Síða 1 af 1
Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 12:17
af rapport
Spurningin hvort að íslensk gildi samræmist þeim amerísku...
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 13:00
af littli-Jake
Þú mættir kannski hafa bæði hvað heldurðu eða hvern myndir þú kjósa. Ég las bara titil og valdi Donald
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 13:14
af zedro
littli-Jake skrifaði:Þú mættir kannski hafa bæði hvað heldurðu eða hvern myndir þú kjósa. Ég las bara titil og valdi Donald
Jebb sami pakki hér, verður að breyta og núlla könnun Rapport!
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 13:50
af Zorglub
Mín fyrsta hugsun var að þeir væru aldrei að fara að kjósa þeldökka konu, en síðan þá er Trump eiginlega búinn að trumpa yfir sig og virðist vera farinn að treysta á það að koma sínu fólki inn í kjörstjórnir til að geta haft áhrif á úrslit. Það er allt púður farið úr baráttunni hjá honum meðan Kamala er á flugi. En það er langt í kosningar og margt getur gerst.
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 13:55
af Henjo
Myndi kjósa taktískt gegn appelsínugula apakettinum og kjósa Kamala Harris, þó svo ég hefði engan sérstakana áhuga að sjá hana sem forseta. Kerfið þarna úti er auðvitað algjört rugl, þar sem stór hluti akvæða, 40 prósent eða meira fara í ruslið.
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 14:26
af mikkimás
Kamala er eini raunhæfi kosturinn.
Trump virðist á tíðum ekki vita hver hann sjálfur sé eða hver sé í mótframboði, svona fyrir utan alla aðra ókosti við hann.
Það tók nokkrar vikur að síast að fullu inn í hausinn Trumps að Biden væri ekki lengur í framboði.
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 14:35
af rapport
zedro skrifaði:littli-Jake skrifaði:Þú mættir kannski hafa bæði hvað heldurðu eða hvern myndir þú kjósa. Ég las bara titil og valdi Donald
Jebb sami pakki hér, verður að breyta og núlla könnun Rapport!
Stillti bara á að nú má skipta um skoðun svo að allt núllist ekki út
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fim 15. Ágú 2024 14:54
af zedro
Gúrme búinn að breyta!
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fös 16. Ágú 2024 19:19
af svanur08
Kona verður aldrei forseti USA, þannig held trump taki þetta.
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fös 16. Ágú 2024 19:36
af Harold And Kumar
Ég valdi Kennedy. Hann hefur ekki bara nemt helstu vandamál landsins (há húsnæðis verð v. Fyrirtæki að kaupa fjöldskyldu heimili (blackrock, statestreet & vanguard)), há verð í innkaupum matvæla, “vegna covid” nema verð matvæla fór up 2x síðan 2020, meðan inflation síðan þá var í 30-40%, semsagt eintóm græðgi fyrirtækja að hækka verð & fela sig á bakvið covid. Að mínu mati væri hann besti kosturinn hagfræðilega séð, donald trump betri kosturinn þegar það kemur að öryggi landsins. Ef einhver hér kýs Kamala Harris yfir trump & kennedy, gefið einhverja ástæðu aðra en “hún er ekki trump” eða “hún er ekki dæmd fyrir glæpi” eða, heimskulegast af öllu, “hún er svört / kona”. Maður kýs eftir hver er hæfastur fyrir starfið; ekki eftir kynþáttum. Kamala Harris hefur einfaldlega sagt hluti eins og hún ætlar að “lækka verð” (hún HEFUR valdinn til þess að gera það núna, Biden er klárlega ekki að stjórna landinu lengur, & hún er varaforsetin) & hermt eftir trump (segjast ætla að sleppa að rukka skatta af tips).
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fös 16. Ágú 2024 20:48
af einar1001
harris er allavega eitthvað annað sketchy
skillst að hún hafi átt að sjá um border control
Re: Könnun - Hver verður forseti US of A ?
Sent: Fös 16. Ágú 2024 21:05
af Harold And Kumar
einar1001 skrifaði:harris er allavega eitthvað annað sketchy
skillst að hún hafi átt að sjá um border control
Kamala: "We've been to the border" Reporter (man ekki nafnið, get fundið það ef spurt er eftir): "YOU haven't been to the border..." Kamala: "And I haven't been to europe..." Klárlega ekki rétta manneskja fyrir mikilvægasta starf í Bandarikjunum.....