Síða 1 af 1
Temu spurning ?
Sent: Mið 17. Júl 2024 21:31
af jonsig
Nýlega var "RÚV" að höfða til samvisku minnar og voru að reyna gaslýsamig frá því að verzla við barnaþræla í kína sem ógna innlendri okurverzlun.
Allavegana missti ég mig smá og keypti uþb 15 vörur fyrir uþb 17þkr.
Vandamálið er að nú fæ ég tilkynningu á mail´ið mitt um að það séu ca.7 sendingar á leiðinni til mín.. sem þýðir 7x 1500kr toll umsýslugjald..
Hvernig redda ég þessu ?
Re: Temu spurning ?
Sent: Mið 17. Júl 2024 22:25
af Klemmi
Sendir reikning á RÚV, augljóslega er þeirra ábyrgð rík í þessu máli.
Eða þú veist, viðurkennir fyrir sjálfum þér að þetta hafi verið mistök, lærir af þeim og ert reynslunni ríkari í dag en í gær?
Re: Temu spurning ?
Sent: Mið 17. Júl 2024 22:38
af nidur
pantaði 39 hluti og þeir komu í 5 pökkum, fer bara eftir þyngd og umfangi.
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 12:01
af jonsig
Þetta fór ekkert illa. Megnið af dótinu komið eftir 9-10 daga.
Keypti dót til að gera upp mótorinn á rafhjólinu mínu. Allskonar tangir og dót sem kostar 6000kr stykkið hérlendis.
Einangraðir toppar til að taka felgurnar af bílnum með herslulykli.
topp á pústskynjarann ofl.
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 12:14
af rapport
Er búinn að vera panta undanfarið og er að lenda í að tveir pakjar = tvö afgreiðslugjöld þó það sé einn reikningur og ein afhending.
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 12:42
af jonsig
Þyrftum að gera þráð hérna sem menn láta vita þegar þeir eru að panta eitthvað drasl í magni og menn geti sameinast um sendingar ?
t.d. ég myndi pósta að ég ætlaði að kaupa allar þykktir af thermalpads sem kostar ekki neitt á temu ,en kostar augun úr hérna fyrir þá sem eru að re-padda skjákortin eða nvme diskana.
eða einhver ætlaði að kaupa einhver verkfæri fyrir hjólið sitt sem kostar $$$$ hérna en kannski 500kr á temu ?
svona alvöru hópkaup, bara með engri yfirbyggingu og óhagnaðardrifið
Ein kaup væru kannski ein færsla á þræðinum sem einhver segir "ætla kaupa eitthvað X sem kostar 9000kr stk. á íslandi en fæ þetta í 10stk pakningu á 5000kr á síðu Y"
Með að joina´ pottinn gefur þú færslunni like og tekur þá hlutfallslegan þátt í að borga tollinn og vöruna .
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 13:20
af rostungurinn77
rapport skrifaði:Er búinn að vera panta undanfarið og er að lenda í að tveir pakjar = tvö afgreiðslugjöld þó það sé einn reikningur og ein afhending.
Var inni á pósthúsi um daginn að sækja pakka. Þar var einhver kona að sækja einhverja sendingu sem var að koma frá Temu eða einhverju sambærilegu.
Pakkinn sem hún var að sækja innihélt 5 hluti af 39 sem hún hafði pantað.
Fimmföld umsýslugjöld
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 13:34
af rapport
Einhver benti mér á að hægt væri að senda strax á flutningsaðila reikning og biðja um tollun, áður en pakkarnir fara af stað = ein umsýsla.
Eðlilega fara tveir pakkar tvisvar í gegnum umsýsluferli þegar það er unnið eftirá en ef öll innkaupin eru tolluð strax þá er bara ein umsýsla og svo afgreiðslur.
Re: Temu spurning ?
Sent: Fös 26. Júl 2024 13:51
af rostungurinn77
Grunar samt að pósturinn taki sínar 4-600 krónur af hverri sendingu.