Síða 1 af 1
Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mán 06. Maí 2024 22:02
af Fennimar002
Sælir vaktarar,
er að bjóða kærustunni út að borða í tilefni afmælis hennar. Ég fer svo sjaldan úit að borða í RVK að ég veit bara ekkert um staðina. Hverju mæliði með ef kröfurnar eru; Semi fancy, ekki rosa dýrt ($$ eða $$$ á dineout) og góður matur sem maður gæti orðið saddur á.
Fyrirfram þakkir
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mán 06. Maí 2024 22:27
af rapport
Ef Veitingastaðurinn á Berjaya hér í RvK er jafn góður og Aurora á Akureyri þá mundi ég tékka á þeim
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mán 06. Maí 2024 22:46
af Semboy
https://www.himalayanspice.is/ mjög góður matur þarna og flott umhverfi.
minnir mig á 5 stjörnu veitingastaði.
Edit: endilega ef þið vitið um
eithvað svona svipað fleira svona staði hér á landi endilega deila.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mán 06. Maí 2024 23:12
af appel
Ættir að nefna budget.
Hef lengi langað að fara á Himalya, ekki komist í það enn.
En minn uppáhaldsstaður er eiginlega Kopar, sem er við hliðina á Himalaya.
https://koparrestaurant.is/Kósí umhverfi við höfnina og skemmtilegur staður. Ef þú vilt eyða smá tíma þarna þá mæli ég með 6 rétta "ævintýraferð", allskonar gómsætir réttir.
Held að íslenskir veitingastaðir séu ekkert of dýrir þannig séð, aðallega áfengið sem gerir þetta of dýrt, en maturinn er ekki mjög dýr, að borga 24 þús kall fyrir eðalkvöld fyrir tvo er ekki mikið. Gallabuxur eru að kosta þetta í dag.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mán 06. Maí 2024 23:26
af Ghost
Fór á Sushi Social um daginn í Omakase Menu og það var allt mjög gott. Mæli með þeim stað.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 00:07
af Verisan
Mæli með OTO á hverfisgötu. Við hjónin fórum þangað um daginn, algjör veisla fyrir bragðlaukana. þetta eru mest smáréttir, þannig að það er hægt að smakka og deila ýmsum réttum. Fær 10 af 10 fyrir matinn hjá okkur.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 08:28
af Jón Ragnar
Sumac er okkar go to staður
EInn besti veitingastaðurinn í bænum
Hef heyrt frábæra hluti um Skreið líka
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 09:10
af Knud
Hjá mér og konunni er það Steikhúsið Tryggvagötu, eðal steikur sem þurfa ekkert meðlæti
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 13:28
af rapport
Knud skrifaði:Hjá mér og konunni er það Steikhúsið Tryggvagötu, eðal steikur sem þurfa ekkert meðlæti
ATH - EKKI rugla saman við Grillhúsið :-)
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 14:01
af Knud
rapport skrifaði:Knud skrifaði:Hjá mér og konunni er það Steikhúsið Tryggvagötu, eðal steikur sem þurfa ekkert meðlæti
ATH - EKKI rugla saman við Grillhúsið :-)
Góður punktur, get ekki mælt með Grillhúsinu. Steikhúsið er með steik.is
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 16:02
af SE-sPOON
Mæli með Brut líka í fisknum, geggjað stöff.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 16:25
af littli-Jake
Ef þið viljið hafa ró og næði myndi ég fara á Austur-Indiafélagið. Góður matur og þægilegur staður.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 17:09
af hagur
rapport skrifaði:Knud skrifaði:Hjá mér og konunni er það Steikhúsið Tryggvagötu, eðal steikur sem þurfa ekkert meðlæti
ATH - EKKI rugla saman við Grillhúsið :-)
Langt síðan Grillhúsið í Tryggvagötu lokaði
Þegar það hét Grillhús Guðmundar í den þá var það bara frekar decent, ég og frúin fórum oft þangað.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 17:30
af rapport
hagur skrifaði:rapport skrifaði:Knud skrifaði:Hjá mér og konunni er það Steikhúsið Tryggvagötu, eðal steikur sem þurfa ekkert meðlæti
ATH - EKKI rugla saman við Grillhúsið :-)
Langt síðan Grillhúsið í Tryggvagötu lokaði
Þegar það hét Grillhús Guðmundar í den þá var það bara frekar decent, ég og frúin fórum oft þangað.
lol - mér finnst svo stutt síðan ég fékk óæta samloku þarna en frúin benti mér á að hún var ólétt þegar það var s.s 2006 eða 2001
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 17:44
af Minuz1
Fá mín meðmæli á þessu verðbili.
Matur og Drykkur
Brut
Sjávargrillið
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Þri 07. Maí 2024 21:07
af JReykdal
littli-Jake skrifaði:Ef þið viljið hafa ró og næði myndi ég fara á Austur-Indiafélagið. Góður matur og þægilegur staður.
Alveg æðislegur matur.
Gosht Kalimirichi á diskinn minn takk!
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mið 08. Maí 2024 15:13
af arons4
Tomahawk plattinn fyrir 2 á tres locos og flaming skull súkkulaði dæmið í eftirrétt.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mið 08. Maí 2024 15:55
af zedro
Moss + Classic vínpörun! $$$$$$
eða
Moss + Prestige vínpörun $$$$$$+30k/pp
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mið 08. Maí 2024 17:27
af Frikkasoft
Fyrst við erum farnir í $$$$$+ þá er að mínu mati ÓX (
https://ox.restaurant/) besti veitingastaðurinn á Íslandi, en hann kostar skildinginn eða 59þ á mann (með víni innifalið). Búinn að fara tvisvar og get sagt að hann er betri en allir þeir 3ja michelin stjörnu staðir sem ég hef farið á erlendis. Þetta eru ef mig minnir rétt um 20-25 réttir og rosalega vönduð og góð vín. Maður fær fullt fyrir þennan pening að mínu mati. Hann er vanalega upppantaður margar margar vikur fram í tímann þannig að það þarf að panta með góðum fyrirvara til að fá borð á kvöldin um helgar.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Mið 08. Maí 2024 23:43
af appel
arons4 skrifaði:Tomahawk plattinn fyrir 2 á tres locos og flaming skull súkkulaði dæmið í eftirrétt.
Fennimar er að bjóða dömu út að borða, ekki ljóni. Tomahawk-steikarplatti er ekki alveg það sem konur vilja. Konur vilja yfirleitt bara eitthvað létt og nett.
En auðvitað eru til konur jú sem eru einsog ljón. Ef ég væri að taka dömu út þá væri það á stað með sjávarfang.
En maður veit ekkert hvað fólk hefur smekk á, þannig að ég mælti með svona marg-rétta, margir litlir diskar þar sem þú getur smakkað á ýmsum réttum.
Fiskimarkaðurinn hef ég líka farið á og hann er mjög fínn líka. En meira kósí við höfnina.
Umhverfið og staðsetning skiptir máli líka.
Svo er verðið ekki mikið hærra að fara á fínni veitingastað vs. að fara á stað einsog Grillhúsið. Munar kannski 2x meira, en margfalt ánægjulegra.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Fös 10. Maí 2024 08:29
af Fennimar002
Þakka öl meðmælin!
Kærastan sagðist vilja kjötrétt og mat sem hún gæti orðið södd á, þá varð Hereford á laugarveginum fyrir valinu. Tókum þriggja rétta tilboð með humar í forrétt, nautalund í aðal og svo eftirréttur. Njóttum okkur afar vel og myndi ég vel mæla mað nautalundinni þar.
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Fös 10. Maí 2024 08:47
af Jón Ragnar
Gott að þetta heppnaðist, Fynduð að taka ekkert að meðmælum reyndar
Hélt að Hereford væri löngu hætt. Var alltaf frábær staður, gott að vita að það er ennþá svo
Re: Hvaða veitingastaði mæliði með?
Sent: Fös 10. Maí 2024 08:57
af Fennimar002
Jón Ragnar skrifaði:Gott að þetta heppnaðist, Fynduð að taka ekkert að meðmælum reyndar
Hélt að Hereford væri löngu hætt. Var alltaf frábær staður, gott að vita að það er ennþá svo
Jaa, vildi fara á Oto og/eða á Sumac en það var fullbókað á þeim tíma sem ég hafði í huga. Mun pottþétt fara á eitthvað af þessum veitingahúsum sem fram komu í þráðinum í framtíðinni