Síða 1 af 1

archive.org - bókasafnið kært

Sent: Fös 13. Sep 2024 18:45
af rapport
https://archive.org/details/hachette-in ... n/mode/2up

Þar sem ég styrki þau öðru hvoru, þegar ég finn einhverja snilld hjá þeim þá fékk ég póst um að þau hefðu tapað einhverjum málaferlum.

Þarna er Internet Archive (IA) að fá upplýsingar frá bókasöfnum um hvaða bækur er bara í geymslu hjá þeim, ekki í hillunum og bíður upp á ókeypis lán af stafrænu afriti.

Þetta er s.s. ekki fjölföldun, ef físíska eintakið er í geymslu þá getur bara einhver einn fengið digital útgáfu lánaða hjá IA.

Þetta er snilldar framtak en útgefendur kærðu og eru að hamra sitt í gegn.

Ég ætla a.m.k. að splæsa $10 í þetta verkefni því að ég þoli ekki þessi höfundaréttalög...

Dauðlangar svo líka að kanna hvort að bókasöfn á íslandi mundu þora að slást í þennan hóp og nota þessa þjónustu...