Síða 1 af 1
Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 12:50
af appel
Má ekki sökkva þessu skipi?
Togarinn Polar Nanoq var um 90 sjómílur suðvestur af landinu þegar lögreglumenn fóru um borð í skipið og handtóku Thomas Möller Olsen, sem síðar var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir tilraun til að smygla yfir 23 kílóum af kannabisefnum.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/hand ... ga-logmaet
Eru allir í áhöfn nauðgarar og morðingjar og fíkniefnasmyglarar? Hverskonar skipafélag gerir út svona skip með svona áhöfn? Maður bara veltir þessu fyrir sér.
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 14:05
af GuðjónR
appel skrifaði:Má ekki sökkva þessu skipi?
Ég myndi ekki gráta það, sérstaklega ef morðingjanum og nauðgurunum yrði sökkt með!
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 15:25
af jonfr1900
appel skrifaði:Má ekki sökkva þessu skipi?
Togarinn Polar Nanoq var um 90 sjómílur suðvestur af landinu þegar lögreglumenn fóru um borð í skipið og handtóku Thomas Möller Olsen, sem síðar var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir tilraun til að smygla yfir 23 kílóum af kannabisefnum.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/hand ... ga-logmaet
Eru allir í áhöfn nauðgarar og morðingjar og fíkniefnasmyglarar? Hverskonar skipafélag gerir út svona skip með svona áhöfn? Maður bara veltir þessu fyrir sér.
Ég held að þetta sé kannski meira vandamál í þjóðfélaginu í Grænlandi. Skuggalega mikið um morð á Grænlandi miðað við íbúafjölda (rúmlega 55.000 manns). Síðan er allt annað ofan á þá tölur.
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 16:32
af rostungurinn77
Þá vaknar spurningin hvort Birna hafi verið sú fyrsta eða hvort þetta eigi sér lengri sögu.
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 17:33
af GuðjónR
rostungurinn77 skrifaði:Þá vaknar spurningin hvort Birna hafi verið sú fyrsta eða hvort þetta eigi sér lengri sögu.
Nákvæmlega, fyrsta sinn sem kemst upp um þá en ekki þarf með sagt að þetta séu fyrstu brot.
Og var dallurinn ekki líka fullur af dópi á sínum tíma?
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 19:07
af Nördaklessa
Einu sinni er tilviljun, tvisvar er mynstur
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 19:51
af jonsig
Skipstjórnin og vélstjórnin er líklega allt danir. Það er eins og innfæddir fái að slæpast með einhvern veginn. Fannst voða skrítið að vinna í þessum "Grænlensku" döllum í den.
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 21:01
af jonfr1900
Í Grænlenskum fréttum. Þá neita þeir ásökunum um kynferðisbrot og tala um innbrot og eitthvað slíkt.
Der er tale om anmeldelse om indbrud ombord på Polar Nanoq (sermitsiaq.ag)
Re: Polar Nanoq
Sent: Mán 10. Jún 2024 21:07
af appel
Þetta er náttúrulega ótrúleg breyting á þessari sögu. Hvernig geta fjölmiðlar sagt svona rangt frá? Þeir fengu nú heimildina sína frá lögreglunni, honum Grími:
Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot.
Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
https://www.visir.is/g/20242582860d/thr ... r-ur-landiHvort þetta hafi verið innbrotsþjófur sem náðist og í kjölfarið komið með þessa ásökun úr lausu lofti til að forðast ábyrgð... það er spurning.
Re: Polar Nanoq
Sent: Þri 11. Jún 2024 08:42
af Dropi
Eitt sem stóð uppúr hjá mér við að þjónusta þessi skip, þá sérstaklega Polar Nanoq nokkrum sinnum, var áfengisnotkun áhafnarinnar allan sólarhringinn. Það er allt öðruvísi menning á íslensku togurunum þar sem áfengi er oftast alveg harðbannað um borð.
Aftur á móti hef ég aldrei haft slæma reynslu af því að vinna í þessum skipum, mér fannst þetta bara eftirtektarvert.
Re: Polar Nanoq
Sent: Þri 11. Jún 2024 09:15
af T-bone
Málið er að það er svo arðbært að flagga skipum í grænlenska lögsögu vegna skatta, kostnaðar, kvóta, lögsögu og annað.
Einn af ókostunum hins vegar við það er að til þess að skip fái að sigla undir grænlensku flaggi verður visst hlutfall áhafnarmeðlima að vera grænlendingar.
Í öllum tilfellum eru skipstjórnar- og vélstjórnarmenn Danir eða Íslendingar, sem og vaktformenn, bátsmenn og aðrir þeir sem einhverjum skildum gegna.
Grænlendingarnir fá í langflestum tilfellum eingöngu að vera óbreyttir hásetar.
Það gefur okkur það að oft eru þetta hálfgerðir vandræðamenn, og þá sérstaklega á minni skipunum.
Þegar þeir eru í höfn hérna allavega er mikið um hassreykingar (já, hass! Þeir vilja ekki sjá gras!) og neyslu áfengis.
Veit ekki hvernig þessu er háttað á meðan þeir eru til sjós en hef fulla trú á því að á meðan þeir eru úti sé þetta ekki liðið.
Finnst magnað hvað það virðist oft svona rugl tengjast samt Polar Nanoq því að þetta er mikið skip og yfirleitt eru mestu vandræðapésarnir á minni skipunum.
En ég get verið sammála því sem aðrir tala um að það hefur aldrei verið slæmt að vinna um borð í þessum skipum, þó að helvítis hasslyktin sé ekki góð, en hana er samt aðallega að finna þegar tekur að kvölda.
Þeir eru flestir "tillitssamir" með að vera ekki að standa í þessu á daginn á meðan það er fullt af verktökum um borð.
Ég sé það samt á þessum stað í skrifunum að ég er ekki að bæta neinu vitrænu í umræðuna svosem, en þetta er allavega ástæðan fyrir því að það er oft vesen á þessum Grænlensku döllum.
Grænlendingar eru hreinlega rosalega langt á eftir umheiminum hvað varðar áfengisneyslu og annað slíkt.
Re: Polar Nanoq
Sent: Mið 12. Jún 2024 16:52
af BO55
Ég hef unnið um borð í þessu skipi eins og flestum fiskiskipum sem koma hingað. Yfirmennirnir eru flestir Færeyskir og eru alveg frábærir og mjög hressir og skemmtilegir. Restin af áhöfninni er grænlensk.
Ponar Nanoq er grænlenskur togari gerður út af Polar Seafood í Grænlandi. Það er ekki verið að "flagga" neitt. Það eru nánast aldrei grænlenskir yfirmenn á grænlenskum skipum. - líklegast ástæða fyrir því?
Re: Polar Nanoq
Sent: Mið 12. Jún 2024 17:53
af falcon1
Við skulum sjá hvað kemur út úr rannsókninni.
Re: Polar Nanoq
Sent: Fim 13. Jún 2024 22:50
af Stuffz
hmm.. þetta er eitthvað einstaklega óeðlilega heppilegt þegar eldingu lýstur tvisvar á sama stað, það er ágætt að láta ekki hlaupa með sig í gönur með hálfkveðnar vísur.