rapport skrifaði:Þetta hljómar skelfilega, eins og að taka dekkin undan bílnum því hann er kominn á svo mikla ferð að "það er ekki þörf fyrir að fara hraðar"...
Fjárfestar hafa ekki verið að fjárfesta í Controlant eins og það er í dag, þeir hafa verið að fjárfesta í framtíð Controlant og þetta hljómar ein sog fyrirtækið sé að setja þróun á hold... löngu áður en það er komið með áreiðanlegt forskot eða niche sem það getur treyst á.
Þú færð Pfizer ofl. til þín og þeir vilja A, B, C - en þeir vita ekki hvað A, B, C eru, þitt verkefni er að leysa það. Þeir vilja að þú leysir þetta í gær þar sem það er heimsfaraldur. Þeir borga þér fullt af peningum, færð fjárfestingar til að stækka hratt og leysa þetta vandamál eins hratt og mögulegt er.
Vandamálið er leyst, en núna ertu með 600 manns í vinnu, ekki lengur heimsfaraldur, en mikla tækniskuld. Það er ekki vinna f. 600 manns eins og staðan er í dag vegna breytta aðstæðna sem var ekki hægt að sjá fyrir.
Ég held og vona að það sé það sem Controlant er að fara að gera núna, samræming milli teyma og skýr hugmynd hvernig allar vörurnar eiga að "look and feel". Polish, refine, etc.
Tek það samt fram, Controlant eru að gera alveg mjög flotta hluti og nýjasta product-ið sem ég þori ekkert að segja frá gæti orðið "the next big thing" í pharma. Sú vara (og auðvita núverandi vörur) eru það sem fjárfestar eru að veðja á. Sem fyrrum starfsmanni þá vona ég að þeim gangi mjög vel.