Best fyrir dagssetningar á matvælum
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Best fyrir dagssetningar á matvælum
Ok, þessar "best fyrir" dagssetningar á matvælum eru eiginlega óskiljanlegar.
Mjólkurfernur segja núna "oft góð lengur", en hve lengur? 2 vikur? Afhverju er ekki hægt að segja "ekki lengur en 1 viku eftir best fyrir dagssetningu". Hvaða rugl er þetta?
En verst þykir mér allar þessar tilbúnar kaldar sósur samsettar úr majónesi ásamt olíu og bragðefnum. Ég skil ekki hvernig stendur á því að þessar sósur endast í marga mánuði, 4-5 mánuði. Þetta bara meikar ekki sense.
Voga-ídýfur eru með best fyrir dagssetningu upp á nokkra mánuði, en "neytið innan 3-4 daga eftir opnun".
Þessi viðvörun um "neytið innan X daga" er nefnilega ekki á líklega 95% þessara tegunda matvæla. Ég hef séð svona sósur verða brúnar af ógeði eftir nokkra daga, en samt er "best fyrir" dagssetningin eftir marga marga mánuði.
Hef oft séð erlendar matvörur segja "use within X days", en oftast ekki á íslenskum matvörum.
Er ekki hægt að bjarga fólki frá matareitrun með því að segja "neytið innan X daga frá opnun"? Eða er íslenskt regluverk enn á sjötta áratugnum á síðustu öld?
Svo einsog með ferskar kjúklingabringur, ég hef aldrei getað fengið mig til að éta kjúklingabringu sem er kominn jafnvel bara degi fyrir best fyrir, fúlasta lyktin komin þá þegar af þessu. Hvernig finna þeir það út að það sé hægt að éta þetta þegar þetta lyktar svona úldið á "best fyrir" dagssetningunni? Á þetta ekki að vera "best" þá? Ekki "síðasti séns" dagssetning!
Og ekki láta mig byrja á þessum erlendu salötum sem eru eingöngu merktar með lotunúmerum. Hver kaupir slíkt? Skilur einhver hvað þessi lotunúmer eru? Ekki ég. Alltaf þegar ég kaupi þessi erlendu salöd þá finnst mér einsog þau séu orðin mygluð.
Og svo eru ýmsar matvörur sem endast mun lengur en auglýst er, pasta, hrísgrjón og fleira í þeim dúr, ekkert vandamál með þær.
Þannig að maður klórar sér smá í kollinum yfir þessu öllu saman. Á maður bara að nota nefið? Aftur á steinöld þrátt fyrir allt þetta reglugerðarfargan um mavælaframleiðslu? Bahh..
Síðast breytt af appel á Fös 08. Des 2023 10:05, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Ég nota nefið á allt nema kjúkling. Kjúklingur endist basically ekki neitt. Ég kaupi hann til að nota samdægurs, annars fer hann bara í frystinn.
Ég veit ekki hvað ég hef oft notað mjólk og rjóma sem er kominn langt framyfir dagsetningu.
Annað sem endist ekki vel, ótrúlegt en satt, er Campell's tómatsúpa sem ég borðaði fyrir nokkrum árum og var komin vel framyfir. Kemur í ljóst að tómatarnir eru súrir og ná að leysa upp hluta af málminum innan í dósinni. Það var pínu málmbragð af henni, en ég borðaði hana nú samt.
Ég veit ekki hvað ég hef oft notað mjólk og rjóma sem er kominn langt framyfir dagsetningu.
Annað sem endist ekki vel, ótrúlegt en satt, er Campell's tómatsúpa sem ég borðaði fyrir nokkrum árum og var komin vel framyfir. Kemur í ljóst að tómatarnir eru súrir og ná að leysa upp hluta af málminum innan í dósinni. Það var pínu málmbragð af henni, en ég borðaði hana nú samt.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
appel skrifaði:
Ok, þessar "best fyrir" dagssetningar á matvælum eru eiginlega óskiljanlegar.
Mjólkurfernur segja núna "oft góð lengur", en hve lengur? 2 vikur? Afhverju er ekki hægt að segja "ekki lengur en 1 viku eftir best fyrir dagssetningu". Hvaða rugl er þetta?
En verst þykir mér allar þessar tilbúnar kaldar sósur samsettar úr majónesi ásamt olíu og bragðefnum. Ég skil ekki hvernig stendur á því að þessar sósur endast í marga mánuði, 4-5 mánuði. Þetta bara meikar ekki sense.
Voga-ídýfur eru með best fyrir dagssetningu upp á nokkra mánuði, en "neytið innan 3-4 daga eftir opnun".
Þessi viðvörun um "neytið innan X daga" er nefnilega ekki á líklega 95% þessara tegunda matvæla. Ég hef séð svona sósur verða brúnar af ógeði eftir nokkra daga, en samt er "best fyrir" dagssetningin eftir marga marga mánuði.
Hef oft séð erlendar matvörur segja "use within X days", en oftast ekki á íslenskum matvörum.
Er ekki hægt að bjarga fólki frá matareitrun með því að segja "neytið innan X daga frá opnun"? Eða er íslenskt regluverk enn á sjötta áratugnum á síðustu öld?
Svo einsog með ferskar kjúklingabringur, ég hef aldrei getað fengið mig til að éta kjúklingabringu sem er kominn jafnvel bara degi fyrir best fyrir, fúlasta lyktin komin þá þegar af þessu. Hvernig finna þeir það út að það sé hægt að éta þetta þegar þetta lyktar svona úldið á "best fyrir" dagssetningunni? Á þetta ekki að vera "best" þá? Ekki "síðasti séns" dagssetning!
Og ekki láta mig byrja á þessum erlendu salötum sem eru eingöngu merktar með lotunúmerum. Hver kaupir slíkt? Skilur einhver hvað þessi lotunúmer eru? Ekki ég. Alltaf þegar ég kaupi þessi erlendu salöd þá finnst mér einsog þau séu orðin mygluð.
Og svo eru ýmsar matvörur sem endast mun lengur en auglýst er, pasta, hrísgrjón og fleira í þeim dúr, ekkert vandamál með þær.
Þannig að maður klórar sér smá í kollinum yfir þessu öllu saman. Á maður bara að nota nefið? Aftur á steinöld þrátt fyrir allt þetta reglugerðarfargan um mavælaframleiðslu? Bahh..
Af hverju er ekki hægt að segja...? Það er vegna þess að aðstæður í versluninni ... hve lengi varan er á leið heim ... hitastigið í ísskápnum heima ... og svo auðvitað hverjar aðstæður voru við mjólkursöfnun / slátrun, flutning í verksmiðju, í versksmiðju, ...
Þið sjáið hvert þetta er að fara. Best fyrir dagsetning er/á að vera síðasti dagur til neyslu miðað við ekki alveg bestu meðferð alla leið í glasið eða á diskinn. Varan getur í undantekningartilfellum eftir atvikum verið á limminu eða ónýt á þessari dagsetningu en ef öll eða flest meðhöndlun og aðstæður eru góðar eða fyrsta flokks getur hún verið fullkomlega neysluhæf lengur, jafnvel mklu eða miklu, miklu lengur.
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Með mjólkina, fer alveg eftir hversu vel hún hefur verið geymd. Var t.d. að vinna í verslun í mörg ár sem var með shitti kælir (hæhæ Samkaup) og allar mjólkufernurnar voru byrjaðar að bólgna út fyrir síðasta söludagur. Stoppaði samt ekki verslunina að láta svona 50% off miða.
Kjötkælirinn var líka orðin frekar lélegur, og ég man að hakkið var alltaf orðið smá brúnt þó svo það væri ekki orðið útrunnið. Aftur, henda bara 50% off á þetta.
Svona svipað og með frystivörur, það er oft upplýsingar aftaná hversu lengi vörurnar endast við hvaða hitastig. T.d. -18°, -12˚ og -6˚
Kjötkælirinn var líka orðin frekar lélegur, og ég man að hakkið var alltaf orðið smá brúnt þó svo það væri ekki orðið útrunnið. Aftur, henda bara 50% off á þetta.
Svona svipað og með frystivörur, það er oft upplýsingar aftaná hversu lengi vörurnar endast við hvaða hitastig. T.d. -18°, -12˚ og -6˚
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Skil ekki alveg hvernig er hægt að misskilja "Best fyrir" ?
Það er reglugerð sem skikkar alla matvælaframleiðendur til að setja dagsetningar á mat.
Fiskur sem er keyptur frosinn þarf að vera með best fyrir, þótt fiskurinn sé góður mikið lengur.
Harðfiskur verður að vera með best fyrir, þótt hann í raun skemmist ekki. Enda þurrkaður.
Öll matvæli skemmast hraðar þegar súrefni kemst að, því þarf að borða það sem opnað er.
Mjólk geymist mjög vel, en gerla vörur eins og AB jógúrt og LGG, geymast varla degi lengur en best fyrir.
Ég kaupi mikið af kjöti á 50% afslætti í verslunum á síðasta söludegi, hakk, kjúkling og læri. Og hendi þessu í frysti.
Sem minnir mig á það að ég ætla að taka hakk út úr frysti fyrir kvöldið
En ef það er búið að blanda kjöti saman við grænmeti í einhvern rétt, þá kaupi ég slíkt ekki á síðustu dagsetningum.
Það geymist almennt verr en hreint kjöt.
Það er reglugerð sem skikkar alla matvælaframleiðendur til að setja dagsetningar á mat.
Fiskur sem er keyptur frosinn þarf að vera með best fyrir, þótt fiskurinn sé góður mikið lengur.
Harðfiskur verður að vera með best fyrir, þótt hann í raun skemmist ekki. Enda þurrkaður.
Öll matvæli skemmast hraðar þegar súrefni kemst að, því þarf að borða það sem opnað er.
Mjólk geymist mjög vel, en gerla vörur eins og AB jógúrt og LGG, geymast varla degi lengur en best fyrir.
Ég kaupi mikið af kjöti á 50% afslætti í verslunum á síðasta söludegi, hakk, kjúkling og læri. Og hendi þessu í frysti.
Sem minnir mig á það að ég ætla að taka hakk út úr frysti fyrir kvöldið
En ef það er búið að blanda kjöti saman við grænmeti í einhvern rétt, þá kaupi ég slíkt ekki á síðustu dagsetningum.
Það geymist almennt verr en hreint kjöt.
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Þetta er í hnotskurn af hverju Controlant er til.
Að vakta hitastig og aðstæður í aðfangakeðjunni og skapa þar með traust og trúverðugleika um gæði vöru sem kemur úr aðfangakeðju þar sem margir meðhöndla hana.
Seinasta stopp matvæla er mest tricky því fólk fer illa með vörurnar í flutningum, stillir ísskápinn vitlaust og hitasveiflur eru meiri í skápum sem sól skín á o.þ.h.
Birgjar og verslanir tryggja gæði með því að mæla oft hitastig á vörum og neita t d. að taka við kjúlla sem verður volgur í flutningum eða frystivöru sem afþýðist.
Að vakta hitastig og aðstæður í aðfangakeðjunni og skapa þar með traust og trúverðugleika um gæði vöru sem kemur úr aðfangakeðju þar sem margir meðhöndla hana.
Seinasta stopp matvæla er mest tricky því fólk fer illa með vörurnar í flutningum, stillir ísskápinn vitlaust og hitasveiflur eru meiri í skápum sem sól skín á o.þ.h.
Birgjar og verslanir tryggja gæði með því að mæla oft hitastig á vörum og neita t d. að taka við kjúlla sem verður volgur í flutningum eða frystivöru sem afþýðist.
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Svör við hluta þessara spurninga:
Mjólkin endist t.d. betur ef hún er geymd í hurðinni á ísskápnum þar sem hún hristist reglulega.
Mjólk sem er í kæli á frystitogurum t.d. sem eru úti í mánuð í senn er góð allan túrinn því hún er alltaf á hreyfingu.
Ástæðan fyrir því að "best fyrir" dagsetning getur verið langt fram í tímann en varan skemmist svo fljótlega eftir að hún er opnuð er sú að þegar þessum vörum er pakkað er ílátið "gasað" áður en það er innsiglað til að losna við allt súrefni úr pakkingunni. Þegar þú opnar svo ílátið þá kemst súrefnið náttúrulega að vörunni og þá byrjar "niðurbrotið"
Mjólkin endist t.d. betur ef hún er geymd í hurðinni á ísskápnum þar sem hún hristist reglulega.
Mjólk sem er í kæli á frystitogurum t.d. sem eru úti í mánuð í senn er góð allan túrinn því hún er alltaf á hreyfingu.
Ástæðan fyrir því að "best fyrir" dagsetning getur verið langt fram í tímann en varan skemmist svo fljótlega eftir að hún er opnuð er sú að þegar þessum vörum er pakkað er ílátið "gasað" áður en það er innsiglað til að losna við allt súrefni úr pakkingunni. Þegar þú opnar svo ílátið þá kemst súrefnið náttúrulega að vörunni og þá byrjar "niðurbrotið"
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Obligatory
- Viðhengi
-
- oddly-specific-expiry-date-v0-9utrpn92hoga1.jpg (78.2 KiB) Skoðað 1456 sinnum
ps5 ¦ zephyrus G14
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Henjo skrifaði:Með mjólkina, fer alveg eftir hversu vel hún hefur verið geymd. Var t.d. að vinna í verslun í mörg ár sem var með shitti kælir (hæhæ Samkaup) og allar mjólkufernurnar voru byrjaðar að bólgna út fyrir síðasta söludagur. Stoppaði samt ekki verslunina að láta svona 50% off miða.
Kjötkælirinn var líka orðin frekar lélegur, og ég man að hakkið var alltaf orðið smá brúnt þó svo það væri ekki orðið útrunnið. Aftur, henda bara 50% off á þetta.
Svona svipað og með frystivörur, það er oft upplýsingar aftaná hversu lengi vörurnar endast við hvaða hitastig. T.d. -18°, -12˚ og -6˚
Úff, hvað með eggin? Ég veit að egg-"kælirinn" hjá Krónunni í Lindum er bara við stofuhita, en skv. google leit á að geyma þau við 4°c.
Refrigerate eggs immediately, in the main body of the fridge (to ensure they are stored at a more consistent, cooler temperature), ideally at 4°C.
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Auðvelt með eggin samt.
Skellir þeim bara í vatn. Ef þau sökkva eru þau glæný og góð. Ef þau standa á nefinu eru þau að verða gömul en æt en henta illa í t.d. bakstur. Ef þau fljóta þá eru þau ónýt.
Skellir þeim bara í vatn. Ef þau sökkva eru þau glæný og góð. Ef þau standa á nefinu eru þau að verða gömul en æt en henta illa í t.d. bakstur. Ef þau fljóta þá eru þau ónýt.
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
appel skrifaði:Henjo skrifaði:Með mjólkina, fer alveg eftir hversu vel hún hefur verið geymd. Var t.d. að vinna í verslun í mörg ár sem var með shitti kælir (hæhæ Samkaup) og allar mjólkufernurnar voru byrjaðar að bólgna út fyrir síðasta söludagur. Stoppaði samt ekki verslunina að láta svona 50% off miða.
Kjötkælirinn var líka orðin frekar lélegur, og ég man að hakkið var alltaf orðið smá brúnt þó svo það væri ekki orðið útrunnið. Aftur, henda bara 50% off á þetta.
Svona svipað og með frystivörur, það er oft upplýsingar aftaná hversu lengi vörurnar endast við hvaða hitastig. T.d. -18°, -12˚ og -6˚
Úff, hvað með eggin? Ég veit að egg-"kælirinn" hjá Krónunni í Lindum er bara við stofuhita, en skv. google leit á að geyma þau við 4°c.Refrigerate eggs immediately, in the main body of the fridge (to ensure they are stored at a more consistent, cooler temperature), ideally at 4°C.
Óþvegin egg geymast í 6-8 vikur við stofuhita, þvegin egg skemmast á nokkrum dögum við stofuhita. Svo er til aðferð sem heitir water glassing, sem á að geyma egg við stofuhita í allt að 2 ár. Sel það samt ekki dýrar en ég keypti það.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Best fyrir dagssetningar á matvælum
Bara nota hyggjuvitið.
Borða það, sem ekki lyktar eða sést á. Hef t.d. aldrei hent kryddi, sykri, hveiti eða kexi.
Hef borðað kex sem var 2 ja ára, var í skáp í bústað. Var þurrara, en ekkert að bragðinu.
Dagsetningar á matvælum voru ekki til hér áður fyrr. Dagsetning var sett á til að selja meir.
Amma mín átti kassa af matarkexi frá Frón, sem ég fékk kex úr öll baranaskólaárin 6 !
Borða það, sem ekki lyktar eða sést á. Hef t.d. aldrei hent kryddi, sykri, hveiti eða kexi.
Hef borðað kex sem var 2 ja ára, var í skáp í bústað. Var þurrara, en ekkert að bragðinu.
Dagsetningar á matvælum voru ekki til hér áður fyrr. Dagsetning var sett á til að selja meir.
Amma mín átti kassa af matarkexi frá Frón, sem ég fékk kex úr öll baranaskólaárin 6 !
Síðast breytt af brain á Lau 09. Des 2023 10:32, breytt samtals 1 sinni.