Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 16:18

Það er gaman að sjá að smærri aðilar hugsi um að koma sínum vörum- og þjónustu á framfæri gagnvart ríkinu, opinber innkaup eru um 15% af landsframleiðslu.

Spennandi að sjá Mii búðina taka þátt, þeirra vöruúrval af aukahlutum er svo allt öðruvísi en hjá hinum, mikið af snjalltækjum sem ég get ímyndað mér að séu handhæg við kennslu t.d. snjalltæki/símar með hitamyndavélum, smásjár ofl. ofl.

Svo var löngu tímabært að sjá valkost þar sem sjálfbærni og endurnýting er grunnstefið. Held að Fjölsmiðjan eigi eftir að gera góða hluti með sínu vöruúrvali en líka bara uppá að geta núna unnið betur og nánar með opinberum aðilum með að taka á móti tækjum til förgunar eða endurnýtingar með öruggum hætti.

https://www.rikiskaup.is/is/innkaup_og_ ... -equipment


p.s. minni alla á að prófa að versla við Fjölsmiðjuna og skila gömlu stöffi til þeirra, það er oft ótrúlegt hvað þeir eiga til.




halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf halipuz1 » Mán 08. Jan 2024 16:41

Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 16:52

halipuz1 skrifaði:Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)


Þar sem ég hef verið í gegnum tíðina þá er öll bilanagreining unnin af tölvudeildinni áður en nokkuð tæki er endurnýjað.

En oft er tækjum sem virka skipt út t.d. skipti LSH um þúsundir tölvuskjáa á sínum tíma til að nýr módúll í Sögukerfinu gæti fúnkerað almennilega s.s. skipti út öllum skjám sem voru með verri upplausn en 1280x1024 og minni en 19", en þá var enn þúsundir 1024x768 skjáir í notkun eða 17" skjáir með 1280x1024 upplausn. Þetta var um svipað leiti og Windows 7 var innleitt hjá LSH, líklega um 2010-2011.

En það verður að hafa í huga að það er líka virkilega dýrt að hafa einhvern á fullum launum, milljon á mánuði + fjárfesting í húsgögnum og búnaði... sem svo nær ekki 100% afköstum því tölvan eða skjárinn er ekki up-to-par.

Þegar notandi er orðinn pirraður á tölvu eða skjá, þá er nær alltaf ástæða til að koma því í lag og oft er ódýrara að kaupa tvo nýja 60þ.kr. 27" 1440p skjái á örmum frekar en að fara út í ítarlega bilanaleit, senda dót í viðgerð o.s.frv. með tilheyrandi truflun á störfum viðkomandi NEMA geta skaffað góðan lánsbúnað á meðan.
Síðast breytt af rapport á Mán 08. Jan 2024 16:53, breytt samtals 1 sinni.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 87
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf Manager1 » Mán 08. Jan 2024 17:14

Hvernig getur Tölvulistinn boðið 53.800 þegar allir hinir eru í kringum 900.000?




halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf halipuz1 » Mán 08. Jan 2024 17:39

rapport skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)


Þar sem ég hef verið í gegnum tíðina þá er öll bilanagreining unnin af tölvudeildinni áður en nokkuð tæki er endurnýjað.

En oft er tækjum sem virka skipt út t.d. skipti LSH um þúsundir tölvuskjáa á sínum tíma til að nýr módúll í Sögukerfinu gæti fúnkerað almennilega s.s. skipti út öllum skjám sem voru með verri upplausn en 1280x1024 og minni en 19", en þá var enn þúsundir 1024x768 skjáir í notkun eða 17" skjáir með 1280x1024 upplausn. Þetta var um svipað leiti og Windows 7 var innleitt hjá LSH, líklega um 2010-2011.

En það verður að hafa í huga að það er líka virkilega dýrt að hafa einhvern á fullum launum, milljon á mánuði + fjárfesting í húsgögnum og búnaði... sem svo nær ekki 100% afköstum því tölvan eða skjárinn er ekki up-to-par.

Þegar notandi er orðinn pirraður á tölvu eða skjá, þá er nær alltaf ástæða til að koma því í lag og oft er ódýrara að kaupa tvo nýja 60þ.kr. 27" 1440p skjái á örmum frekar en að fara út í ítarlega bilanaleit, senda dót í viðgerð o.s.frv. með tilheyrandi truflun á störfum viðkomandi NEMA geta skaffað góðan lánsbúnað á meðan.


Lauk rétt alveg! Gott innlegg :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 17:57

Manager1 skrifaði:Hvernig getur Tölvulistinn boðið 53.800 þegar allir hinir eru í kringum 900.000?


Kannski er þeirra tilboð í öðrum gjaldmiðli, oft allskonar skrítið í svona framsetningu... eða bara innsláttarvilla.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5020
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 895
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf jonsig » Mán 08. Jan 2024 19:11

Er ekki bara upplýst verðsamráð milli þessara í 900þ klúbbnum ? Finnst þetta voða svipuð verð.

Fyrst þú ert svona inní ríkisverkefnunum.
Hvenar verður gangsett þjónustunúmerið "55-SEND-TO-GULAG" sem ég bað um til að tilkynna nágranna og svoleiðis ?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 21:13

jonsig skrifaði:Er ekki bara upplýst verðsamráð milli þessara í 900þ klúbbnum ? Finnst þetta voða svipuð verð.

Fyrst þú ert svona inní ríkisverkefnunum.
Hvenar verður gangsett þjónustunúmerið "55-SEND-TO-GULAG" sem ég bað um til að tilkynna nágranna og svoleiðis ?


Hér er háleynilegur hópur á FB sem sérhæfir sig í að svara svona spurningum...
https://fb.me/g/p_GeM9pawngbLWxdhH/diTbtSFz?ref=share



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5020
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 895
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf jonsig » Mán 08. Jan 2024 23:24

Einhver sneaky linkur ? Ætla samt að smella á hann



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Þri 09. Jan 2024 00:09

jonsig skrifaði:Einhver sneaky linkur ? Ætla samt að smella á hann


Þetta er beint samband við Löðregluna hjá Höfuðborgarsvæðinu



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Lau 18. Maí 2024 10:20

Þar sem ég hef unnið svo mikið við opinber innkaup í gegnum tíðina (og geri í raun enn) þá verð ég bara að fá að hrósa metnaði ýmissa smærri tölvufyrirtækja á markaði í dag.

Þá vil ég hvetja alla sem hafa "innkaupavald" hjá Reykjavíkurborg eða undirstofnunum sem geta keypt skv. þessum samningum að kaupa vörur frá þessum smærri fyrirtækjum, þó það væru ekki nema mýs og lyklaborð, spjaldtölvur, snúrur o.þ.h.

Þetta telur allt og þessi markaður mun verða dull og óspennandi ef hann félli alfarið í hendur þriggja stórfyrirtækja.

Við höfum séð þeim fækka búðunum hér á vaktinni en þetta eru fyrstu góðu fréttirnar í nokkurn tíma, fyrir utan framhaldslíf Tölvutækni (sem nú er komin inn í þennan rammasamning :-) )

Þetta breytir náttúrulega ekki neinu nema fólk með innkaupaheimildir breyti til og kaupi af þessum smærri aðilum en ég vona innilega að það gerist.

Borgin þurfti að bæta ráð sitt




ABss
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf ABss » Lau 18. Maí 2024 11:39

rapport skrifaði:Þar sem ég hef unnið svo mikið við opinber innkaup í gegnum tíðina (og geri í raun enn) þá verð ég bara að fá að hrósa metnaði ýmissa smærri tölvufyrirtækja á markaði í dag.

Þá vil ég hvetja alla sem hafa "innkaupavald" hjá Reykjavíkurborg eða undirstofnunum sem geta keypt skv. þessum samningum að kaupa vörur frá þessum smærri fyrirtækjum, þó það væru ekki nema mýs og lyklaborð, spjaldtölvur, snúrur o.þ.h.

Þetta telur allt og þessi markaður mun verða dull og óspennandi ef hann félli alfarið í hendur þriggja stórfyrirtækja.

Við höfum séð þeim fækka búðunum hér á vaktinni en þetta eru fyrstu góðu fréttirnar í nokkurn tíma, fyrir utan framhaldslíf Tölvutækni (sem nú er komin inn í þennan rammasamning :-) )

Þetta breytir náttúrulega ekki neinu nema fólk með innkaupaheimildir breyti til og kaupi af þessum smærri aðilum en ég vona innilega að það gerist.

Borgin þurfti að bæta ráð sitt


Ég hef eitthvað um innkaup að segja á mínum vinnustað, sem fellur undir rammasamning.

Er hægt að fá tl;dr um do's and don'ts? Ég er alveg til í að versla við litla manninn en ég er ekki til í að vera kallaður á teppið eftir umkvartanir og kærur frá gráðugum stórfyrirtækjum.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Lau 18. Maí 2024 12:13

ABss skrifaði:
Ég hef eitthvað um innkaup að segja á mínum vinnustað, sem fellur undir rammasamning.

Er hægt að fá tl;dr um do's and don'ts? Ég er alveg til í að versla við litla manninn en ég er ekki til í að vera kallaður á teppið eftir umkvartanir og kærur frá gráðugum stórfyrirtækjum.


Þetta er rammasamningur RVK og stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki borgarinnar. Ríkiskaup eru svo með annan fyrir ríkisstofnanir og flest önnur sveitarfélög en RVK.

Aðal atriðið í öllum innkaupum er að vera búinn að kortleggja þarfirnar vel svo að seljandi geti gefið tilboð sem hittir í mark.

Ef þetta eru stórinnkaup eða innkaupaskuldbinding sem á að standa yfir í lengri tíma t.d. ákveðin týpa af tölvum, skjám, dökkum þá þarf að fara í örútboð og "ör" stendur fyrir "hratt" ekki "lítið". Örútboð á að geta klárast á 10-15 dögum eftir að það er auglýst og geta verið viðskipti upp á hundruði milljóna... innan rammasamnings.

Smærri innkaup má almennt gera við hvern sem er innan rammasamnings NEMA það sé skilgreindur forgangsbirgir, þá eiga allir að versla plain búnað af honum.

Ef plain búnaður stenst ekki kröfur þá má versla við hvern sem er innan rammasamninga.

Það er þó alltaf öruggast að kortleggja þarfirnar sínar og biðja alla um óskuldbindandi tilboð og upplýsingar um hversu hratt þeir geta afgreitt.

Það er fátt meira pirrandi en að þurfa að bíða eftir smáhlutum og því finnst mér t.d. geggjað að sjá sérverslanir koma inn í samninginn.

En yfirleitt er það svo að "alvarlegustu" brotin við innkaup er að versla við aðila sem er ekki í rammasamning. Að versla við aðila innan samnings er alltaf nokkuð pottþétt og sýnir að fólk í innkaupum var að reyna að gera rétt.
Síðast breytt af rapport á Lau 18. Maí 2024 18:00, breytt samtals 2 sinnum.




ABss
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf ABss » Lau 18. Maí 2024 14:39

rapport skrifaði:Gott svar


Takk fyrir gott svar. Ég melti þetta. Minn vinnustaður er framhaldsskóli "úti á landi".



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Lau 18. Maí 2024 17:58

ABss skrifaði:
rapport skrifaði:Gott svar


Takk fyrir gott svar. Ég melti þetta. Minn vinnustaður er framhaldsskóli "úti á landi".


Mii.is eru ný hjá Ríkiskaupum og með fullt af sniðugu stöffi fyrir kennslu, smásjár, hitamyndavélar, spjaltölvur sem hægt er að tengja við scope ofl. ofl.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf natti » Mið 22. Maí 2024 22:19

rapport skrifaði:
ABss skrifaði:
Ég hef eitthvað um innkaup að segja á mínum vinnustað, sem fellur undir rammasamning.

Er hægt að fá tl;dr um do's and don'ts? Ég er alveg til í að versla við litla manninn en ég er ekki til í að vera kallaður á teppið eftir umkvartanir og kærur frá gráðugum stórfyrirtækjum.


Aðal atriðið í öllum innkaupum er að vera búinn að kortleggja þarfirnar vel svo að seljandi geti gefið tilboð sem hittir í mark.


Byrja á því að horfa á myndina Wishmaster frá 1997, og hugsa svo um hvernig hægt sé að túlka, mistúlka, oftúlka og vantúlka útboðskröfurnar sem þú gerir.
Það er allt of algengt að útboð séu ekki nógu vel skrifuð.
T.d. ef útboðið fer fram á "handtölvu" þá gæti bjóðandi t.d. boðið 20 ára gömul palm pilot PDA tæki og unnið útboðið og þú endar með vörur sem þú getur ekki notað.
Eða þá að útboðslýsingin setji fram einhverja rosalega framtíðarsýn um nýjan tölvuskáp, en á síðustu blaðsíðunni kemur í ljós að það eina sem bjóðandi þarf að bjóða í eru 20 phillips stjörnuskrúfur, 5cm langar.
Sá sem stendur fyrir útboðinu taldi sig vera að fá tölvuskáp á góðu verði, en endar með samning um að kaupa lítinn skrúfupoka frá þeim sem bauð lægsta verðið í skrúfurnar, en restin af skápnum er "fyrir utan samning" og kaupandi endar jafnvel með miklu dýrari skáp yfir samningstímann en lagt var með í upphafi.

(Ég er klárlega að reyna einhverja myndlíkingu til að láta ekki hanka mig á því að ég má ekki tala um vinnuna á spjallborðum :P)

En staðreyndin er sú að þetta gerist.
Nema að þú sért með örútboð á einhverri ákveðinni vel skilgreindri vöru, þá þarf að leggja metnað og vinnu í að gera útboðið vel.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7193
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1058
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mið 22. Maí 2024 22:59

natti skrifaði:
rapport skrifaði:
ABss skrifaði:
Ég hef eitthvað um innkaup að segja á mínum vinnustað, sem fellur undir rammasamning.

Er hægt að fá tl;dr um do's and don'ts? Ég er alveg til í að versla við litla manninn en ég er ekki til í að vera kallaður á teppið eftir umkvartanir og kærur frá gráðugum stórfyrirtækjum.


Aðal atriðið í öllum innkaupum er að vera búinn að kortleggja þarfirnar vel svo að seljandi geti gefið tilboð sem hittir í mark.


Byrja á því að horfa á myndina Wishmaster frá 1997, og hugsa svo um hvernig hægt sé að túlka, mistúlka, oftúlka og vantúlka útboðskröfurnar sem þú gerir.
Það er allt of algengt að útboð séu ekki nógu vel skrifuð.
T.d. ef útboðið fer fram á "handtölvu" þá gæti bjóðandi t.d. boðið 20 ára gömul palm pilot PDA tæki og unnið útboðið og þú endar með vörur sem þú getur ekki notað.
Eða þá að útboðslýsingin setji fram einhverja rosalega framtíðarsýn um nýjan tölvuskáp, en á síðustu blaðsíðunni kemur í ljós að það eina sem bjóðandi þarf að bjóða í eru 20 phillips stjörnuskrúfur, 5cm langar.
Sá sem stendur fyrir útboðinu taldi sig vera að fá tölvuskáp á góðu verði, en endar með samning um að kaupa lítinn skrúfupoka frá þeim sem bauð lægsta verðið í skrúfurnar, en restin af skápnum er "fyrir utan samning" og kaupandi endar jafnvel með miklu dýrari skáp yfir samningstímann en lagt var með í upphafi.

(Ég er klárlega að reyna einhverja myndlíkingu til að láta ekki hanka mig á því að ég má ekki tala um vinnuna á spjallborðum :P)

En staðreyndin er sú að þetta gerist.
Nema að þú sért með örútboð á einhverri ákveðinni vel skilgreindri vöru, þá þarf að leggja metnað og vinnu í að gera útboðið vel.


Ég veit ekki hversu mikið ég hef keypt fyrir LSH og RVK í gegnum tíðina og hef gert frábær kaup en líka gert afdrifarík mistök, alveg í anda þess sem þú segir.

Að kaupa vörur er almennt auðvelt en að kaupa þjónustu krefst natni og aga á meðan samningurinn er í gildi. Fyrir vikið eru SLA og CLM hornsteinar sem huga þarf að strax í upphafi + skapa rýmd fyrir þjónustuna að þróast á samningstímanum.

Stóra vandamálið í opinberum innkaupum er tippakeppnin þar sem keppst er við að kaupa stærst og best en ekki skilvirkast og hagfelldast.

Einfalt dæmi er i7 64Gb 1Tb lappar fyrir stjórnendur... sem keyra engin multi core forrit nema Excel.
Á sama tíma fær forritara sem keyrir sýndarvélar/uppsetningar á eigin vél i5 32Gb 512Gb.

Eða stjórnendur sem grenja út M3 Applevélar því þeir vita að þær eru öflugar og ekki managed og þá geta þeir gert það sem þeir vilja á vélinni og nota hana bara sem einkavél.

En þessi heimur er harður og ég fagna fleiri valkostum