jonfr1900 skrifaði:
Ég þoli ekki appið og nota það eins lítið og hægt er. Þessi stefna er fáránleg.
Sammála þér að stefnan sé fáránleg, heimabankinn er með fullt af frábærum fídusum sem er ekki hægt að endurgera í appinu, t.d. að exporta reikninga á Excel-format.
Að mínu mati eru bæði Landsbankaappið og heimabanki Landsbankans mjög flott forrit sem virka hratt og vel og með ágætis öryggisfídusa líka. Það versta við appið er að sjálfsögðu þegar þeir bæta viljandi við einhverju til þess að neyða fólk í appið, eins og t.d. "Spara" reikningana, sem eru þeir reikningar með hæsta vexti án bindingar og er eingöngu í boði í appinu.
Þetta eru bara sömu gömlu reikningarnir með allt það sama á bakvið þá, bara búið að pakka þeim í einhverjar þunnar branding umbúðir og bæta við smá takmörkunum sem hafa engan raunverulegan tilgang annan en að láta þér líða eins og þetta sé eitthvað annað en venjulegur bankareikningar.
Mér finnst það frekar óheiðarlegt, en appið virkar næstum fullkomnlega.
Þér er velkomið að þola ekki appið, fyrir mér og mörgum er þetta bara tól sem uppfyllir kröfur flestra hvort sem það kýs að nálgast bankann sinn við skrifstofuborðið heima eða í neyðaraðstæðum í Bónus.