Síða 1 af 1

Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 09:15
af 2ndSky
Sæl/ir veriði, það er smá hugdetta að flytja aðeins út fyrir Reykjavík.

Ég er að skoða kjósina og það er sirka 40 mín akstur þaðan í Reykjavík. Ég er aðalega að velta fyrir mér hversu slæmt þesssi keyra er um vetur og hvort menn séu að fá leið á akstinum/búa utan rvk

Einhverjir með reynslu ?

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 09:44
af Moldvarpan
Ef þú vilt komast í minna populated area, en með góðar samgöngur, þá væri suðurnesin álitlegur kostur.

Mikið minna af fólki og reykjanesbrautin er fær flesta daga ársins. Lagt metnað í að halda henni opinni útaf fluginu.

Ef þú ert að leitast af því að komast frá öllum, jú þá þarftu líklega að fara í kjósina eða austur fyrir fjall.

Ef þú ert með vinnu í rvk, jú, mér finnst það vera þreytandi til lengdar að eyða auka 30-40mín á dag, hvora leið, til að komast í og úr vinnu.
En sumum finnst það í lagi.

Fer allt eftir hverju þú ert að leitast eftir.

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 09:54
af dadik
Samstarfskona mín bjó í Kjósinni í rúmt ár. Veturinn gat verið leiðinlegur ef það snjóaði eitthvað. Held að Hvalfjörðurinn hafi verið mokaður reglulega en vandamálið voru heimreiðarnar að húsunum.

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 10:17
af B0b4F3tt
Mæli með Suðurnesjum. Ég er 35mín frá mínu heimili í Keflavík að mínum vinnustað sem er við Kringluna. Jú ég fer reyndar snemma af stað til þess að sleppa við morguntraffíkina. Eins og Moldvarpan bendir réttilega á þá er reynt að halda Reykjanesbrautinni alveg snjólausri um veturinn. Heyrir til algerrar undantekningar ef brautin lokast.

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 10:43
af ABss
Ég átti heima fyrir austan fjall í nokkur ár. Ef þú vinnur í RVK þá venst aksturinn vissulega, en ef þú ert með leikskólabörn eða ung börn þá verður það strembið.

Mæli frekar með því að finna vinnu nær heimili, þá ertu bara laus við þetta Reykjavíkurrugl og ert frjáls.

Uppbyggingin í Hveragerði og Selfossi, og þá á ég við um veitingastaði og skemmtun, hefur verið klikkuð síðustu ár. Þetta er allt annað en fyrir ~10 árum. Ég skal þó ekki fullyrða um fjarhagsstöðu sveitarfélaganna.

Eftir að hafa búið þar, flutti ég lengra frá og það er bara rosa fínt.

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 10:54
af GullMoli
Átti vini og fjölskyldu í bænum? Er líklegt að fólk nenni að gera sér ferð til að heimsækja þig eða verður þetta alltaf þú að keyra til þeirra? (Tími, kostnaður).

Ertu með börn í skóla? Okei það þýðir að þú ert að fara eyða miklu minni tími í vinnunni þinni ef þú þarft að byrja á því að skuttla/sækja og þá vinna minn eða eyða kvöldinu/helgum í vinnu til að bæta upp.

Glímirðu við veikindi sem gætu kallað á ferðir á spítalann?

Annars næs að hafa tíma til að hlusta á hljóðbók í bílnum, enn er meira næs að sofa lengur/hafa meiri tíma í daginn í annað?

Re: Reynsla af því að búa stutt frá Reykjavík ?

Sent: Mið 04. Sep 2024 11:44
af rapport
Bý núna í RVK og nýlega byrjaður að vinna í KEF...

Vissi út í hvað ég var apð fara því ég bjó í KEF og vann í bænum 2007-2010.

Legg af stað 6:40 og er mættur 7:20 - fer annað hvort heim um 15 eða 17 (nenni ekki umferðinni á álagstímum)

Geri alveg ráð fyrir að í verstu veðrum sé maður 20-30min lengur á leiðinni.

Fínt að keyra alltaf framhjá Costco uppá að fá ódýrt eldsneyti.


Vinafólk bjó innst í Kjós í 2-3 ár og ég man eftir að þau sögðu fólki á stórum bílum að keyra inn í Kjós frá Þingvallaafleggjara þegar það var barnaafmæli í einhverju brjáluðu veðri.

Þetta tempo, að vera ekki á ferðinni kl. 16 hentar mér mjög persónulega vel.

"Umferðar-angst" er ógeðslegt, endalaus stopp á ljósum, svínarí o.þ.h. er stressandi.

Þarf oft klára daginn á fundum í Síðumúla um 16 og keyra þaðan heim í Úlfarsárdal og það tekur minnst 25 min, sama hvaða leið ég vel mér.

Hef unnið í gegnum tíðina á Eiríksgötunni, í Borgartúni og í Holtagörðum... allt staðir sem er helvíti að komast frá í lok vinnudags EF umferðin er slæm.

Maður hafði bara ekki vit eða getu (skólakrakkar) til að vera mikið fyrr á ferðinni...

Í dag nýtur maður þess í botn að vera miðaldra, vakna snemma og hoppa í matsalinn til að fá hafragraut á morgana...