Ég er að standa í uppfærslu núna. Ég er að velta fyrir mér hvort að ég ætti að fara í Ryzen 9900x eða 14900k. Ef ég fer í 14900k þá þarf ég líka nýtt móðurborð.
Intel i9-14900K Raptor lake LGA1700 8P+16E kjarna örgjörvi
Það heillar að Intel nær turbo 6.0 ghz, Ég hefði áhuga á því að heyra hvað Templar segir um þetta. Ég var á sínum tíma team INTEL en hef verið í AMD núna í töluverðann tíma. Endilega látið mig vita hvort þið mynduð taka og af hverju
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Mið 03. Júl 2024 15:18
af Hausinn
9900X er ekki kominn út ennþá? Annars myndi ég halda að 9900X muni vera tölvuvert betri kaup; er bæði nýrri og orkunýtnari.
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Mið 03. Júl 2024 16:10
af emil40
9900x kemur út í þessum mánuði
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Mið 03. Júl 2024 20:06
af agust1337
Ef þú vilt borga meira fyrir hámarks afköst bæði í einstaka kjarnahraða og fjölkjarna vinnslu, þá er Intel 14900K góður. 10 nm process
Hins vegar, ef þú ert að leita að hagkvæmari lausn sem samt skilar mjög góðum afköstum, þá er 9900X sterkur kostur. 4 nm process
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 01:08
af nidur
Þarf alltaf að kaupa það nýjasta
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 05:50
af emil40
jájá auðvitað
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 07:50
af jonsig
Var einmitt að hugsa um daginn ,hvort maður væri ekki bara nokkuð góður í dag með gamla góða intel 7700k ,en kannski bara hafa uppfært GPU í millitíðinni. Alltaf keypt það dýrasta og séð nánast 0% mun .Þvílíkt sem maður hefur kveikt í peningum fyrir alltaf smá fps bætingu.
En ég skil high fps gamera alveg 100%
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 13:39
af gnarr
Iss.. 6GHz turbo er ekki neitt. Minn Ryzen 7600 trubo'ar upp í 6.3GHz. Eina sem ég hef gert er að kveikja á PBO og lækka voltage offset í -30.
385538184_873470964302404_5213379372356148413_n.png (23.45 KiB) Skoðað 4592 sinnum
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 20:33
af emil40
Ég endaði á þessum
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 21:08
af emil40
hvernig er mest að clear cmos er að lenda í veseni með að fá mynd í gegnum hdmi og að komast inn í biosinn
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 21:53
af Langeygður
emil40 skrifaði:hvernig er mest að clear cmos er að lenda í veseni með að fá mynd í gegnum hdmi og að komast inn í biosinn
Fer eftir móðurborði. Prófa að finna á mobo 2 pinna merkta clr cmos eða eitthvað svoleiðis og shorta þeim. Taka tölvuna úr sambandi fyrst.
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 22:20
af emil40
mega þeir rekast saman eða setja eitthvað á milli þeirra ég er með asrock steel legend 670e
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fim 04. Júl 2024 22:50
af Langeygður
emil40 skrifaði:mega þeir rekast saman eða setja eitthvað á milli þeirra ég er með asrock steel legend 670e
er einhver í keflavík eða njarðvík sem getur hjálpað mér með þetta ?
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 16:29
af traustitj
Það er alveg möguleiki að hjálpa þér, er í Keflavík. En það eina sem þú þarft að gera er að koma sambandi á milli þessara tveggja pinna, annaðhvort með dip haus eða bara skrúfujárni, eins og áður hefur verið sagt, vertu 100% viss um að það sé slökkt á henni. Oft eru þessi móðurborð þannig að ef þú setur inn vitleysu þá endurræsa þau sig nokkrum sinnum og endursetja sig ef þetta er ekki að virka.
Þetta stendur í bókinni sem fylgdi móðurborðinu, það er næstum alltaf hægt að nálgast þessar bækur hjá móðurborðaframleiðanda í PDF formati
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 17:21
af gnarr
Ef þú ert ennþá með ASRock X670e Steel Legend borðið, þá er númer 25 staðsetningin á "Clear CMOS" jumpernum hjá þér:
Screenshot 2024-07-05 191929.png (151.05 KiB) Skoðað 4237 sinnum
Gerir það svona:
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 19:04
af emil40
gnarr ég var að reyna að fylgja leiðbeiningum sem þú gafst mér. Ég er ennþá með sama móðurborðið og tók líka batteríið úr. Það eru 2 blikkandi lítil led ljós við hlið á minninu.
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 19:13
af emil40
rauðu ljósin.jpg (121.06 KiB) Skoðað 4210 sinnum
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 19:30
af gnarr
Þessi ljós eru fyrir "Post Status Checker".
Screenshot 2024-07-05 212729.png (115.01 KiB) Skoðað 4207 sinnum
Þetta eru 4 ljós, fyrsta fyrir örgjörva, annað fyrir vinnsluminni, þriðja fyrir skjákort og fjórða fyrir boot status.
Sérðu hvaða ljós loga hjá þér?
"Training" fyrir vinnsluminni getur tekið alveg upp í nokkrar mínútur í fyrsta skipti. Varstu búinn að prófa að leifa tölvunni að reyna að ræsa sig í svolítinn tíma?
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 19:36
af emil40
Ég er með hana í gangi eins og er ljósin sömu tvö alltaf eins.
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Fös 05. Júl 2024 19:48
af emil40
ég prófaði að 2 minniskubba út og setja þá þar sem hinir voru sjá til hvort þetta memory training samþykki þá þannig áður en að ég bæti hinum við aftur
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Lau 06. Júl 2024 17:12
af dadik
Ertu búinn að þessu Emil?
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Lau 06. Júl 2024 18:16
af emil40
nei ljósin ennþá blikkandi ....
Re: Ryzen 9900x eða 14900k
Sent: Lau 06. Júl 2024 18:47
af gnarr
Hvaða ljós eru blikkandi? Þau eru 4, og það skiptir máli hver þeirra blikka.