rapport skrifaði:Hverju munar á raunverulegum afköstum svona tryllitækis og t.d. TP link Deco?
Aðal munurinn á Wi-Fi eiginleikum er Wi-Fi 6 og 8x8 MIMO vs Wi-Fi 5 og 4x4 MIMO í deco.
Þú
getur náð talsvert meiri hraða á þessum router borið saman við deco, en ég legg áherslu á orðið getur.
Til að sjá eitthvern mun þá þarf tækið sem tengist netinu að styðja þessa fítusa líka. Þekki ekki til þess að það sé mikið af búnaði með 8x8 útvörp en Wi-Fi 6 er orðið frekar standard.
T.d. mun nýjasti iphone 15 pro max ekki sjá mun á netinu frá þessum router og frá deco, hvað hraða varðar allavega.
In theory þá maxar hann út í 4.8Gbps vs Deco 0.8Gbps.
Þar að utan er hann með 10Gbe WAN tengi (1Gbe LAN), talsvert öflugri örgjörva og allskonar hugbúnað sem hægt er að fikta í.
Munurinn er þá eiginlega bara í væntingum kaupenda. Deco er markaðsett sem þægileg og einföld Wi-Fi MESH lausn. Þessi router og sambærilegir höfða meira til þeirra sem nenna að standa í svona pælingum og fínstillingum.
EDIT: Ætlaði ekki að downplaya græjuna samt - Aðal performance benefittið frá Wifi 6 með OFDMA og 8x8 MU-MIMO finnst þegar það eru mörg tæki að byðja um mikið net á sama tíma, finnur varla betri tækni til að dreifa álagi.