Best fyrir dagssetningar á matvælum
Sent: Fös 08. Des 2023 00:13
Ok, þessar "best fyrir" dagssetningar á matvælum eru eiginlega óskiljanlegar.
Mjólkurfernur segja núna "oft góð lengur", en hve lengur? 2 vikur? Afhverju er ekki hægt að segja "ekki lengur en 1 viku eftir best fyrir dagssetningu". Hvaða rugl er þetta?
En verst þykir mér allar þessar tilbúnar kaldar sósur samsettar úr majónesi ásamt olíu og bragðefnum. Ég skil ekki hvernig stendur á því að þessar sósur endast í marga mánuði, 4-5 mánuði. Þetta bara meikar ekki sense.
Voga-ídýfur eru með best fyrir dagssetningu upp á nokkra mánuði, en "neytið innan 3-4 daga eftir opnun".
Þessi viðvörun um "neytið innan X daga" er nefnilega ekki á líklega 95% þessara tegunda matvæla. Ég hef séð svona sósur verða brúnar af ógeði eftir nokkra daga, en samt er "best fyrir" dagssetningin eftir marga marga mánuði.
Hef oft séð erlendar matvörur segja "use within X days", en oftast ekki á íslenskum matvörum.
Er ekki hægt að bjarga fólki frá matareitrun með því að segja "neytið innan X daga frá opnun"? Eða er íslenskt regluverk enn á sjötta áratugnum á síðustu öld?
Svo einsog með ferskar kjúklingabringur, ég hef aldrei getað fengið mig til að éta kjúklingabringu sem er kominn jafnvel bara degi fyrir best fyrir, fúlasta lyktin komin þá þegar af þessu. Hvernig finna þeir það út að það sé hægt að éta þetta þegar þetta lyktar svona úldið á "best fyrir" dagssetningunni? Á þetta ekki að vera "best" þá? Ekki "síðasti séns" dagssetning!
Og ekki láta mig byrja á þessum erlendu salötum sem eru eingöngu merktar með lotunúmerum. Hver kaupir slíkt? Skilur einhver hvað þessi lotunúmer eru? Ekki ég. Alltaf þegar ég kaupi þessi erlendu salöd þá finnst mér einsog þau séu orðin mygluð.
Og svo eru ýmsar matvörur sem endast mun lengur en auglýst er, pasta, hrísgrjón og fleira í þeim dúr, ekkert vandamál með þær.
Þannig að maður klórar sér smá í kollinum yfir þessu öllu saman. Á maður bara að nota nefið? Aftur á steinöld þrátt fyrir allt þetta reglugerðarfargan um mavælaframleiðslu? Bahh..