Síða 1 af 1

Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Lau 19. Okt 2024 10:29
af mikkimás
Þeir eru búnir að taka út þann möguleika af heimabankanum á netinu að millifæra aukakrónur.

Nú þarf að nota appið.

Af hverju?

Ég veit af 'enshittification', en af samt...af hverju?

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Lau 19. Okt 2024 11:39
af bigggan
mikkimás skrifaði:Þeir eru búnir að taka út þann möguleika af heimabankanum á netinu að millifæra aukakrónur.

Nú þarf að nota appið.

Af hverju?

Ég veit af 'enshittification', en af samt...af hverju?



Mér synist það virka ennþá i l.is? en það virkar best á símanum

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Lau 19. Okt 2024 22:11
af arons4
Þeir eru með sparnaðarreikning með hærri vöxtum sem er bara hægt að millifæra af í gegnum appið, getur séð hann í netbankanum en ekki millifært af honum.

Þetta er mér óskiljanlegt.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Sun 20. Okt 2024 14:05
af olihar
Hvað segir Landsbankinn þegar þið hringið og spyrjið út í þessi mál hér að ofan?

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Sun 20. Okt 2024 14:36
af mikkimás
olihar skrifaði:Hvað segir Landsbankinn þegar þið hringið og spyrjið út í þessi mál hér að ofan?

Get ekki ímyndað mér að ég fái samband við manneskjuna sem tekur svona ákvörðun í stórfyrirtæki.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Sun 20. Okt 2024 14:38
af olihar
Get ekki trúað öðru ef þetta er villa að það verði lagað ef þú hringir.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Sun 20. Okt 2024 16:01
af mikkimás
olihar skrifaði:Get ekki trúað öðru ef þetta er villa að það verði lagað ef þú hringir.

Örugglega ekki villa.

Þeir tóku burt valmöguleikann og skrifuðu í staðinn:

Screenshot 2024-10-18 at 18-29-39 Aukakrónur - Netbanki einstaklinga.png
Screenshot 2024-10-18 at 18-29-39 Aukakrónur - Netbanki einstaklinga.png (5.73 KiB) Skoðað 500 sinnum

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Sun 20. Okt 2024 22:23
af gRIMwORLD
Ég var líka búinn að spotta þetta með sparnaðarreikninginn hjá mér en gat svo farið fram hjá þessu með að nota "eldri aðgerðir/millifærslur" á heimasíðunni. Eins kjánalegt og þetta er þá er þetta eflaust half baked tilraun hjá þeim til að færa aðgerðir yfir í appið til að stemma stigu við ólöglegar millifærslur hjá compromised viðskiptavinum a.k.a social hacked liðið.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Mán 21. Okt 2024 08:28
af Atvagl
Það hefur verið stefnt að því leynt og ljóst hjá Landsbankanum í mörg ár að loka heimabankanum á landsbankinn.is og færa alla alfarið yfir í appið.

Ég sé nú enga sérstaka ástæðu til þess annað en sparnað að vera ekki að reka tvo framenda (og tvö API millilög mögulega?) og þetta venjulega varðandi að þeir geta stjórnað upplifuninni meira, safnað gögnum o.s.frv. í appinu heldur en á vefnum.

Þetta hef ég heyrt frá forriturum sem unnu í vefdeild Landsbankans. Mér finnst þetta hörmuleg þróun, þar sem landsbankinn.is er bersýnilega fremstur íslenskra netheimabanka. Í fídusum talið allavega.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Mán 21. Okt 2024 20:47
af jonfr1900
Atvagl skrifaði:Það hefur verið stefnt að því leynt og ljóst hjá Landsbankanum í mörg ár að loka heimabankanum á landsbankinn.is og færa alla alfarið yfir í appið.

Ég sé nú enga sérstaka ástæðu til þess annað en sparnað að vera ekki að reka tvo framenda (og tvö API millilög mögulega?) og þetta venjulega varðandi að þeir geta stjórnað upplifuninni meira, safnað gögnum o.s.frv. í appinu heldur en á vefnum.

Þetta hef ég heyrt frá forriturum sem unnu í vefdeild Landsbankans. Mér finnst þetta hörmuleg þróun, þar sem landsbankinn.is er bersýnilega fremstur íslenskra netheimabanka. Í fídusum talið allavega.


Ég þoli ekki appið og nota það eins lítið og hægt er. Þessi stefna er fáránleg.

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Mán 21. Okt 2024 21:01
af Atvagl
jonfr1900 skrifaði:
Ég þoli ekki appið og nota það eins lítið og hægt er. Þessi stefna er fáránleg.


Sammála þér að stefnan sé fáránleg, heimabankinn er með fullt af frábærum fídusum sem er ekki hægt að endurgera í appinu, t.d. að exporta reikninga á Excel-format.

Að mínu mati eru bæði Landsbankaappið og heimabanki Landsbankans mjög flott forrit sem virka hratt og vel og með ágætis öryggisfídusa líka. Það versta við appið er að sjálfsögðu þegar þeir bæta viljandi við einhverju til þess að neyða fólk í appið, eins og t.d. "Spara" reikningana, sem eru þeir reikningar með hæsta vexti án bindingar og er eingöngu í boði í appinu.

Þetta eru bara sömu gömlu reikningarnir með allt það sama á bakvið þá, bara búið að pakka þeim í einhverjar þunnar branding umbúðir og bæta við smá takmörkunum sem hafa engan raunverulegan tilgang annan en að láta þér líða eins og þetta sé eitthvað annað en venjulegur bankareikningar.

Mér finnst það frekar óheiðarlegt, en appið virkar næstum fullkomnlega.

Þér er velkomið að þola ekki appið, fyrir mér og mörgum er þetta bara tól sem uppfyllir kröfur flestra hvort sem það kýs að nálgast bankann sinn við skrifstofuborðið heima eða í neyðaraðstæðum í Bónus. :fly

Re: Landsbankinn - Ég get ekki orða bundist

Sent: Mán 21. Okt 2024 21:28
af Zensi
Android VM í PC/Mac ?