Síða 1 af 1
Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fim 25. Apr 2024 19:21
af rapport
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... ursastand/Það hefur sárvantað betri aðstöðu fyrir strætó í miðbænum.
Þessi stsðss. er snilld en ég mundi vilja sjá þetta neðanjarðar og samtengt bílakjalkara í Hörpunni. Það mætti fækka stæðum ig hafa sjoppur, almennileg klósett, strætó ofl. neðanjarðar.
Þá yrði umgengnin betri, líklega líkt og í Kringlunni og allir yrðu vonandi sáttari.
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fim 25. Apr 2024 20:09
af rostungurinn77
Þessi tegund stoppistöðvar sem þú ert að lýsa er til staðar í dag uppi í Mjódd.
Síðast þegar ég gáði var Kringlan einkarekin og sem slík þá sjá rekstraraðilar sér líklegast hag í að umhverfið sé snyrtilegt og aðlaðandi. Stoppistöðvarnar ekki eiginlegur hluti af kringlunni.
Það má rífast um það hversu frábær umgengnin í Mjódd er. Ég lifi það alveg af að fara þarna um en mér finnst Mjódd engu að síður sóðalegur staður.
Mig grunar að staðsetningin á stöðinni eða skortur á sjoppum sé ekki það sem veldur því að umhverfi stoppistöðvanna sé sóðalegt. Því miður.
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fim 25. Apr 2024 21:06
af rapport
rostungurinn77 skrifaði:Mig grunar að staðsetningin á stöðinni eða skortur á sjoppum sé ekki það sem veldur því að umhverfi stoppistöðvanna sé sóðalegt. Því miður.
Ég var að hugsa svona eins og maður sér erlendis í kringum neðanjarðarlestarnar t.d. Potsdamerpladz, verslanakjarninn við Walter-Schreiber Platz og hvort að það sé ekki svipað í París (man ekki hvar ég var þar sem þetta var útfært svo snyrtilega)...
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fös 26. Apr 2024 00:46
af Stuffz
Flottari staðsetning
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fös 26. Apr 2024 07:49
af ekkert
Hvorki snilld né skandall. Ég hélt að BSÍ átti að taka við af Hlemmi sem strætómiðstöð?
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fös 26. Apr 2024 08:12
af rapport
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fös 26. Apr 2024 11:02
af JReykdal
Tímabundin en samt án þess að það sé vitað hvenær þetta fer. Líklega á næstu 15 árum eða svo.
Re: Er þetta snilld eða skandall?
Sent: Fös 26. Apr 2024 15:47
af rapport
JReykdal skrifaði:Tímabundin en samt án þess að það sé vitað hvenær þetta fer. Líklega á næstu 15 árum eða svo.
Nkl.
Rannsóknastofur LSH eru búnar að vera í "tímabundnu" húsnæði síðan fyrir 197x... búið að gera það upp nokkrum sinnum...