appel skrifaði:Það er rándýrt að keyra vöruflutningatrukka á Íslandi. Það hefur áhrif á vöruverð í landinu. Þó þessir þungu trukkar eyði upp malbiki mikið þá eru jú vöruflutningar nauðsynlegir, til þess eru vegirnir, og spurning hvort velti eigi kostnaði við vegakerfið þá óbeint yfir í matvælaverð og verð á öðrum vörum.
Það er gert nú þegar.
Þessir trukkar borga olíugjöld, það kostar síðan að flytja með þeim.
Spurning hvort að gjöldin séu næg eða ekki er síðan allt annað mál.
jonsig skrifaði:Þessvegna á fólk að nýta SJÓFRAKT.. svakalega er það flókið eitthvað
Sjófrakt er rosalega falleg hugmynd.
En hugsaðu um alla vörurnar sem að eru fluttir á vegum landsins.
Megnið af því er dagvara, ekki vara sem að bíður í allt að hálfan mánuð eftir næsta skipi.
Jújú, þú bíður alveg eftir sófasettinu þínu kannski (flestir nenna því ekki) en þú bíður ekki eftir ferskvöru.
Hef unnið við flutninga og megnið af því sem að eru í vögnum á ferð um landið er einfaldlega vara sem að þarf landflutning.
Síðan er náttúrulega hitt vandamálið er að verslanir (úti á landi þá) eru ekki með lagera fyrir nema smá hluta af vörunni hjá sér.
Lagerinn er oftar en ekki í bara á höfuðborgarsvæðinu hjá heildsala eða hreinlega í vögnum á leiðinni.
bigggan skrifaði: annars fínst mér lika ef þau gera þetta þá átti allir að borga ekki bara rafbílar, þau borga skatta og flutningsgjald fyrir rafmagnið.
Þú borgar líka skatta og flutningsgjald af rafmagninu sem að þú notar í tölvuna hjá þér.
Finnst þér þú vera að borga fyrir aðgang að vegakerfinu með því ?
Málið er að það er sérstakt olíugjald á eldsneyti sem að er notað í umferðinni, það er tæpar 73 krónur ef að ég man rétt.
Gjald sem að fer í vegakerfið fyrst og fremst.
Það er gjald sem að rafmagnsbílar greiða ekki, það er semsagt verið að reyna að fá alla til að borga þetta, en ekki bara alla hina sem að keyra ekki á rafmagni.