Síða 1 af 1

Kaupa gleraugu

Sent: Mið 22. Maí 2024 15:19
af Fridvin
Núna hef ég verið að leita mér af gleraugum og var ráðlagt að panta að utan því það væri mikið ódýrara.
Hvaða síðu mæli þið með?
Síðan hef ég verið að skoða Photochromic gler, hefur einhver hérna reynslu af svoleiðis lensum og er það þess virði ?

Re: Kaupa gleraugu

Sent: Mið 22. Maí 2024 15:47
af fhrafnsson
Í sviðuðum dúr ef einhver veit um góð sólgleraugu, hvort sem er hér á landi eða að utan, er ég að leita að svoleiðis. Þau kosta flest hvítuna úr auganu eftir því sem ég best sé með stuttri Google leit.

Re: Kaupa gleraugu

Sent: Mið 22. Maí 2024 16:19
af playman
Ég verslaði mín fyrir einhverjum árum á https://www.zennioptical.com/ heimkomin fyrir um 12þ, en eins gleraugu nema ekki með bluelight filter áttu að kosta rétt yfir 40þ hérna heima.

2.000 póstar takk fyrir :happy ætli það þíði ekki að ég verði að hætta að pósta meira :sleezyjoe

Re: Kaupa gleraugu

Sent: Fim 23. Maí 2024 11:04
af Fridvin
Er einmitt kominn með í körfuna gleraugu fyrir 231$ síðan verður vaskurinn ofan á það.
Bara þetta Photocromic gler er um 150$ af því.