Góðir vinnustaðir, starfsmannaupplýsingar og GDPR
Sent: Fim 10. Okt 2024 09:06
https://www.visir.is/g/20242632680d/fol ... had-maetti
Þegar ég les svona þá hugsa ég alltaf um paper trailið sem verður til hjá fyrirtækinu og hverjir munu svo lesa það og túlka.
Bókhaldið þarf að skrá hvaða þjónusta var keypt og fyrir hvern (nafn starfsmanns á reikning + lýsing á því sem var keypt + nafn sálfræðistofu/sálkfræðings)...
HR skráir líklega í eitthvað starfsmannakerfi ástæður fyrir því að þessi útgjöld voru heimiluð...
Það virðist sem að HR kerfi og önnur starfsmannakerfi sbr. Workplace, aðrir innri vefir ofl. geymi svo upplýsingar um starfsfólk út í hið óendanlega þó að þær upplýsingar séu um starfsfólkið eða frá starfsfólkinu en með öllu ótengdar starfinu þeirra.
Eftir að ég hætti á einum vinnustað og byrjaði á öðrum þá hafði fyrri vinnustaður ekki sleppt einhverskonar stjórn á símanum mínum næstum hálfu ári eftir starfslok og það reyndist vera rót vandans að ég gæti ekki fengið fulla virkni í öpp frá nýja vinnustaðnum.
Þá fauk í mig og ég bað um að öllum óvinnutengdum upplýsingum yrði eytt... og þau virtust ekkert vita hvaða upplýsingar það væru.
Að því sögðu þá er sá vinnustaður er ekkert verr settur en aðrir, þetta er líklega hvergi undir fullkomnu control, en er þessi rót að áhyggjum mínum um að vinnustaðir á Íslandi virðast leyfa sér afskipti af lífi starfsfólks sem munu enda sem söfnun upplýsinga í ótal kerfi sem má telja að séu viðkvæmar fyrir viðkomandi sbr. sálfræðitímar, frammistaða í námskeiðum, próf sem viðkomandi tók en stóðst ekki, viðvera ofl. ofl.
Hveru lengi má fyrirtæki t.d. geyma upplýsingar í stimpilklukku?
Ætti ekki að færa niðurstöður þessara upplýsinga í einhverskonar vinnubókhald og eyða svo tímaskráningunum, að tryggja að þetta sé gert a-4 sinnum á ári...
Þetta er vinkill sem að mér finnst að verkalýðsfélög ættu að ræða í næstu kjarasamningum.
Þegar ég les svona þá hugsa ég alltaf um paper trailið sem verður til hjá fyrirtækinu og hverjir munu svo lesa það og túlka.
Bókhaldið þarf að skrá hvaða þjónusta var keypt og fyrir hvern (nafn starfsmanns á reikning + lýsing á því sem var keypt + nafn sálfræðistofu/sálkfræðings)...
HR skráir líklega í eitthvað starfsmannakerfi ástæður fyrir því að þessi útgjöld voru heimiluð...
Það virðist sem að HR kerfi og önnur starfsmannakerfi sbr. Workplace, aðrir innri vefir ofl. geymi svo upplýsingar um starfsfólk út í hið óendanlega þó að þær upplýsingar séu um starfsfólkið eða frá starfsfólkinu en með öllu ótengdar starfinu þeirra.
Eftir að ég hætti á einum vinnustað og byrjaði á öðrum þá hafði fyrri vinnustaður ekki sleppt einhverskonar stjórn á símanum mínum næstum hálfu ári eftir starfslok og það reyndist vera rót vandans að ég gæti ekki fengið fulla virkni í öpp frá nýja vinnustaðnum.
Þá fauk í mig og ég bað um að öllum óvinnutengdum upplýsingum yrði eytt... og þau virtust ekkert vita hvaða upplýsingar það væru.
Að því sögðu þá er sá vinnustaður er ekkert verr settur en aðrir, þetta er líklega hvergi undir fullkomnu control, en er þessi rót að áhyggjum mínum um að vinnustaðir á Íslandi virðast leyfa sér afskipti af lífi starfsfólks sem munu enda sem söfnun upplýsinga í ótal kerfi sem má telja að séu viðkvæmar fyrir viðkomandi sbr. sálfræðitímar, frammistaða í námskeiðum, próf sem viðkomandi tók en stóðst ekki, viðvera ofl. ofl.
Hveru lengi má fyrirtæki t.d. geyma upplýsingar í stimpilklukku?
Ætti ekki að færa niðurstöður þessara upplýsinga í einhverskonar vinnubókhald og eyða svo tímaskráningunum, að tryggja að þetta sé gert a-4 sinnum á ári...
Þetta er vinkill sem að mér finnst að verkalýðsfélög ættu að ræða í næstu kjarasamningum.