Síða 1 af 1

Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 10:23
af appel
Einhverjir sem ætla að panta sér?

Það er hægt að gera "pre order" á https://www.meta.com/

€550 evrur (c.a. 80 þús) fyrir 128gb
eða
€700 evrur (c.a. 102 þús) fyrir 512gb

Er tvístígandi yfir hvorri útgáfunni maður ætti að taka.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 10:33
af litli_b
Langt svar
Áður en maður ætlar að kaupa sér þetta ætti maður að fara yfir nokkra hluti.
1. Hversu mikið pláss er í herberginu þínu? Getur mælt þetta með því að einfaldlega teygja út hendurnar og sjá hvort þú hittir einhvern vegg.
2. Hversu mikið helduru að þú munt nota þetta?
3. Hvað ætlar maður að spila?
Þessir þrjár spurningar spila mestan part í þessu. Ef þú ætlar að spila marga "stóra og góða" leiki og hefur nógu mikið pláss, þá ættir maður helst að kaupa 512 gb. En þá ættiru líka að vera tilbúinn til að eyða miklum pening í leiki. Ef maður hinsvegar hefur ekki það mikið pláss og ekki að plana að spila marga leiki ættiru að kaupa 128gb quest 3 eða bara quest 2. Getur svo alltaf tengt það við tölvu og notað steam vr til að spila fleiri leiki.

Stutt svar.
Ef þér finnst VR gaman þá ættiru að kaupa svona

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 11:08
af rapport
Er enn með the orginal, er lítið notað en alltaf gaman að grípa í.

Held að Beat Saber verði ekki betri í nýrri gleraugum.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 13:09
af Viggi
Ég á htc vive og langflestir af þessum leikjum sem ég spilaði fékk ég leið á eftir klukkutíma þar sem þetta er flest allt frekar limited og stuttir leikir en eru þó alveg nokkrir stórir eins og halflife alyx, asgard´s wrath og fleirri

Mun ekki fá mér vr gleraugu aftur nema það komi græja sem maður getur streymt úr tölvunni með steam vr og sidelodað leikjum þar

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 13:46
af appel
Ég hefði viljað panta mér Valve Index eða Htc vive pro 2, en þessi headset er illfáanleg og RÁNDÝR til landsins, alveg 200 þús.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 13:59
af GuðjónR
Dick move að bjóða ekki upp á 256gb en það er perfect stærð. Er með Oculus 2 256gb og það er perfect.

Minnir á þegar Apple skippuðu 128gb á iPhone, voru með 64gb sem var of lítið og svo 256gb sem var overkill.

En já, mun líklega panta þetta nýja og selja gamla.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 15:34
af Hjaltiatla
Er einhver með TLDR yfir hver er aðal munurinn á Meta Quest 2 vs Meta Quest 3 ?

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 16:12
af GuðjónR
Hjaltiatla skrifaði:Er einhver með TLDR yfir hver er aðal munurinn á Meta Quest 2 vs Meta Quest 3 ?


https://www.zdnet.com/google-amp/articl ... a-quest-3/

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 16:40
af Moldvarpan
Ég fæ bara kjánahroll.

Finnst þetta afskaplega hallærislegt og tilgangslaust. Hvernig í ósköpunum á það að vera alvöru upplifun að sveifla höndunum til eins og hálfviti?

Þetta er bara stupid gimmic.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 16:57
af audiophile
Hef svosem ekkert á móti þessum VR headsettum og finnst flott að þeir haldi áfram að þróa þetta. En ég hef margoft prófað þetta og get einhvernveginn ekki liðið vel með þetta á höfðinu. Ég fæ svakalegt motion sickness við ákveðnar hreyfingar í leikjum.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 18:20
af Dóri S.
Moldvarpan skrifaði:Ég fæ bara kjánahroll.

Finnst þetta afskaplega hallærislegt og tilgangslaust. Hvernig í ósköpunum á það að vera alvöru upplifun að sveifla höndunum til eins og hálfviti?

Þetta er bara stupid gimmic.

Hefur þú prófað þetta? Ég hef t.d. verið að prófa öpp eins og Gravity sketch og Arkio ásamt því að spila af og til líka leiki. Þetta eru ekki "alvöru" upplifanir frekar en að sitja með hendurnar á mús og lyklaborði og horfa á leikinn á skjá, en þegar þú spilar í VR þá nýtir þú meira af skynfærunum og upplifir að það sem er að gerast í leiknum sé að gerast í kringum þig (Upp að vissu marki).

Re: Meta Quest 3

Sent: Fim 28. Sep 2023 22:12
af tanketom
Moldvarpan skrifaði:Ég fæ bara kjánahroll.

Finnst þetta afskaplega hallærislegt og tilgangslaust. Hvernig í ósköpunum á það að vera alvöru upplifun að sveifla höndunum til eins og hálfviti?

Þetta er bara stupid gimmic.


Er einhver meiri upplifun í því að sitja límdur við tölvu stól fyrir framan skjá með ör hreyfingar á lyklaborð og mús eða fjarstýringu? Held að þetta sé mun skárra að fá þig til að standa upp og hreyfa þig

Re: Meta Quest 3

Sent: Fös 29. Sep 2023 08:21
af Moldvarpan
Æj ég veit ekki. Jú ég hef prófað VR sett hjá öðrum. En jújú, cool að prófa, en svo er það búið. Þá stendur þetta lítið notað það sem eftir er.
Therefor.. gimmic.

Þegar ég spila tölvuleiki þá er ég aðalega að spila RPG og MMORPG leiki. Þetta væri afskaplega useless í þeim leikjum.

Kannski golf, flug og kappakstursleikir, sem þetta gæti virkað fyrir.

En það er líka þeim mun skemmtilegra að gera það í real life heldur en með þennan lepp á hausnum inní stofu.

Fólk þarf klárlega að hreyfa sig, en þetta er nú afar takmörkuð hreyfing með þessum handasveiflum án mótstöðu.

Re: Meta Quest 3

Sent: Fös 29. Sep 2023 08:43
af Hjaltiatla
VR og Metaverse er byrjað að looka betur miðað við þetta viðtal (ekki einhverjir furðulegir teiknimyndakarakterar eins og var áður).
Þetta verður geggjað einn daginn :D

Re: Meta Quest 3

Sent: Fös 29. Sep 2023 10:26
af KristinnK
Vá, þetta myndband er rosalegt! Maður var ekki alveg sannfærður af þessum fyrri útgáfum af ,,metaverse", en þetta er nánast eins og í vísindaskáldskap.