Ykkar lausnir á prófstressi?

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf falcon1 » Fös 13. Des 2024 18:25

Ég var að klára að taka lokaprófin í stærðfræði, mér fannst ganga mjög vel í seinna prófinu en ég byrjaði ok á hinu en svo bara fraus ég algjörlega og skíthræddur um að hafa klúðrað því algjörlega. Ég var mun stressaðri fyrir fyrra prófinu þar sem það var í skólanum en hitt var heimapróf en sömu tímamörk og fleiri dæmi til að leysa í því.
Til marks um hvað ég fraus mikið í hinu prófinu að þá mátti hafa formúlublöð en ég kíkti ekki einu sinni á þau til að hjálpa mér fyrr en kennarinn benti mér á það. ](*,)

Verðið þið stressaðir fyrir próf og ef svo er, hvað finnst ykkur hjálpa bæði fyrir og svo í prófinu ef ykkur finnst þið alveg fastir?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2630
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf svanur08 » Fös 13. Des 2024 18:59

Fá sér bjór? Allavegna eftir prófið, ekki fyrir.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 830
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf Baldurmar » Fös 13. Des 2024 19:08

Ég var með rútínu í prófum, sérstaklega í stærðfræði prófum.

Fyrsta sem að ég gerði var að fara í gegnum allt prófið og litamerkja dæmin:

Grænt fyrir dæmi sem ég taldi mig vita strax hvernig ætti að leysa, mjög gott að skrifa eina línu efst á blað.
"Regla Eulers", "Eigin gildis útreikningur eru í formúlublaði, reit nr X" eitthvað svoleiðis.

Rautt fyrir það sem ég vildi gera síðast (tímafrek eða ill-leysanleg dæmi)

Blá fyrir þau sem ég vildi spyrja kennarann frekar út í.

Þá gat ég byrjað á að leysa grænu dæmin.

Yfirleitt var kennarinn að taka fyrsta rúnt um stofuna þegar ég var ennþá að leysa græn dæmi.
Spurði kennarann um það sem að mér þótti óljóst eða vildi fá útskýringu á. Merkti svo dæmin græn eða rauð eftir svörin.

Kláraði grænu dæmin.

Tók fljóta yfirferð yfir rauðu dæmin og merkti græn þau sem að ég var nokkuð viss um að ná að svara/klára, oft er hægt að skora stig fyrir að sýna skilning þó svo að maður klári ekki dæmið eða geri það ekki alveg rétt.

Reyndi svo eftir bestu getu að klára rauðu dæmin.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8116
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf rapport » Fös 13. Des 2024 20:01

Geggjað svar hjá Baldri hér að ofan. Ég hef bara lesið spurningar og legg gróft mat á hvernig ég skora sem flest stig með minnstri fyrirhöfn.

En svo er prinsipp að skipuleggja lærdóminn svo að maður nái góðum svefn fyrir prófið, mæta tímanlega og vel nærður... og loka trixið... ýkja hægar hreyfingar s.s. ganga viljandi mjög rólega, taka hverja einustu tröppu, setjast snemma inn í stofuna og ekki vera skapa neinn asa að óþörfu.



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 830
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf Baldurmar » Fös 13. Des 2024 20:59

rapport skrifaði:Geggjað svar hjá Baldri hér að ofan. Ég hef bara lesið spurningar og legg gróft mat á hvernig ég skora sem flest stig með minnstri fyrirhöfn.

En svo er prinsipp að skipuleggja lærdóminn svo að maður nái góðum svefn fyrir prófið, mæta tímanlega og vel nærður... og loka trixið... ýkja hægar hreyfingar s.s. ganga viljandi mjög rólega, taka hverja einustu tröppu, setjast snemma inn í stofuna og ekki vera skapa neinn asa að óþörfu.


Svefninn er mjög mikilvægur, reyna að ná góðri rútínu dagana fyrir próf og á meðan prófum stendur.

Hafa eitthvað nesti með sér í prófið er líka mikilvægt, það er bæði orka og eitthvað til að dreifa huganum.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf falcon1 » Fös 13. Des 2024 22:10

Ég kannski lærði yfir mig daginn fyrir prófið ef það er hægt, ég var alveg að til að verða miðnætti að læra og gera dæmi - en prófið var um 9 leytið um morguninn. :) Svo var ég líka stressaður fyrir prófið og var lengi að festa svefn.



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 14. Des 2024 10:38

Gildir um allt stress.

Læra að trappa sig niður með því að draga djúpt andann.

Gildir einu hvort þú ert í prófi, fastur í umferð eða bara í flugvél fullri af grenjandi börnum.

Sumir myndu kalla þetta núvitund. Aðrir eitthvað annað.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6819
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 952
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf Viktor » Lau 14. Des 2024 10:59

svanur08 skrifaði:Fá sér bjór? Allavegna eftir prófið, ekki fyrir.


Mitt ráð er að gera ekki þetta :happy

Svo náttúrlega bara að undirbúa sig. Hvað er það versta sem getur gerst? Fell í prófinu. Hvað gerist þá? Tek það aftur. En ef það gengur ekki? Tek áfangann aftur. Mun ég ráða við þetta? Já.

Eðluheilinn okkar er mjög duglegur að búa til hættur sem eru ekki raunverulegar. Það gagnaðist vel þegar við vorum í lífshættu hvert sem við fórum í fornöld en ekki mjög gagnlegt í samfélagi dagsins í dag.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Langeygður
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 38
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf Langeygður » Lau 14. Des 2024 11:46

:droolboy Tala við læknirinn og fá róandi?


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf falcon1 » Lau 14. Des 2024 15:06

Takk fyrir svörin. :)




Höfundur
falcon1
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf falcon1 » Lau 21. Des 2024 00:09

Jæja, þetta var víst ekki eins mikil skita og ég hélt haha... var vel yfir lágmarkseinkunn. Þannig að nú er bara að njóta jólafrísins. :D



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1480
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 230
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf nidur » Lau 21. Des 2024 10:23

Ég lærði aldrei kvöldið áður fyrir próf og tæmdi hugann með einhverri action mynd.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16871
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2220
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf GuðjónR » Lau 21. Des 2024 12:12

Ég hef sjaldan fundið fyrir prófstreitu og gengur oftast vel. Fyrir mér skiptir mestu máli að hafa áhuga á því sem ég er að læra þá gengur þetta næstum af sjálfu sér. Ef efnið er leiðinlegt, reyni ég að pikka upp áherslur hjá kennara, fylgjast með skyndiprófum og hugsa hvernig próf ég myndi gera. Að taka vel eftir í tímum er lykilatriði. Ég man þegar ég gerði svindlmiða, en þurfti aldrei að nota hann þar sem ég mundi allt sem ég skrifaði. Það gæti hentað sumum.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4346
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 402
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf chaplin » Lau 21. Des 2024 14:26

Ég fór í prófbúðir fyrir tölfræði og líkindareikning. Sá sem sá um prófbúðirnar eru stærðfræði savant, fer erlendis að keppa í stærðfræði. Það er thing.

Það sem hann gerir til að undirbúa sig fyrir keppnir.

Fyrir próf/keppnir.
- Hvíld. Síðasta daginn fyrir mótið æfir hann sig ekkert. Slappar af, fer út að hlaupa, horfa á mynd, allt nema stærðfræði.
- Hreyfing. Hann stundar líkamsrækt, en passar alltaf að ná góðri æfingu fyrir próf.
- Svefn. Að ná 8 klst er mjög mikilvægt en mikilvægara er að vakna amk. 2 klst fyrir próf. Það tekur heilan tíma að "boot"-a. Próf/mót klukkan 8:00, þá fer hann á fætur í seinasta lagi klukkan 6:00.
- Kolvetnisrík máltíð. Fyrir keppnir borðar hann kolvetnisríka máltíð, en ekki þunga máltíð.
- Vatn. Drekka mikið af því.
- Dökkt súkkulaði. Hann sagði að það eru ekki endilega gildar rannsóknir að dökkt súkkulaði hjálpi, en í flest öllum mótum sem hann hefur mætt í eru keppendum gefið dökkt súkkulaði.

- Bonus. Stundum fyrir prófið gerir hann léttar stærðfræðiæfingar eða aðra heilaleikfimi, en ekkert of þungt. Þetta er meira bara til að komast sér í gang. Ég sleppti þessi alveg.

Í prófinu/keppnum
- Basically allt sem Baldurmar sagði.

Ég vildi óska þess að ég hefði lært þetta fyrr því bara það að fylgja þessum ráðum varð til þess að ég fékk ekki undir 9 í prófum.

Augljóslega er mikilvægt að læra jafnt og þétt yfir önnina, ekki slugsa og reyna að lært allt á síðustu metrunum.




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ykkar lausnir á prófstressi?

Pósturaf halipuz1 » Lau 21. Des 2024 17:34

Sóbríl.


Leikjavélin: AMD Ryzen 9 7900X3D | Nvidia 4070 SUPER | 3TB NVME Geymsla | Arctic Freezer 240MM | 32GB DDR5
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla