Rafmagn - sérákvæði
Viðbótarheimtaug fyrir rafbílahleðslu:
Þrátt fyrir grein 4.1.7 í Tæknilegum tengiskilmálum rafveitna (TTR), samþykkja Veitur að leggja eina viðbótarheimtaug eða sérheimtaug inn á lóð vegna rafbílahleðslu þar sem eru fleiri en eitt húsnúmer. Þetta er aðeins heimilt ef núverandi heimtaugar hafa ekki nægilegt afl eða stækkun þeirra er mjög óhagkvæm.
Þetta á við um sameiginleg bílastæði þar sem heimtaug er tengd í viðurkenndan móttökuskáp notanda eða sameiginlegan bílakjallara.
Aldrei má leggja fleiri en eina heimtaug í sama inntaksrýmið eða sama húsnúmer. Rafverktaki ber ábyrgð á merkingu og afmörkun milli heimtauga innan húss.
Veitufyrirtæki leggja almennt bara eina heimtaug inn á hverja lóð þannig að þú yrðir að láta færa inntakið milli húsa. Ef þetta er eldra hús eða gömul heimtaug þá kann veitufyrirtækið að vilja endurnýja sjálfa heimtaugina samhliða framkvæmdunum.
Verðskrá heimtauga á bara við í nýbyggingarsvæðum. Það er frekar dýrt að leggja lagnir í frágengnum hverfum þannig að kostnaður við nýja heimtaug gæti verið nær milljón en 250k. Oftar en ekki ertu rukkaður um raunkostnað við framkvæmdina, erfitt að gera fast verð á svona framkvæmd.
Mögulega hægt að lækka kostnaðinn ef þú sérð um alla jarðvegsvinnuna sjálfur.
En þú færð aldrei neitt nema getgátur hér. Verður bara að hafa samband við veitufyrirtækið og fá uppgefið hvað er hægt að gera og hver líklegur kostnaður er.