Síða 1 af 1
Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 17:46
af mainman
Sælir vaktarar.
Strákinn minn vantar góðann headphone.
Einhvern sem soundar vel og helst over ear.
Hvað mælið þið með?
Æskilegt að ég sé ekki að fara yfir 50 kall eða svo.
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 18:10
af thrkll
Í vor keypti ég mér fyrir Pringles á Hvolsvelli þegar ég var á leiðinni í bæinn. Fyrir tilviljun var blússandi gjafaleikur í gangi. Jæja, ég tek þátt, af hverju ekki, ég er ekki að keyra. Svo þegar ég var orðinn notandi á Pringles.com og búinn að slá inn kóða var ég nú bara búinn að vinna leikjaheyrnatól. Svo leysti ég þau út úr tollinum og þetta eru hin bestu heyrnatól. Gott hljóð í þeim og þæginleg. Ég veit ekki hvað þau heita, né neitt annað um þau.
Vonandi hjálpar þetta.
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 18:14
af nidur
sennsheiser í pfaff á sirka 20 þús
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 18:28
af dadik
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 18:36
af rapport
Pfaff er með svo góða verkstæðisþjónustu að ég mundi alltaf skoða þar fyrst.
Hef átt mín Seinheiser lengi, bæði góð og búið að gera við hja Pfaff.
Er líka hrifinn af Jabra fyrir vinnuna.
Bose og Sony finnst mér ofmetin og oft með vesen, heyri það frá fólkinu sem situr nálægt mér í vinnunni.
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 19:00
af Langeygður
Hef átt mín Seinheiser í meira en tíu ár, góð þjónusta hjá Pfaff.
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 19:14
af mainman
Já heyrðu ég var alveg búinn að gleima sennheiser.
Kíki í pfaff.
Takk fyrir þetta!
Re: Headphone
Sent: Mán 27. Nóv 2023 23:23
af gnarr
+1 á Sennheiser HD 5XX, er búinn að eiga mín HD595 síðan 2004 og nota á hverjum degi. Skipti nýlega um púða á þeim í fyrsta skipti, hafa ekki slegið feil púst þessi 19 ár sem ég er búinn að eiga þau.
Re: Headphone
Sent: Þri 28. Nóv 2023 20:48
af jonsig
Búinn að losa mig við allt sennheiser í dag. (HD595 ,HD600, HD650, HD700)
Grado og ennþá með Sony MDR-1000x (fyrsta úgáfa
)
Re: Headphone
Sent: Þri 28. Nóv 2023 22:23
af Zorba