Síða 1 af 2

Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Mið 17. Jan 2024 18:25
af jonsig
Hæ.
Hélt að sérfræðingur væru t.d. læknar með margra ára sérnám eins og heilaskurðlækningar.

Núna er orðið eitthvað æði að kalla sig sérfræðing ef maður hefur grunn háskólanám.

Er þetta eitthvað sambandi við jafnlaunavottunnar ruglið til að lenda ekki á launaþaki ?

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Mið 17. Jan 2024 19:05
af Le Drum
Það er nú einu sinni að tungumálið og tákn breytast í áranna rás, það sem var "big no no" fyrir 10 árum síðan er orðið algengt í talmáli íslendinga. Tákn sem voru talin "cool og hip" á sínum tíma eru það ekki lengur í dag.

Sama er með alls kyns heiti yfir eitthvað fyrirbæri. Það getur hver sem er kallað sig sérfræðing, en verður það ekki í raun og veru fyrr en aðrir samþykkja það.

En svo er annað mál að það er hægt að sérhæfa sig í einhverju þó svo að viðkomandi er með enga menntun eða langskólagenginn. Má vera að það sé verið að slá þessum tveimur orðum í eina og sömu skilgreininguna?

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Mið 17. Jan 2024 19:25
af rostungurinn77
Sérfræðingur -> Verkefnastjóri -> Sviðsstjóri -> Forstöðumaður.

Eru þetta ekki launaflokkarnir hjá ríkinu ?

Veit ekki að hvaða leiti almenni markaðurinn hefur tekið þetta upp nema þá bara fyrir fólk sem sannarlega eru sérfræðingar á sínu sviði.

Þetta segi ég, verandi "sérfræðingur" hjá opinberu fyrirtæki :megasmile

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Mið 17. Jan 2024 19:26
af russi
Þetta er fyrst og fremst í hinu opinbera og hjá þeim fyrirtækjum þar sem stofnanakúltur er ríkjandi.
Það vera t.d Stjórnmálafræðingur í vinnu hjá hinu opinbera setur viðkomandi í ákveðin launaflokk, sérfræðingur fer í annan launaflokk sem gefur betri tekjur.

Lenti sjálfur í þessu óbeint þegar ég var gutti og var í sumarvinnu hjá fyrirtæki sem var í eigu hins opinbera, ég var ekki að sækjast eftir hærri launum eða slíkt en vildi borga í ákveðið stéttarfélagið sem var í takt við það sem ég var að læra. Til að geta það þurfti ég annan starfstitil, tölvan sagði annars bara nei. Var semsagt verkamaður en endaði sem fulltrúi. Bónusin þar var að ég hækkaði óumbeðið um 20% í launum

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 14:35
af JReykdal
Ég er til dæmis með svo fjölbreytt starfssvið að það er ekki séns að troða því í eitthvað fixed starfsheiti þannig að "sérfræðingur" er líklega skást, þótt "fjölfræðingur" væri betra :)

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 15:00
af rapport
Sammála þessu, hvernig er hægt að vera ráðinn sérfræðingur í einhverju sem maður hefur aldrei unnið við áður?

Eða vera titlaður verkefnastjóri þegar maður ber enga ábyrgð á verkefnavinnunni og afurðum hennar?

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 15:00
af Mossi__
JReykdal skrifaði:Ég er til dæmis með svo fjölbreytt starfssvið að það er ekki séns að troða því í eitthvað fixed starfsheiti þannig að "sérfræðingur" er líklega skást, þótt "fjölfræðingur" væri betra :)


Þannig stöður kallast bara "wizard". :D

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 18:13
af jonsig
Hélt að 4.stigs menntun væri kannski það sem menn kalla sérfræðinga.

Annars orðið svo mikið af ómerkilegum/gagnslausum framhalds og háskólafögum sem eru síðan stillt af með háfleygum starfstitlum.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 18:22
af Le Drum
Vélstjóri verður að vélfræðingi þegar hann klárar allan skólann. Mætti taka það sér til fyrirmyndar :)

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 18:51
af jonsig
Líka þeir sem klára nýja meistaraskólann verða 4.stigs rafvirkjar osvfr.

Held að vélstjórn sé fínasta nám, ofmeta sig oft dálítið samt.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 19:12
af Stuffz
sér er hver sérfræðingurinn

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 19:14
af axyne
þetta eru athyglisverðar pælingar.
Ég býst við að sérfræðingur sé fróður í ákveðinni fræðigrein eða ákveðnum hlut.

En hvernig er það þegar Jón er búinn að læra hvernig á að gera hlut X sem einginn á Íslandi kann, þá er hann sérfræðingur.
En síðan seinna meir, læra fleiri að gera það sama og Jón og hlutfallið verður yfir 50%, hættir hann þá að vera sérfræðingur ?

Mér finnst eins og titilinn sérfræðingur verði að vera tengdur við eitthvað hlutfall :-k

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 19:21
af jonsig
Ég hugsa að kjaftafögin og ríkisjobbin hafi lang hæsta hlutfall "sérfræðinga" Enda glymur oft hæst í tómri tunnu.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 23:03
af rapport
jonsig skrifaði:Líka þeir sem klára nýja meistaraskólann verða 4.stigs rafvirkjar osvfr.

Held að vélstjórn sé fínasta nám, ofmeta sig oft dálítið samt.


Vélstjórar læra á allt, brunahreyfil, rafmagn, loft, kælitækni, pípulögn, rennismíði, logsuðu, blikk...

Allt nema burðarþol, trésmíði og að spartls og máka..en læra það kannski líka.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 23:05
af rapport
jonsig skrifaði:Ég hugsa að kjaftafögin og ríkisjobbin hafi lang hæsta hlutfall "sérfræðinga" Enda glymur oft hæst í tómri tunnu.


Já, einkageirinn hér á Íslandi setur samfélagið aldrei í þrot... alltaf allt hinu opinbera að kenna.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fim 18. Jan 2024 23:16
af jonsig
rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Líka þeir sem klára nýja meistaraskólann verða 4.stigs rafvirkjar osvfr.

Held að vélstjórn sé fínasta nám, ofmeta sig oft dálítið samt.


Vélstjórar læra á allt, brunahreyfil, rafmagn, loft, kælitækni, pípulögn, rennismíði, logsuðu, blikk...

Allt nema burðarþol, trésmíði og að spartls og máka..en læra það kannski líka.


Það er bara þannig að þú verður aldrei góður í öllu.



rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég hugsa að kjaftafögin og ríkisjobbin hafi lang hæsta hlutfall "sérfræðinga" Enda glymur oft hæst í tómri tunnu.


Já, einkageirinn hér á Íslandi setur samfélagið aldrei í þrot... alltaf allt hinu opinbera að kenna.


Eitthvað kostar að reka þetta gagnslausa bákn sem er að sliga allt.
Það eiga bara allir helst vera eignarlausir og lifa í félagsmálaíbúð.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 07:21
af rapport
jonsig skrifaði:
Eitthvað kostar að reka þetta gagnslausa bákn sem er að sliga allt.
Það eiga bara allir helst vera eignarlausir og lifa í félagsmálaíbúð.


Félagslegt húsnæði er mestmegnis fyrir vinnandi fólk, ekki róna. Ef það fengi laun sem hægt væri að lifa á þá þyrfti hið opinbera ekki að vera niðurgreiða einkamarkaðinn með þessum hætti.

Það er verið að greiða fólki í fullri vinnu haug af bótum því einkageirinn á alltaf svo bágt, leigubætur, vaxtabætur, barnabætur... allt niðurgreiðsla á fokdýrum markaði.

Gagnslausa báknið? Það er þónokkuð af stofnunum sem fá ekki nægt fé til að sinna sínu vel þó þörfin sé svo sannarlega mikil.

Þó ÞON geri ekki allt rétt þá veit ég að þar hefur margt verið fært til betri vegar, þá sérstaklega í UT rekstrinum sem er um 70% af útgjóldum þeirra, um 3500-4000 milljónir á ári og er þröngur stakkur búinn.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 12:09
af littli-Jake
rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:
Eitthvað kostar að reka þetta gagnslausa bákn sem er að sliga allt.
Það eiga bara allir helst vera eignarlausir og lifa í félagsmálaíbúð.


Félagslegt húsnæði er mestmegnis fyrir vinnandi fólk, ekki róna. Ef það fengi laun sem hægt væri að lifa á þá þyrfti hið opinbera ekki að vera niðurgreiða einkamarkaðinn með þessum hætti.

Það er verið að greiða fólki í fullri vinnu haug af bótum því einkageirinn á alltaf svo bágt, leigubætur, vaxtabætur, barnabætur... allt niðurgreiðsla á fokdýrum markaði.

Gagnslausa báknið? Það er þónokkuð af stofnunum sem fá ekki nægt fé til að sinna sínu vel þó þörfin sé svo sannarlega mikil.

Þó ÞON geri ekki allt rétt þá veit ég að þar hefur margt verið fært til betri vegar, þá sérstaklega í UT rekstrinum sem er um 70% af útgjóldum þeirra, um 3500-4000 milljónir á ári og er þröngur stakkur búinn.



Þetta er svo hárrétt hjá þér. Jafnvægi launa móti lifnaðar kostnaði er í tómi rugli. Og allar þessar bætur eru bara plástrar. Þetta kerfi er allt of flókið.
Í staðinn fyrir barnabætur væri mun eðlilegra að börn fengju strax skattkort sem foreldrar gætu svo notað.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 12:38
af rapport
littli-Jake skrifaði:
rapport skrifaði:Þetta er svo hárrétt hjá þér. Jafnvægi launa móti lifnaðar kostnaði er í tómi rugli. Og allar þessar bætur eru bara plástrar. Þetta kerfi er allt of flókið.
Í staðinn fyrir barnabætur væri mun eðlilegra að börn fengju strax skattkort sem foreldrar gætu svo notað.


Nkl. eða bara reka fjölskylduvænna samfélag þar sem standard þjónusta við börn kostar foreldrana ekki nein útgjöld.

t.d. gjaldfrjáls leikskóli svo að öll börn geti notið þess að þroskast í samfélagi við aðra krakka.

Að VSK sé ekki lagður á hollan barnamat (mundi allt íenu hvað er mikið sull í boði) eða öryggistæki sbr. bílstóla... það eru engir foreldrar að fara tapa sér í bílstólakaupum, fólk hatar bílstóla og plássið sem þeir taka.

Að fasteignagjöld séu lægri ef börn eru á heimilinu = hvetur fólk líka til að minnka við sig þegar börnin verða eldri.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 12:47
af Daz
jonsig er skemmtileg blanda af þessum tveimur persónum
Mynd
Mynd

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 12:52
af Snorrmund
jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Líka þeir sem klára nýja meistaraskólann verða 4.stigs rafvirkjar osvfr.

Held að vélstjórn sé fínasta nám, ofmeta sig oft dálítið samt.


Vélstjórar læra á allt, brunahreyfil, rafmagn, loft, kælitækni, pípulögn, rennismíði, logsuðu, blikk...

Allt nema burðarþol, trésmíði og að spartls og máka..en læra það kannski líka.


Það er bara þannig að þú verður aldrei góður í öllu.


Finnst einmitt gaman að vélstjórum sem blandað í þessa umræðu því að starf þeirra felst oft í því sem ég myndi segja að væri alveg þveröfugt við sérfræðing, hafa frekar takmarkaða þekkingu á alveg ótrúlega mörgum sviðum. Ég myndi einmitt segja að sérfræðingur ætti að hafa ótrúlega mikla þekkingu á takmörkuðu sviði. En það virðist svoldið vera að gildisfella þennan titil og virðist vera nóg að vera með háskólagráðu til að fá "sérfræðinga" titil hjá mörgum stofnunum.

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 14:24
af rapport
Snorrmund skrifaði:Finnst einmitt gaman að vélstjórum sem blandað í þessa umræðu því að starf þeirra felst oft í því sem ég myndi segja að væri alveg þveröfugt við sérfræðing, hafa frekar takmarkaða þekkingu á alveg ótrúlega mörgum sviðum. Ég myndi einmitt segja að sérfræðingur ætti að hafa ótrúlega mikla þekkingu á takmörkuðu sviði. En það virðist svoldið vera að gildisfella þennan titil og virðist vera nóg að vera með háskólagráðu til að fá "sérfræðinga" titil hjá mörgum stofnunum.


Já, ég bar þessi orð mín undir einn sem ég þekki á sjó og svarið var:

"Þeir læra nógu mikið til að geta fundið tímabundna lausn á langflestum vandamálum og hvernig á að sinna viðhaldi af fagmennsku svo að hlutirnir bili helst bara ekki neitt."

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 15:47
af littli-Jake
Daz skrifaði:jonsig er skemmtileg blanda af þessum tveimur persónum
Mynd
Mynd



Það er svolítill til í þessu hjá þér en einhvernvegin stemmir þetta ekki alveg 100%

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 17:14
af Moldvarpan
Mér finnst hann meira svona

Mynd

Re: Hvað er sérfræðingur ?

Sent: Fös 19. Jan 2024 18:24
af jonsig
Ef ég er Georg hérna á vaktinni ,, þá er ég lang flottastur miðað við þessa generic trúða sem hafa mig á heilanum hérna :lol:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd