Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 665
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 76
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Þetta er orðið vandræðalega lélegt á Íslandi. Ég ætlaði að fá tíma hjá heilsugæslunni vegna útbrots og bara almennt tékk, heyrðu ég þarf að bíða í heilan mánuð - endaði á að fara á Læknavaktina þar sem ég var að deyja úr kláða. Svo er kominn tími á tékk hjá augnlækni og ég bjóst nú alveg við 1-2 mánaða bið, nei nei það eru rúmlega 6 mánuðir!
Hvað er eiginlega í gangi?
Hvað er eiginlega í gangi?
Síðast breytt af falcon1 á Lau 11. Jan 2025 14:21, breytt samtals 3 sinnum.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 923
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
- Reputation: 210
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Uhh fékkstu tíma hjá lækni… hefur þá komist lengra en ég.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 665
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 76
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Ég er hjá einkarekinni heilsugæslu og fyrir svona 3-4 árum síðan gat maður fengið tíma eftir viku. Hjá augnlæknastofunni sem ég er hjá þá mátti búast við svona 2 mánaða bið fyrir 3 árum síðan. Þannig að miðað við mína reynslu að þá hefur þetta versnað svakalega.Henjo skrifaði:Er þetta ekki búið að vera svona í mörg mörg mörg ár?
Síðast breytt af falcon1 á Lau 11. Jan 2025 15:32, breytt samtals 1 sinni.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Það eru flestar heilsugæslur með svona síðdegisvakt. Mætir klst. fyrir og ættir að fá tíma.
Svo er líka um að gera að hringja bara í allar heilsugæslurnar. Ég hringdi í nokkrar um daginn og fékk tíma í ögurhvarfi með stuttri bið.
Og ef þetta tvennt klikkar er það bara læknavaktin.
En samt hárrétt að ástandið á þessu er orðið mjög slæmt og kominn tími á að finna einhverjar lausnir.
Svo er líka um að gera að hringja bara í allar heilsugæslurnar. Ég hringdi í nokkrar um daginn og fékk tíma í ögurhvarfi með stuttri bið.
Og ef þetta tvennt klikkar er það bara læknavaktin.
En samt hárrétt að ástandið á þessu er orðið mjög slæmt og kominn tími á að finna einhverjar lausnir.
Drekkist kalt!
-
- Vaktari
- Póstar: 2026
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 279
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
cocacola123 skrifaði:Það eru flestar heilsugæslur með svona síðdegisvakt. Mætir klst. fyrir og ættir að fá tíma.
Svo er líka um að gera að hringja bara í allar heilsugæslurnar. Ég hringdi í nokkrar um daginn og fékk tíma í ögurhvarfi með stuttri bið.
Og ef þetta tvennt klikkar er það bara læknavaktin.
En samt hárrétt að ástandið á þessu er orðið mjög slæmt og kominn tími á að finna einhverjar lausnir.
Það er engin Síðdegisvakt lengur bara Hjúkrunarvakt á milli 8-16 þar sen er hægt að hitta hjúkrunarfræðing
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Beið í tæp 2 ár eftir tíma hjá ofnæmislækni, var búinn að græja það með krókaleiðum og klíkuskap fyrr en vildi sjá hvenær ég fengi tímann í gegnum venjulega kerfið...
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 665
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 76
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Klemmi skrifaði:Beið í tæp 2 ár eftir tíma hjá ofnæmislækni, var búinn að græja það með krókaleiðum og klíkuskap fyrr en vildi sjá hvenær ég fengi tímann í gegnum venjulega kerfið...
Vá! 2 ár? Það er svakalegt.
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
falcon1 skrifaði:Vá! 2 ár? Það er svakalegt.
Já, beiðnin var send inn í ágúst eða september 2022, fékk símhringingu í mars 2024 um að ég gæti fengið tíma í júlí sama ár
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Heilbrigðiskerfið er molum. Veit einhver aðal ástæðuna yfir þessu rugli?
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
einarhr skrifaði:cocacola123 skrifaði:Það eru flestar heilsugæslur með svona síðdegisvakt. Mætir klst. fyrir og ættir að fá tíma.
Svo er líka um að gera að hringja bara í allar heilsugæslurnar. Ég hringdi í nokkrar um daginn og fékk tíma í ögurhvarfi með stuttri bið.
Og ef þetta tvennt klikkar er það bara læknavaktin.
En samt hárrétt að ástandið á þessu er orðið mjög slæmt og kominn tími á að finna einhverjar lausnir.
Það er engin Síðdegisvakt lengur bara Hjúkrunarvakt á milli 8-16 þar sen er hægt að hitta hjúkrunarfræðing
Það er bara alrangt, td er síðdegisvakt á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá kl. 16-17. Einnig er hægt að hringja í 1700 og fá aðstoð, tíma ef erindið er þess eðlis.
-
- Fiktari
- Póstar: 97
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 14
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Einn mánuður er mjög vel sloppið miðað við Heilsugæsluna í Hlíðum sem ég er hjá. Þar er bara sagt nei ekki hægt að panta tíma nema að hringja á slaginu 8 um morgun einhvern fyrir fram ákveðinn dag og þá kannski færðu tíma eftir mánuð+ ef þú nærð inn áður en þau klára alla tímana.
-
- Fiktari
- Póstar: 97
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 14
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
svanur08 skrifaði:Heilbrigðiskerfið er molum. Veit einhver aðal ástæðuna yfir þessu rugli?
Þetta er að einhverju leiti vegna ferðamanna. Við erum með sömu tölu af læknum að þjónusta okkur og núna ofan á milljónir ferðamanna á hverju ári. Svona fyrir utan að við erum ekki að borga læknum samkeppnishæf laun svo margir sem fara í sérnámið úti koma bara aldrei heim aftur.
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Gemini skrifaði:svanur08 skrifaði:Heilbrigðiskerfið er molum. Veit einhver aðal ástæðuna yfir þessu rugli?
Þetta er að einhverju leiti vegna ferðamanna. Við erum með sömu tölu af læknum að þjónusta okkur og núna ofan á milljónir ferðamanna á hverju ári. Svona fyrir utan að við erum ekki að borga læknum samkeppnishæf laun svo margir sem fara í sérnámið úti koma bara aldrei heim aftur.
Já rétt hjá þér, líka hælisleitendur og flóttamenn. Ganga fyrir sko.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Ef fólk nennir að keyra til KEF city, þá er hægt að panta tíma samdægurs á síðdegisvaktina hjá HSS í 422-0500 og ef fólk skráir sig á stöðina þá er yfirleitt hægt að fá tíma í næstu viku, stundum fer það upp í þrjár vikur þegar mikið er að gera.
https://www.hss.is/thjonusta/skraning-a-heilsugaeslu
Þetta kerfi er svolítið í fokki því fólk flytur um allar trissur en færir sig ekki um stöð. Þjónustan gengur alltaf betur ef fólk er skráð á stöðina sem það þarf þjónustu frá.
Það kostar svo ekkert að skipta um stöð, sérstaklega ef maður er ekki með fastan heimilislækni eða heimilislækni sem aldrei er hægt að fá tíma hjá.
https://www.hss.is/thjonusta/skraning-a-heilsugaeslu
Þetta kerfi er svolítið í fokki því fólk flytur um allar trissur en færir sig ekki um stöð. Þjónustan gengur alltaf betur ef fólk er skráð á stöðina sem það þarf þjónustu frá.
Það kostar svo ekkert að skipta um stöð, sérstaklega ef maður er ekki með fastan heimilislækni eða heimilislækni sem aldrei er hægt að fá tíma hjá.
Síðast breytt af rapport á Lau 11. Jan 2025 23:42, breytt samtals 1 sinni.
-
- Fiktari
- Póstar: 86
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Er hjá heilsugæslunni Höfða, oft er hægt að hringja fyrri hluta morguns til að bóka á síðdegisvaktina hjá þeim til að hitta lækni samdægurs, ég nefni þetta bara ef ske kynni að einhverjum vantar að hitta á lækni sem fyrst.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
- Vaktari
- Póstar: 2497
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 237
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
Gemini skrifaði:svanur08 skrifaði:Heilbrigðiskerfið er molum. Veit einhver aðal ástæðuna yfir þessu rugli?
Þetta er að einhverju leiti vegna ferðamanna. Við erum með sömu tölu af læknum að þjónusta okkur og núna ofan á milljónir ferðamanna á hverju ári. Svona fyrir utan að við erum ekki að borga læknum samkeppnishæf laun svo margir sem fara í sérnámið úti koma bara aldrei heim aftur.
Þekki nokkrar úr læknastéttinni, ein sem er í Noregi núna og vinnur á spítala þar. Þröskuldsmunurinn fyrir innlögn á spítala er himinn og haf miðað við Ísland, þeas lægri í Noregi. Hérna ertu sendur heim með verktöflur, að miklu leiti til því það skortir pláss, mannskap og pening. Þetta hefur svakaleg áhrif á lækna, að þurfa oft að vísa frá. Þannig er spítalinn í Noregi MIKLU meira heillandi vinnustaður, ekki bara vegna launa.
Grátlegt að heyra sumar sögur úr þessum stéttum.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Biðtími eftir læknisþjónustu á Íslandi
RassiPrump skrifaði:Er hjá heilsugæslunni Höfða, oft er hægt að hringja fyrri hluta morguns til að bóka á síðdegisvaktina hjá þeim til að hitta lækni samdægurs, ég nefni þetta bara ef ske kynni að einhverjum vantar að hitta á lækni sem fyrst.
Það má líka benda á að þó að fólk sé skráð á stöð A þá má það panta tíma á vaktina stöð B.
Fólk alls ekki að þurfa að skrá sig á nýja stöð til að fá tíma á síðdegisvakt, ef einhver stöð er að krefjast þess þá er það mjög vafasamt.