninga og sérfræðiþekking innnan IT reksturs þynnist út hjá fáum einstaklingum sem þurfa að bera marga hatta.
Að þessu sögðu er auðvitað ekki allt sem á heima í skýinu en við slíkt mat þarf að meta rekstrar-, öryggis- og lagalega áhættuþætti þegar ákvarðanir eru teknar. Ég verð að viðurkenna að mér þykja margir horfa á þessa hluti af barnslegri einfeldni.
Ekkert gagnaver á Íslandi stenst samanburð við skýjaþjónustur erlendis þegar kemur að físísku öryggi, varaleiðum í grunninnviðum (rafmagni, neti), og öryggisvottunum.
Í skýjaþjónustum fyrir hugbúnaðarrekstur sjáum við svo uppitímaloforð, tryggingu á varanleika gagna og leiðir til að komast fljótt aftur á lappir eftir alvarleg rekstraratvik sem ekki þekkist í on-prem rekstri. Á sama tíma er þjónustuframboð íslenskra IT félaga á sviði nútímalegra rekstrarlausna fyrir hugbúnaðarinnviði gífurlega takmarkað – eða jafnvel nánast ekkert.
Auðvitað er hægt að ná sambærilegum markmiðum með því að byggja upp og reka þessar lausnir sjálfur á sýndarvélum innanlands, en í fámennum IT-teymum er slíkt einfaldlega ekki raunhæft nema með óhóflegum kostnaði. Það krefst sérhæfðra teyma sem geta haldið utan um rekstur, öryggisuppfærslur og stöðuga viðhaldsvinnu – eitthvað sem flest fyrirtæki hérlendis hafa hvorki mannafla né bolmagn til að sinna með sömu gæðum eða skilvirkni og í skýinu.
Ég hef starfað í þessum geira í yfir 20 ár og staðreyndin er sú þegar maður horfir yfir on-prem sviðið að uppfærslum hefur ekki verið sinnt, ábendingar um öryggisbresti eru hunsaðar, fyrirtæki tíma ekki að kaupa þjónustusamninga og sérfræðiþekking innnan IT reksturs þynnist út hjá fáum einstaklingum sem þurfa að bera marga hatta.
Að þessu sögðu er auðvitað ekki allt sem á heima í skýinu en við slíkt mat þarf að meta rekstrar-, öryggis- og lagalega áhættuþætti þegar ákvarðanir eru teknar. Ég verð að viðurkenna að mér þykja margir horfa á þessa hluti af barnslegri einfeldni.
Síðast breytt af oon á Mið 05. Feb 2025 10:07, breytt samtals 1 sinni.