Einsog leitað sé allra leiða til að losna við að borga fólki, allskonar "gotchas" í lögum og reglum sem þessar stofnanir nota til að klekkja á þér.
Var á sjúkrahúsi eftir alvarlegt bílslys þegar fundurinn hjá Vinnumálastofnun átti að fara fram – Kallar framkomu stofnunarinnar í kjölfarið hreina mannvonsku
https://www.dv.is/frettir/2023/12/20/va ... annvonsku/
Það sem mér finnst áhugavert er líka þetta:
Vinnumálastofnun rakti að það sé skilyrði laga um atvinnuleysisbætur að þiggjendur slíkra bóta séu í virkri atvinnuleit og séu tilbúnir að taka hvert það starf sem greitt sé fyrir, starfi hvar sem er á Íslandi án fyrirvara og hafa til þess vilja og getu.
Þannig að einstaklingar sem eru með fjölskyldu, börn í skólum, húsnæði, og öll samfélagsleg tengsl á einum stað, þá er þeim skylt að taka við starfi hinum megin á landinu? Bara flytja þangað ella missa allar bætur? Hvernig er hægt að vera með svona rugl ákvæði um nauðungaflutninga á fólki.
Svo er það í nútímanum að hægt er að stunda atvinnuleit þó viðkomandi fari í eina viku til útlanda. Bæði eru til fjarfundir og oftast senda menn jú CV sitt í rafrænu formi. Veit ekki hvaða sýn Vinnumálastofnun hefur á "atvinnuleit", er það niðurlútinn maður í jakkafötum sem gengur um á milli fyrirtækja biðjandi um starf með CV sitt á pappírsformi?
Maður veltir fyrir sér hvort þetta ákvæði um að vera "staddur á Íslandi" samræmist EES reglur.
T.d. pólverji sem missir vinnuna, hefur ekki efni á húsnæði, flytur aftur til Póllands, en vill vinna hérna áfram en fær ekki bætur á meðan hann er í atvinnuleit hérna á landi.
Svo er það líka til að menn geta farið í atvinnuviðtöl erlendis!! Kannski erlent fyrirtæki með höfuðstöðvar í Noregi en með starfsstöð hér en viðkomandi þarf að ferðast til Noregs til að hitta menn þar! Allskonar til.
Þessar reglur hljóta að hafa verið skrifaðar c.a. 1960.