appel skrifaði:Þá skulum við rukka laxveiðiármenn um það sem þarf til að vega upp á móti eldinu. Viltu kaupa stöng í einn dag á 10 milljónir?
Ég ætla rétt að vona að þú sért að grínast .
Þannig þetta snýst eingöngu um peninga ?
Það má þá taka áhættu með 28% af
heildar tekjum og launakostnað í landbúnaði á Íslandi því eldið þénar meira ?
Þar á meðal eru tekjur og launakostnaður á Vesturlandi 69%
(tölur frá 2018 má vel áætla að hlutfallið sé enn hærra í dag)
Ég má taka áhættu með 200+ milljarða verðmæti lax og silungsveiða því ég þéna meira ?
Ég má taka áhættu, nei bíddu ekki lengur áhætta. Ég má viljandi halda áfram að menga villtan stofn og skaða náttúrulegt lífríki útaf ég á meiri peninga ?
Það er löngu búið að sanna að það sé bæði arðbært og öruggt að vera með fiskeldi á landi.
Fiskurinn sem er i eldinu i sjó er oftast nær í ógeðslegum aðstæðum. Reglulega úrkynjað og mjög illa farinn. Maður sér um leið að fiskurinn er eldisfiskur þegar hann er veiddur.
Eftirlit með fiskeldi hér á Íslandi er gríðarlega lítið og margar alvarlegar athugasemdir þar.
Veit ég t.d. af 20 metra stórum götum á eldi á vestfjörðum sem ekki var tilkynnt. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Fiskeldið í Hvalfirði sökk þegar átti að flytja það á 9 áratug síðustu aldar. Þeir fullyrtu að allur fiskur myndi drepast nánast strax. Metveiði varð í öllum ám í nágrenni í nokkur ár í röð sem staðfesti að fiskurinn lifði ekki bara af heldur fjölgaði hann sér líka.
Ríkisendurskoðun hefur lokið stjórnsýsluúttekt á stjórnsýslu sjókvíaeldis. Úttektin leiddi í ljós að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hefur einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjókvíaeldi: lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit. Þar eru settar fram 23 ábendingar um ýmsar úrbætur sem stofnunin telur að þurfi að gera á stjórnsýslu málaflokksins.
Í Noregi er búið að herða regluverk umtalsvert sem er einmitt ástæða þess að fiskeldin flest hér eru í eigu Norskra fyrirtækja. Því okkar regluverk er lélegra.
Arnarlax skráir enn bókfært tap hjá sér og því aldrei verið í "hagnað" og losnað undan tekjuskatt. Klassískt dæmi því miður.
Þannig hefur stjórnarformaður Måsøval, hins norska móðurfélags sjókvíaeldisfyrirtækjanna Laxa og Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), fært nánast allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu á nafn sautján ára dóttur sinnar, sem flutti heimilisfang sitt til Sviss síðastliðið haust. Hinn aðaleigandi Måsøval, bróðir stjórnarformannsins, hefur líka fært heimilisfang sitt til Sviss.
Aðaleigandi norska fiskeldisrisans Mowi, sem festi kaup á meirihluta hlutafjár í vestfirska fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish nú í desember, var hins vegar fluttur til skattaparadísareyjunnar Kýpur fyrir alllöngu.