littli-Jake skrifaði:Ég var að fá yfirlit frá lífeyrissjóðnum mínum með áætlun um hverjar greiðslurnar verða við starfslok.
Ég fór að velta fyrir þér hvernig þetta væri reiknað. Er það bara miðað við að tekjur haldist óbreyttar fram að starfslokum eða er eitthvað meira í þessu?
Fer eftir hvernig þetta er sett fram. Þú getur kíkt á þetta á vef lífeyrissjósðins í gegnum lífeyrisgáttina. Þá sést bæði hvernig þetta yrði ef þú greiðir ekkert aukalega og hvað gerist ef þú heldur áfram að greiða greiðslunar þínar inn.
einarhr skrifaði:littli-Jake skrifaði:Þetta svaraði nú ekki beint spurningunni en mjög dapurleg staðreynd ef satt er.
Reiknað í ISK og spurning hvort lífeyririnn sé verðtryggður eins og td hjá Ríkisstarfsmönnum, almúginn hefur enga trygginguog líklegt að allt verði étið upp!
Raunávöxtun er sem betur fer fyrir lífeyrisþega ( því miður fyrir skuldara, sem eru oft þau sömu, enn við erum að feeda okkar eigið skrímsli ) með allt í lagi raun ávöxtun.
jonsig skrifaði:Það munar kannski 30-40þ.kr útborgað milli þess sem vinnur heima eða svart alla ævi og þess sem vinnur sem ágætlega launaður iðnaðarmaður sem er heiðarlegur og gefur allt upp.
Því miður í ákveðnum tilfellum. Enn alls ekki í öllum. TR greiðir alveg eithvað upp hjá fólki. Enn það munar því miður ekki nægilega miklu.
Eins og er þá er bara ein leið til að ná þessu skattfrjálsu út og það er með því að feeda vitleysuna hérna heima og borga niður skuldir. Jafnbjánalegt og mér finnst að nota aukalífeyrissparnaðinn í þetta, þá er þetta eina leiðin til að ná þessu skattfrjálsu út.