Það sem er í raun merkilegast við þetta mál er viðhorf Evu Ásudóttir gagnvart notendanum. Í stað þess að horfa á að þetta eru afleiðingar framkomu söluaðila, er horft á málið sem orsök þess að söluaðilar hafa grætt minna.
Eðlilegast væri auðvitað að hagsmunir neytandans væru fyrir leiðarljósi (og það kemur því miður ítrekað fram að svo er ekki) en ekki rétthafa eða endursöluaðila.
En í staðinn þá sitja þessir hagsmunapotarar og leyfa þessu að fara í skrúfuna, það er allt of erfitt fyrir íslendinga (sérstaklega gamla) sem búsettir eru erlendis að nálgast íslenska streymisveitu og ef ég man rétt er það síminn sem leyfir það, engin annar. (Fyrir utan að þetta er allt of dýrt, jafnvel helmingi of dýrt)
Þetta mál hefði aldrei orðið til ef menn hefðu verið í vinnunni en ekki bara í löns á veitingahúsum bæjarins.
Logga sig inn með skilríkjum inn á appið/topbox, málið dautt og gæinn hefði aldrei grætt tíkall á þessu piracy
Mig rámar í að ég hafi séð einhvern guide frá stöð2 eða vodafone í covid, og þar var verið að lýsa hvernig VPN tengingar koma eldri borgurum búsettir á spáni í íslenskt sjónvarp. Ég meina, come on maður.. þvílík della
Þá boðar Stöð 2 til ráðstefnu á haustmánuðum þar sem þetta vandamál verður tekið sérstaklega fyrir.
ehh... það þarf enga ráðstefnu, bara að fólkið sem ræður einhverju sinnir vinnunni sinni. Hvað ætli séu margir C stjórnendur þarna ? Hvað ætli séu margir B level ?