natti skrifaði:Það breytir því þó ekki að það er ekki þeirra hlutverk að vinna annarra manna/fyrirtækja undirbúningsvinnu og finna lausnir fyrir fyrirtæki/stofnanir/sveitafélög.
Það er ekki þeirra að bjóða úrval af compliant lausnum á "personuvernd.is" en hjá PV ætti að vera uppbygging á þekkingu um hvaða config er algjört no no og stofnunin ætti að deila því með aðilum á markaði.
natti skrifaði:Og það breytir því heldur ekki að eftir að sveitarfélag ákveður að innleiða lausn sem hefur áhrif á allt að 30 þúsund börn (~29þ í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins 2022 skv Hagstofu), að þegar það kemur á daginn að engra spurninga varðandi persónuvernd eða meðhöndlun persónuupplýsinga voru spurðar, að þá er það verulega ósanngjarnt að ætla að kasta öllum skítnum í Persónuvernd.
Hjá RVK eru um 15þ. nemendur. Ég þekki ekki mál SeeSaw en mig minnir að hugmyndin hafi verið að engar persónugreinanlegar upplýsingar færu skýið til þeirra því að iPad hjá borginni eru ekki skráðir á einstaka nemendur og þeir skrá sig ekki inn með notendanafni.
En Persónuvernd benti réttilega á að ef krakkar merkja sér verkefnin sem flæða í gegnum kerfið þá er það "persónugreinanlegt" þó að það sé í raun engin "vinnsla" hjá Reykajvíkurborg á upplýsingunum. En ein sog ég segi, þekki ekki það mál í þaula en hef heyrt marga kennara syrgja kerfið.
natti skrifaði:Upprunaleg gagnrýnin í þræðinum var á þann veg að ef að Persónuvernd bannar notkun á X, þá ætti stofnunin að eyða orku í að finna hvað má nota í staðinn.
Það er fráleitt.
Og ef þeim væri skylt að gera það, þá þyrfti ég ekki að fara í neina rannsóknavinnu á nýrri lausn, myndi bara byrja á að velja verstu lausnina sem brýtur flest persónuverndarlög, og biðja PV svo um lista yfir aðrar lausnir sem þeira telja betri. Næsta gagnrýni var að PV væri ekki að leiðbeina.
En PV leiðbeinir fullt. Og fyrirbæri eins og stærsta sveitarfélag landsins á eflaust nokkuð greiða leið að leiðbeiningum og samstarfi.
OP er -> Vantar ekki meiri áherlsu á lausnir, að Persónuvernd komi með lausnir líka, að PV sé skylt að veita leiðbeiningar?
Það var ekki markmiðið að PV færi að vera með app store, heldur gott samansafn af "best practises" og lágmarkskröfur um config capabilities fyrir kerfi sem sýsla með persónugreinanlegar upplýsingar.
PV þarf að leiðbeina öllum sem vinna með persónuupplýsingar, ekki bara tölvudeildum. Það er haugur af kennurum sem upplifa þetta ofríki hjá þeim sem argasta bull og vitleysu og skilja ekki þörfina OG það þarf fræðslu frá PV til að fólk skilji um hvað málið snýst. Fræðslu á mannamáli til almennings og aðila sem þurfa að vinna með persónuupplýsingar.
PV er bara virkilega fjarlæg almenningi og það er vandinn sem þarf að leysa með leiðbeiningu.
natti skrifaði:Rantið mitt, sem ég missti kúlið í, snýst um það að fyrirtæki og stofnanir spyrja ekki spurningana til að byrja með, og leitast ekki eftir samstarfi við Persónuvernd nema eftir á.
Og þegar það kemur á daginn að lausn var valin sem stendst ekki grunnkröfur, að þá er skítnum hent í átt að PV.
Og sama hvað mér finnst um Persónuvernd, þá finnst mér þetta léleg og ósanngjörn gagnrýni á þeirra starfshætti.
Virkilega rólegt rant, bara kjarngott spjall um mál sem skiptir máli.
Í gegnum tína hef ég líklega sent PV um 6-7 erindi sem einstaklingur og þurft að svara fyrir álíka mörg erfið mál tengdum vinnunni og upplifunin er að þarna sé fólk að detta of oft í löggu og bófa, og stofnunin hefur bara stífnað í seinni tíð = farin að veita minni þjónustu og loðnari svör.
Og ég er enn ósáttur við svar sem ég fékk frá þeim, líklega fyrir hátt í 10 árum um að það væri OK að Mentor, Námfús og Inna geymdu heilsufarsupplýsingar um nemendur = ítarlega veikindaskráningu, komment skólahjúkkunar o.þ.h. eða ADHD, OCD greiningar o.þ.h. sem námsráðgjafar vinna með... sem skólar hafa í raun ekkert með að gera og ætti að vera unnið á heilsugæslu eða félagsþjónustu og ef foreldri segir að barn sé veikt ófært um að mæta, þá á skólinn ekki rétt á frekari útskýringum til að skrá. (mín skoðun..)