Pósturaf chaplin » Lau 21. Des 2024 14:26
Ég fór í prófbúðir fyrir tölfræði og líkindareikning. Sá sem sá um prófbúðirnar eru stærðfræði savant, fer erlendis að keppa í stærðfræði. Það er thing.
Það sem hann gerir til að undirbúa sig fyrir keppnir.
Fyrir próf/keppnir.
- Hvíld. Síðasta daginn fyrir mótið æfir hann sig ekkert. Slappar af, fer út að hlaupa, horfa á mynd, allt nema stærðfræði.
- Hreyfing. Hann stundar líkamsrækt, en passar alltaf að ná góðri æfingu fyrir próf.
- Svefn. Að ná 8 klst er mjög mikilvægt en mikilvægara er að vakna amk. 2 klst fyrir próf. Það tekur heilan tíma að "boot"-a. Próf/mót klukkan 8:00, þá fer hann á fætur í seinasta lagi klukkan 6:00.
- Kolvetnisrík máltíð. Fyrir keppnir borðar hann kolvetnisríka máltíð, en ekki þunga máltíð.
- Vatn. Drekka mikið af því.
- Dökkt súkkulaði. Hann sagði að það eru ekki endilega gildar rannsóknir að dökkt súkkulaði hjálpi, en í flest öllum mótum sem hann hefur mætt í eru keppendum gefið dökkt súkkulaði.
- Bonus. Stundum fyrir prófið gerir hann léttar stærðfræðiæfingar eða aðra heilaleikfimi, en ekkert of þungt. Þetta er meira bara til að komast sér í gang. Ég sleppti þessi alveg.
Í prófinu/keppnum
- Basically allt sem Baldurmar sagði.
Ég vildi óska þess að ég hefði lært þetta fyrr því bara það að fylgja þessum ráðum varð til þess að ég fékk ekki undir 9 í prófum.
Augljóslega er mikilvægt að læra jafnt og þétt yfir önnina, ekki slugsa og reyna að lært allt á síðustu metrunum.