Annars cool video og mikill andstæða við það sem Graven sagði. Fyrir þá sem nenna ekki að hlusta á 50min langt video, þá er þetta taugaskurðlæknir sem hætti vinnunni sinni því hann áttaði sig a að kerfið og spítalinn þar sem hann starfaði var í þeim buisness að hjálpa fólki að díla við einkenni vandamála en ekki vandamálin sjálf. Fólk var að fara í miklar aðgerðir við t.d. bakvandamálum sem hjálpaði bara í stuttan tíma. Hans upplifun var sú að það sem hjálpaði fólki mest væri lífstílsbreytingar, hreyfa sig, sofa vel, passa sig á stress og auðvitað mataræði. En því miður þá eru ekki miklir peningar í að benda fólki á svoleiðis, þannig oft er fólk látið fara í aðgerðir sem eiga það til að laga ekkert eða jafnvel gera hlutina verri. Nei hann beilaði ekki og hljóp úppí fjall, hann gaf nærri því árs uppsagnarfrest og fór að gera annað.