Síða 1 af 1
Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 11:15
af ColdIce
Daginn.
Þetta er frekar vandræðalegt en vinnan keypti T14 faryölvur og dokkur. Dokkan er tengd í power og svo usb-c í tölvurnar. Tölvan hleður en ekkert virkar með dokkunni. Ekki ljós á lyklaborði né öðru. Sótti Lenovo dock manager en hún finnst ekki. Ef tölvan er plögguð í boot þá kemur upp ac power wattage lowet than blabla melding.
Einhverjar hugmyndir?
Re: Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 12:07
af Snorrmund
Á minni lenovo þá skiptir máli hvaða usb c tengi er notað til að tengjast dokku. Ertu búinn að prufa önnur usb c port ?
Re: Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 12:13
af NonniPj
Eins og fyrri ræðumaður nefnir, spurning hvort þú sért búin/n að tengja við rétt USB-C tengi, hjá mér er t.d. mynd af tölvu hjá "Data USB-C" tenginu mínu, en engin mynd hjá öðru.
Re: Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 13:49
af asgeireg
Skiptir líka máli að usb-c snúran í dokkuna sé í réttu tengi, aftan á henni, það er mynd af tölvu á því.
Re: Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 13:51
af TheAdder
Er þessi dokka líka pottþétt að gefa út nægilegt afl fyrir þessar vélar? Ég hef séð svona viðvaranir þegar spennugjafinn er ekki að afhenda aflið sem vélin vill fá.
Re: Lenovo T14 og dokka
Sent: Fim 08. Feb 2024 14:03
af Sizzet
Hæhæ
Hvernig dokku fékkstu með tölvunni?
Yfirleitt eru dokkurnar með 90W eða 135W straumbreyti sem er nægilegur straumur til að hlaða tölvuna.
T14 vélin er með tvö usb-C port. Bæði portin ættu að virka.
Endilega sækja Lenovo Commercial Vantage í microsoft store og leita eftir uppfærslum meðan þú ert með tölvuna tengda í dokkuna.
MBK