Síða 1 af 1

Smátölvur frá kína, einhver með reynslu?

Sent: Þri 30. Júl 2024 23:19
af Prentarakallinn
Sælir er að spá í að skipta út borðtölvunni fyrir smátölvu. Er búinn að vera skoða tölvur á Ali en það eru svo margir framleiðendur, er einhver hérna sem hefur keypt tölvu og þá frá hvaða framleiðenda. Búinn að vera skoða tölvur með Ryzen 8845Hs-8945Hs eða jafnvel nýja Ai 370 HX

Re: Smátölvur frá kína, einhver með reynslu?

Sent: Mið 31. Júl 2024 00:33
af Langeygður
Halltu þig við Minisforum eða Beelink.

Re: Smátölvur frá kína, einhver með reynslu?

Sent: Mið 31. Júl 2024 08:20
af Hjaltiatla
Ég keypti Pfsense Mini PC af Aliexpress , ég las mig til um nokkrar vélar á https://www.servethehome.com/ og valdi mér það sem hentaði. Beelink og Asrock eru einnig góður kostur.

Re: Smátölvur frá kína, einhver með reynslu?

Sent: Mið 31. Júl 2024 08:47
af jonsig
Ég lenti í neyð og þurfti að kaupa tölvu sem supportaði Win7 og þetta var þá nýjasti intel sem gat það eða 5th gen.

Fann helvíti vel útlýtandi vél á ebay sem var klárlega frá kína en kostaði samt alveg 500$.

Hún virkaði í svona 2vikur áður en kúnninn hringdi brjálaður með apparatið hinum megin á landinu.

þegar ég opnaði hana þá var þetta greinilega endurunnið móðurborð úr fartölvu sem var troðið í flott ál kælisökkul hús.

Vandamálið var ekki gömul tölva heldur gleymdist að gera ráð fyrir VRM kælingu á móðurborðinu ...og þetta var bara tveggja fasa vrm svo það fraus tölvan reglulega með þetta í ólagi. Álhúsið var inní skáp og engin kæling ,sem væri í lagi almennt með þessar tölvur ef kælingin á CPU væri almennileg og CPU væri ekki að losa mikinn hita í móðurborðið.

Re: Smátölvur frá kína, einhver með reynslu?

Sent: Mið 31. Júl 2024 12:45
af ribs
Tek undir með ASRock, Minisforum og Beelink. Svo er líka alveg hægt að kaupa lítinn Mini-ITX kassa, gott móðurborð og PSU fyrir svipaðan pening.