Síða 1 af 1

Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Fös 08. Sep 2023 14:06
af rapport
https://www.dv.is/frettir/2023/9/8/alva ... -snapchat/

Þetta þykir mér borðliggjandi brot á lögum um persónuvernd.

Heimildir kennara til að vinna persónuupplýsingar takmarkast við ákveðin kerfi og ákveðnar vinnslur sem án efa leyfa ekki að notaðar séu glósubækur.


Hversu algengt ætli svona sé á Íslandi yfir það heila?

Re: Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Fös 08. Sep 2023 17:38
af Klemmi
Nú veit ég ekkert um þessi mál, en segjum að ég sé kennari á leið í foreldraviðtöl, og ég skrifa minnispunkta í stílabók sem innihalda viðkvæmar upplýsingar um nemendur, án þess að það sé nokkru sinni ásetningur minn að einhver annar komist í það.

Er það eitt og sér lögbrot?

Spyr sá sem ekki veit.

Re: Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Fös 08. Sep 2023 18:17
af Uncredible
Klemmi skrifaði:Nú veit ég ekkert um þessi mál, en segjum að ég sé kennari á leið í foreldraviðtöl, og ég skrifa minnispunkta í stílabók sem innihalda viðkvæmar upplýsingar um nemendur, án þess að það sé nokkru sinni ásetningur minn að einhver annar komist í það.

Er það eitt og sér lögbrot?

Spyr sá sem ekki veit.


Sá sem skráði niður gögnin ber ábyrgð á þeim, þannig að þetta er lögbrot að því leyti að ekki var farið rétt með gögnin.

Re: Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Fös 08. Sep 2023 19:38
af rapport
Ef maður er að glósa eitthvað svona þá passar maður að nota ekki nöfn og setur ekki allt niður í details.

Og hvað hefur skólinn með að vera vinna með svona upplýsingar sem snúast um félagslega stöðu, félagsþjónustu og koma námi og námsframvindu ekkert við.

Sýnir betur en margt annað ófaglega afskiptasemi, viðhorf og skoðanir skólakerfisins til félagslegs vanda.

Skólar ættu að kalla til féló t.d. til að tækla einelti því að gerendur þurfa meðferð en ekki tiltal og þolendur svo líka.

Vanlíðan heilu kynslóðanna er afleiðing þessa undirliggjandi viðhorfs og vanhæfni í skólakerfinu.

Re: Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Sun 10. Sep 2023 11:07
af rapport
Var að ræða þetta við félaga minn og hann kom með áhugaverðan punkt m.t.t. þessara orða sem kennarinn notaði

https://www.dv.is/frettir/2023/9/10/sti ... -nemendur/

Þá er spurning hvort að þetta sé ekki bara rætinn rógburður þar sem þetta er ekki faglegt mat, þetta eru ekki greiningar fagfólks... þetta eru jafnvel bara hans fordómar í garð einstakra nemeneda sem hann er að bera áfram yfir á næsta skólastig.

Re: Persónuvernd og meðferð upplýsinga

Sent: Fim 14. Sep 2023 14:11
af natti
Klemmi skrifaði:Nú veit ég ekkert um þessi mál, en segjum að ég sé kennari á leið í foreldraviðtöl, og ég skrifa minnispunkta í stílabók sem innihalda viðkvæmar upplýsingar um nemendur, án þess að það sé nokkru sinni ásetningur minn að einhver annar komist í það.

Er það eitt og sér lögbrot?

Spyr sá sem ekki veit.

Það getur verið það já, fer eftir því hvað þú skrifaðir og á hvaða forsendum.
Það eru til reglur um vinnslu persónuupplýsinga. Svo eru til reglur um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Og svo eru til reglur sem snúa sérstaklega að því að vernda börn.
Þú hefur því ekki heimild til þess að skrá niður hvað sem er og hvernig sem er, þó það myndi nýtast þér í starfi.
Lögin & reglurnar eru til að mynda til að koma í veg fyrir að svona atvik gætu komið upp til að byrja með.



rapport skrifaði:Ef maður er að glósa eitthvað svona þá passar maður að nota ekki nöfn og setur ekki allt niður í details.

Og hvað hefur skólinn með að vera vinna með svona upplýsingar sem snúast um félagslega stöðu, félagsþjónustu og koma námi og námsframvindu ekkert við.

Sýnir betur en margt annað ófaglega afskiptasemi, viðhorf og skoðanir skólakerfisins til félagslegs vanda.

Skólar ættu að kalla til féló t.d. til að tækla einelti því að gerendur þurfa meðferð en ekki tiltal og þolendur svo líka.

Vanlíðan heilu kynslóðanna er afleiðing þessa undirliggjandi viðhorfs og vanhæfni í skólakerfinu.

Þetta mál sýnir einna helst ófagmennsku viðkomandi skóla og skólastjórnenda meira en nokkuð annað.




rapport skrifaði:Var að ræða þetta við félaga minn og hann kom með áhugaverðan punkt m.t.t. þessara orða sem kennarinn notaði

https://www.dv.is/frettir/2023/9/10/sti ... -nemendur/

Þá er spurning hvort að þetta sé ekki bara rætinn rógburður þar sem þetta er ekki faglegt mat, þetta eru ekki greiningar fagfólks... þetta eru jafnvel bara hans fordómar í garð einstakra nemeneda sem hann er að bera áfram yfir á næsta skólastig.

Þú verður líka að taka mið af því undir hvaða kringumstæðum þetta er skrifað niður.
Þetta eru glósur frá skilafundi, ss. fundur kennara þegar bekkir færast upp um skólastig og skipta um umsjónarkennara etc, þannig að kennarar eru að bera saman- og deila upplýsingum.
Það þýðir að þetta voru orð og lýsingar sem að kennarar voru að nota til að lýsa téðum börnum, en kennarinn sem um ræðir tekur þátt og glósar svo niður.
Það má vel vera að viðkomandi kennari hafi sömu skoðanir líka, enda var þetta ekki vinsælasti kennarinn meðal barnanna fyrir, en þetta sýnir hvernig kennarar eru að tala um börnin.
Þetta þýðir þá líka að í staðinn fyrir að nýr kennari fái að kynnast bekknum á eigin forsendum, þá er viðkomandi búin(nn) að fyrirfram skrá niður hvaða börn eru "leiðinleg" og slíkt hlítur að hafa áhrif á því hvernig kennarinn kemur fram við börnin.


Miðað við viðbrögð skólans þá var nánast allur fókus settur á að þetta hafi farið í dreifingu, ekki orðavalið, að skráningin hafi átt sér stað né að hún hafi verið í bók né að bókin hafi verið "á glámbekk."
Samskipti skólans við foreldra eftir þetta er svo bara brandari.

Sumt af því sem var skrifað er, eða ætti að vera, ólöglegt að skrá.
Sumt af því sem var skrifað eru skoðanir/rógburður.
Miðað við viðbrögð skólans þá ætti persónuvernd helst að fá óheftan aðgang að öllum gögnum skólans til að staðfesta hvort að skráningu sé almennt háttað svona, hvort sem hún er rafræn eða ekki.


Það svo að starfsfólk skólans hafi "beðið" 13 ára börn um að fá að sjá: snapchat myndir, photo albums, recently deleted photos, er svo efni í sér pakka.
(*Beðið: athoritive figure segir "sýndu mér símann". Engar hótanir hafðar, en börnin litu ekki svo á að þau hefðu rétt á því að segja "nei".)