appel skrifaði:Hælisleitendur eru að kaffæra heilbrigðiskerfið. Hingað koma alvarlega veikir einstaklingar í von um að fá aðstoð........algjörlega ókeypis. Og HEIMSKIR íslendingar vilja rétt fram hendi.
Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli
https://www.visir.is/g/20242588522d/mot ... usturvelliFinnst það þurfi að taka upp á sérstökum refsingum fyrir fólk sem styður svona heimsku, taka af þeim allar eigur til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendra aðila. Ef þú hefur verið á mótmælafundi fyrir hönd erlendra ríkisborgara, þá á að gera allar þínar eigur upptækar. Styð það.
Já, þetta er ástæðan fyrir því að þú færð ekki að hitta heimilislækninn þinn.
ALGJÖR FORHEIMSKA sem styðja svona innflutning á veiku fólki hingað til lands.. ef þú vilt "hjálpa" farðu þá bara úr landi og hjálpaðu annarsstaðar en í gegnum skattkerfið hér.
Nei. Hælisleitendur fá ekki heilbrigðisþjónustu af neinu tagi (ríkið segir að flóttamenn sem koma á eigin vegum fái heilbrigðisþjónustu en það er aðeins eftir mikið og langt vesen). Eina undantekningin er að ef viðkomandi er að að deyja, þá fæst heilbrigðisþjónusta fyrir viðkomandi eftir leiðindaferli og samþykki Útlendingastofnunar.
Það eru svona lygar sem ýta undir hræðsláróður og hatur gegn hælisleitendur og útlendinga. Skömminn er þeirra sem dreifa svona þvælu. Fjöldi þeirra hælisleitanda sem kemur til Íslands á eigin vegum á hverju ári (utan fólks frá Úkraínu, Venúsela) er í kringum 200 til 500 manns á ári. Þar af er 90% af þessu fólki vísað frá Íslandi af einni eða annari ástæðu sem UTL finnur til þess að réttlæta brottvísunina. Það dugar ekki einu sinni að ríki viðkomandi einstaklinga sé í algjörri rúst að fólk fái leyfi til þess að búa á Íslandi (dæmi, fólk sem kemur frá Palestínu).
Tíu staðreyndir um útlendinga á Íslandi (Kjarninn/Heimildin, 2017)
Ástæða þess að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er svona slæm er ekkert flókin og hefur aldrei verið það. Ríkisstjórnin hefur verið að skera niður í heilbrigðisþjónustu frá árinu 2000 og gaf rækilega í þann niðurskurð árið 2010 og hefur ekki hægt á þessu síðan. Niðurskurður fer eftir stofnunum en ég held að heildartalan sé í kringum 1 til 4 milljarðar á ári í niðurskurð. Það er um 100 til 300 milljónir á hverja stofnun á Íslandi. Þetta er breytilegt milli ára.
Miskunnarlaus niðurskurður (Verkalýðsfélags Akraness, 2023)
Ef þú ert að leita að einhverjum til að kenna um stöðu mála. Þá skaltu beina erindi þínu til núverandi forsætisráðherra sem hefur staðið í þessum niðurskurði síðan hann komst aftur til valda árið 2013 og fór þá beint í fjármálaráðuneytið. Þessi niðurskurður er orðin svo reglubundinn að fjölmiðlar á Íslandi fjalla ekkert um hann lengur og hafa ekki gert lengi. Það er ekkert bara verið að skera niður í heilbrigðismálum, heldur einnig í menntamálum, viðhaldi á vegum og fleira og fleira. All til þess að lækka skatta á ríka fólkið, sem verður ennþá ríkara í kjölfarið.
Ég veit ekki hver að dæla svona ranghugmyndum í fólk á Íslandi um flóttamenn en þetta er hættulegt og þetta eru lygar. Það er kostur að Útvarp Saga, sem hefur verið mikið að dreifa svona þvælu, mun á endanum loka og aldrei opna aftur.
Þessar lygar eru hættulegar, þar sem þær hvetja til ofbeldis gegn saklausu fólki og það á ekki að líðast.