rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20232495037d/skerda-orku-til-fisk-verkunar-og-gagnavera
Þetta er skrítið, er þetta hugsanlega markaðstrikk til að skapa panikk og hærra verð?
Þetta er hvorki skrítið né einhver brella.
Þetta er mjög algengt og gert reglulega. Álverin hafa oft fengið skerðingu sem dæmi ásamt öðrum stórum fyrirtækjum.
Við treystum á uppistöðulón sem þurfa vatn til að framleiða rafmagn. Það hefur verið nánast engin úrkoma á árinu og það spilar gríðarlega inn í.
Þetta er t.d. Ástæðan fyrir því að það á að byggja vindmyllugarð við Búrfell ef það væri ekki fyrir álit aðila sem ALDREI ferðast þarna uppeftir eða jafnvel fara ekki út fyrir bæjarmörk Reykjavíkur. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á þau uppistöðulón sem eru á því svæði og jafna út framleiðslu.
Það er ekkert nema eyðimörk þarna og vex ekki svo mikið sem gras eða tré.