Breyting á starfsvettvangi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Breyting á starfsvettvangi

Pósturaf KaldiBoi » Fim 18. Jan 2024 12:22

Sælir vaktarar!

Ég hef verið að huga að því að breyta um starfsvettvang í smá tíma.
Er búinn að vera aðallega í sölutengdum störfum, sölumaður, sölustjóri osfv og er eiginlega kominn með full nóg.
Ég kláraði fyrir ekki svo löngu(5 ár) tölvubraut í FB og ætlaði alltaf í háskóla enn fékk ágætis tækifæri í sölu og æxlaðist þaðan og hef gengið mjög vel en hvort ég nenni að þessu næstu áratugi, stórefa það.

Í dag þá langar mér svolítið aftur, finnst mjög gaman af SQL ásamt front-end dev og er búinn að vera fikta á codecademy sl. misseri.
Mín spurning;
Skrá mig í tölvufræði og vinna mig þaðan?
Gæti ég mögulega fengið starf út frá codecademy career áskriftinni þeirra? https://www.codecademy.com/career-center
Einhver möguleiki sem ég er að fara á mis við?

Með von um góð svör.