Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Pósturaf jonfr1900 » Þri 26. Sep 2023 22:45

Veit einhver afhverju svona bilanir eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerist mjög reglulega og kostar fyrirtæki oft stórar upphæðir, auk annara vandamála sem þetta veldur.

Kvöldfréttir Stöðvar tvö fara ekki í loftið í kvöld(Rúv.is)
Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu (Vísir.is)
Kerfi liggja niðri og kvöld­fréttir fara ekki í loftið (Vísir.is)
Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni (Vísir.is)

Síðan er sérstakt að Sýn hf skuli ekki hafa varaafl þarna, þó ekki væri nema lágmark.
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 26. Sep 2023 22:46, breytt samtals 1 sinni.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Pósturaf wicket » Þri 26. Sep 2023 23:04

Er Sýn ekki með varaafl??? Allar stöðvar inni nema Stöð2 dótið allt, gat horft á allar rásirnar í sjónvarpi símans appinu nema stöð 2 dótið. Síminn er nokkrum húsum frá og hlýtur að hafa upplifað sama nema þau eflaust með varaafl.
Síðast breytt af wicket á Mið 27. Sep 2023 10:08, breytt samtals 1 sinni.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Pósturaf JReykdal » Mið 27. Sep 2023 13:37

wicket skrifaði:Er Sýn ekki með varaafl??? Allar stöðvar inni nema Stöð2 dótið allt, gat horft á allar rásirnar í sjónvarpi símans appinu nema stöð 2 dótið. Síminn er nokkrum húsum frá og hlýtur að hafa upplifað sama nema þau eflaust með varaafl.

Síminn er með risarafstöð og hrúgur af UPS.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Pósturaf Langeygður » Mið 27. Sep 2023 16:10

Ég er með Landsnet appinn í símanum hjá mér, er alltaf að fá aðvaranir þegar að eitthvað er í gangi hjá þeim. Í flestum tilfellum eru þessar aðvaranir varðandi álverið.
Kom einusinni fyrir í vinnuni að nokkrar vélar duttu út og vildu ekki aftur inn fyrr en eftir nokkuð þras, var ákkurat eftir spennu högg frá álverinu. Er ekki að vinna nálægt álverinu samt.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Háspennubilanir á höfuðborgarsvæðinu

Pósturaf Cascade » Mið 27. Sep 2023 17:41

jonfr1900 skrifaði:Veit einhver afhverju svona bilanir eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerist mjög reglulega og kostar fyrirtæki oft stórar upphæðir, auk annara vandamála sem þetta veldur.

Kvöldfréttir Stöðvar tvö fara ekki í loftið í kvöld(Rúv.is)
Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu (Vísir.is)
Kerfi liggja niðri og kvöld­fréttir fara ekki í loftið (Vísir.is)
Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni (Vísir.is)

Síðan er sérstakt að Sýn hf skuli ekki hafa varaafl þarna, þó ekki væri nema lágmark.


Lang algengestu bilanir er þegar grafið er í háspennu strengi

Svo bara bilanir sökum aldurs. T.d. i háspennu strengjum og spennum. Þá gefur einangrunin sig, söluna aldurs/hita/galla í framleiðslu og þá kemur skammhlaup