Síða 1 af 1

Er þetta vesen?

Sent: Sun 24. Nóv 2024 15:33
af Semboy
Er mikið mál að fá leyfi að láta byggja fyriraftan húsið þar sem garðurin er.
Langar að láta reisa svona einfalt hús fyrir aftan húsið, svo hægt sé að rækta eigið grænmeti.
við erum að tala um sirka 80fm rými. Geta nágrannar mótmælt þessu svo lengi þetta allt sé á mitt svæði.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Sun 24. Nóv 2024 16:14
af Bassi6
Allavega ef þú ert í Reykjavik þá er framundan löng barátta við Byggingafulltrúamöppudýraafætustofnun svo já það verður vesen

Re: Er þetta vesen?

Sent: Sun 24. Nóv 2024 17:11
af rapport
Bygginfarleyfisskylt...

En þetta er lágreist = skyggir ekki á neitt... en getur verið vesen.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Sun 24. Nóv 2024 21:33
af Gunnar
held þú mátt byggja 15fm án leyfis. sem er basicly skúr. 80 fm er heil íbúð. en kannski aðrar reglur fyrir gróðurhús

Re: Er þetta vesen?

Sent: Sun 24. Nóv 2024 22:00
af Njall_L
Gunnar skrifaði:held þú mátt byggja 15fm án leyfis.

Mátt byggja upp undir 15fm skúr sem er án rafmagns og hitunar, í rauninni bara upp undir 15fm geymslu og ert háður takmörkunum á fjarlægð frá lóðamörkum.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Mán 25. Nóv 2024 01:58
af Langeygður

Re: Er þetta vesen?

Sent: Mán 25. Nóv 2024 07:38
af B0b4F3tt
Njall_L skrifaði:
Gunnar skrifaði:held þú mátt byggja 15fm án leyfis.

Mátt byggja upp undir 15fm skúr sem er án rafmagns og hitunar, í rauninni bara upp undir 15fm geymslu og ert háður takmörkunum á fjarlægð frá lóðamörkum.

Það er leyfilegt í dag að byggja 15fm skúr með öllum lögnum án þess að fá nokkur byggingarleyfi fyrir því. Gætir þurft að fá leyfi frá nágranna ef skúrinn er of nálægt lóðarmörkum.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Mán 25. Nóv 2024 17:14
af nidur
Held líka að ef vegghæð er yfir 1,8m þá þarf að færa hann sem því nemur frá lóðarmörkum.

Eða að fá samþykki nágranna og bæjarins fyrir meiri hæð við lóðarmörk.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Mán 25. Nóv 2024 19:56
af playman
Semboy skrifaði:Langar að láta reisa svona einfalt hús fyrir aftan húsið

Ertu actually að tala um hús? skúr? eða gróðurhús?
Einfallt gróðurhús með t.d. rakavarnar plasti sem er hægt að taka niður yfir veturin og smiðað úr rörum ætti að sleppa
held ég, þar sem að ekki er verið að tala um byggingu. En 80fm er huge ass gróðurhús... flestir eru með um 15fm eða minna
En best að tala við þitt bæjarfélag varðandi þetta til þess að vera 100%

Re: Er þetta vesen?

Sent: Þri 26. Nóv 2024 19:21
af Semboy
playman skrifaði:[quote="Semboy"
Langar að láta reisa svona einfalt hús fyrir aftan húsið

Ertu actually að tala um hús? skúr? eða gróðurhús?
Einfallt gróðurhús með t.d. rakavarnar plasti sem er hægt að taka niður yfir veturin og smiðað úr rörum ætti að sleppa
held ég, þar sem að ekki er verið að tala um byggingu. En 80fm er huge ass gróðurhús... flestir eru með um 15fm eða minna
En best að tala við þitt bæjarfélag varðandi þetta til þess að vera 100%[/quote]

nei þetta hús er til að vera. Búinn að panta símtal hjá borgini.
fyrrverandi eigendur áttu eithvað bátt með að breyta til í garðinu, nágrannir settu eithvað útá það.
Og var fortvitnast ef einhver ykkar hefur lent í svona og hversu mikið vald nágrannar hafa.
Þetta er ekkert að hilja neitt útsýnið hjá þeim nágranna. Enda er þetta 3ja hæða íbúð.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Þri 26. Nóv 2024 22:37
af rostungurinn77
Semboy skrifaði:nei þetta hús er til að vera. Búinn að panta símtal hjá borgini.
fyrrverandi eigendur áttu eithvað bátt með að breyta til í garðinu, nágrannir settu eithvað útá það.
Og var fortvitnast ef einhver ykkar hefur lent í svona og hversu mikið vald nágrannar hafa.
Þetta er ekkert að hilja neitt útsýnið hjá þeim nágranna. Enda er þetta 3ja hæða íbúð.


Svona mál ef þú ætlar að reisa annað hús á lóðinni þarf líklegast að fara í umsagnarferli. Þar sem þú ert í raun að óska eftir breytingu á skipulagi.

Nágranninn hefur eitthvað um þetta að segja og jafnvel bara mjög mikið.

Ef nágranninn er mótfallinn þessu þá geturðu verið að fara að standa í alveg verulegum leiðindum.

Re: Er þetta vesen?

Sent: Þri 26. Nóv 2024 23:14
af Semboy
rostungurinn77 skrifaði:
Semboy skrifaði:nei þetta hús er til að vera. Búinn að panta símtal hjá borgini.
fyrrverandi eigendur áttu eithvað bátt með að breyta til í garðinu, nágrannir settu eithvað útá það.
Og var fortvitnast ef einhver ykkar hefur lent í svona og hversu mikið vald nágrannar hafa.
Þetta er ekkert að hilja neitt útsýnið hjá þeim nágranna. Enda er þetta 3ja hæða íbúð.


Svona mál ef þú ætlar að reisa annað hús á lóðinni þarf líklegast að fara í umsagnarferli. Þar sem þú ert í raun að óska eftir breytingu á skipulagi.

Nágranninn hefur eitthvað um þetta að segja og jafnvel bara mjög mikið.

Ef nágranninn er mótfallinn þessu þá geturðu verið að fara að standa í alveg verulegum leiðindum.


Við fylgjum reglum. Þess vegna spyr maður spurningar á undan.