Síða 1 af 1

Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 06:28
af Semboy
Ég er að spurja fyrir félaga minn.
hann var með 590 þúsund eftir skatt og ný búinn að fá launahækkun uppi 780 þúsund eftir skatt,
ég sé að HMS segir það má ekki fara yfir "729 þúsund". Haldiði hann gæti fengið aðstoð ?
þau sjá kannski bara greiðslur frá siðustu 3 mánuðum, sem verður þá 633 þúsund.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 08:41
af Klemmi
Ef ég skil þetta rétt, þá er miðað við síðustu 12 mánuði, og að heildartekjur séu undir 8.748.000kr. á því tímabili, sem er þá 729.000kr. að meðaltali.

Þessar tölur eru fyrir skatt, en þú talar um laun eftir skatt.
Er hann ekki nokkuð yfir viðmiðum ef hann var með um 590.000kr. eftir skatt?

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 13:10
af Semboy
Klemmi skrifaði:Ef ég skil þetta rétt, þá er miðað við síðustu 12 mánuði, og að heildartekjur séu undir 8.748.000kr. á því tímabili, sem er þá 729.000kr. að meðaltali.

Þessar tölur eru fyrir skatt, en þú talar um laun eftir skatt.
Er hann ekki nokkuð yfir viðmiðum ef hann var með um 590.000kr. eftir skatt?


Já okay... Ég virkilega hélt upphæðin sem maður fær hendur eftir skatt.
t.d þegar maður fer í greiðslumat, þá sérðu tekjur(eftir skatt).

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 15:35
af Henjo
Já ég held einmitt að þessi hlutardeildarlán séu gerð fyrir lágtekjufólk sem eru með 400þús á mánuði, ekki fyrir fólk sem er með milljón plús eins og félagi þinn. Það væri smá skrýtið.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 22:13
af pattzi
Henjo skrifaði:Já ég held einmitt að þessi hlutardeildarlán séu gerð fyrir lágtekjufólk sem eru með 400þús á mánuði, ekki fyrir fólk sem er með milljón plús eins og félagi þinn. Það væri smá skrýtið.



Reyndar ekkert skrýtið, alltof lágar tölur, vann svaka yfirvinnu og þá máttum við ekki fá svona og enduðum að kaupa eldri eign og tæknilega skuldsetja okkur meira því við áttum ekki þessi 20%

Vorum of tekjuhá saman og ég líka einn en hún hefði sloppið en gift svo erfitt að setja bara hana í hlutdeildarlán tel ég svo við keyptum bara gamalt

En ekki eðlilegt að horfa bara á tekjur líka útgjöld

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 13. Ágú 2023 23:54
af rapport
Þessi markaður þarf að leiðrétta sig með verðhjóðnun í 20 ár.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 07:36
af Viktor
rapport skrifaði:Þessi markaður þarf að leiðrétta sig með verðhjóðnun í 20 ár.


Þá þarf að byggja meira og ódýrara


Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 09:42
af Nariur
Viktor skrifaði:
rapport skrifaði:Þessi markaður þarf að leiðrétta sig með verðhjóðnun í 20 ár.


Þá þarf að byggja meira og ódýrara


Helmingurinn af byggingunum í Kína er að hrynja í sundur vegna þess hversu lilla þær eru byggðar. Við ættum líklega að leit eitthvað annað að fordæmi.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 12:09
af vesley
pattzi skrifaði:
Henjo skrifaði:Já ég held einmitt að þessi hlutardeildarlán séu gerð fyrir lágtekjufólk sem eru með 400þús á mánuði, ekki fyrir fólk sem er með milljón plús eins og félagi þinn. Það væri smá skrýtið.



Reyndar ekkert skrýtið, alltof lágar tölur, vann svaka yfirvinnu og þá máttum við ekki fá svona og enduðum að kaupa eldri eign og tæknilega skuldsetja okkur meira því við áttum ekki þessi 20%

Vorum of tekjuhá saman og ég líka einn en hún hefði sloppið en gift svo erfitt að setja bara hana í hlutdeildarlán tel ég svo við keyptum bara gamalt

En ekki eðlilegt að horfa bara á tekjur líka útgjöld



Að hvaða leyti finnst þér að það eigi að horfa á útgjöld þegar það kemur að hlutdeildarláni?

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 13:18
af jonsig
Hugsa að ég myndi bara flytja útá land í dag, þá er alveg möguleiki að komast í eitthvað ódýrt húsnæði í öruggu umhverfi ef planið er að eignast krakka og festast ekki í einhverjum skulda fjötrum og gera eitthvað viðbjóðslegt fólk í bankakerfinu ríkt.
Fyrir utan menntunartækifæri þá er ekkert sem maður missir af að flytja frá höfuðborginni.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 13:22
af Klemmi
jonsig skrifaði:Fyrir utan menntunartækifæri þá er ekkert sem maður missir af að flytja frá höfuðborginni.


Návist við fjölskylduna :cry:

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mán 14. Ágú 2023 19:04
af depill
pattzi skrifaði:En ekki eðlilegt að horfa bara á tekjur líka útgjöld


ha! þannig bankastjóri með 40milljónir í tekjur, enn 45m í útgjöld ætti að fá ríkið til að taka stöðu og lána vaxtalaust lán í fasteign?

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Þri 15. Ágú 2023 13:43
af pattzi
depill skrifaði:
pattzi skrifaði:En ekki eðlilegt að horfa bara á tekjur líka útgjöld


ha! þannig bankastjóri með 40milljónir í tekjur, enn 45m í útgjöld ætti að fá ríkið til að taka stöðu og lána vaxtalaust lán í fasteign?



Var nú ekki að meina það þannig en mætti hækka þessi tekjumörk....

Allavega þurfti að skuldsetja mig meira og fáránlegt að geta fengið 80% lán hjá hms en ekki hlutdeildarlán..... s.s fjármagnaði þessi 20% með yfirdrætti og öðrum furðulegum leiðum en tókst svosem.....

En búinn að kaupa svo nenni svosem ekki að spá í þessu bara fáránlegt að komast ekki inná markaðinn útaf hvað verðin eru há í dag ....
Fólk er bara að lenda í vandræðum má hækka tekjumörkin töluvert.....ekki eins og launin sem maður fær séu eftir skatt.....en miðað við fyrir skatt og var einhvað yfir því þá enda erum við tvö.... en skuldastaðan fyrir alveg nóg sko....

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Þri 15. Ágú 2023 13:46
af pattzi
vesley skrifaði:
pattzi skrifaði:
Henjo skrifaði:Já ég held einmitt að þessi hlutardeildarlán séu gerð fyrir lágtekjufólk sem eru með 400þús á mánuði, ekki fyrir fólk sem er með milljón plús eins og félagi þinn. Það væri smá skrýtið.



Reyndar ekkert skrýtið, alltof lágar tölur, vann svaka yfirvinnu og þá máttum við ekki fá svona og enduðum að kaupa eldri eign og tæknilega skuldsetja okkur meira því við áttum ekki þessi 20%

Vorum of tekjuhá saman og ég líka einn en hún hefði sloppið en gift svo erfitt að setja bara hana í hlutdeildarlán tel ég svo við keyptum bara gamalt

En ekki eðlilegt að horfa bara á tekjur líka útgjöld



Að hvaða leyti finnst þér að það eigi að horfa á útgjöld þegar það kemur að hlutdeildarláni?



Ég bara er að segja að mér finnst tekjumörkin lág....það er allt orðið fáránlega dýrt og það er ekki verið að horfa í það.... semsagt greinilega best að vera aumingi og vinna lítið.... og fá hlutdeildarlán eða hvað? bara því ég vann allann sólahringinn fær maður enga aðstoð en við vorum að reyna þetta 2021 þá vann ég 12-16 tíma á dag eða svo til að greiða skuldir..... stundum svipað í dag en ekki alveg jafn slæmt almennt, æjii finnst þetta bankakerfi bara rotið kerfi en okkur tókst að kaupa en var auðvitað ekkert auðvelt að komast inná markaðinn því þarft fleiri milljónir í útborgun sem þurfti að redda sér einhvernveginn og er að vinna í að greiða það niður

Allavega má alveg endurskoða þessi tekjumörk.... enda allt tölur fyrir skatta því miður þá sér maður ekki þessa peninga því fer allt í skatta allavega stór hluti

En svosem nenni varla pæla meira í þessu ég komst inná markaðinn en svo er annað mál að reyna kaupa sér annað stærra það er ekki hægt að fá greiðslumat í dag útaf svaka vextir og bankarnir eru rusl.....

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Þri 15. Ágú 2023 15:04
af rapport
Hlutdeildarlán og viðbótarlán eru ekki það sama, viðbótarlán er líklega best að taka hjá sínum lífeyrissjóð en hlutdeildarlán með sínum endurgreiðslu kvöðum er í raun allt annað, þá græðir lánveitandi á hækkun fasteignaverðs.

Mig minnir það a.m.k.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mið 16. Ágú 2023 09:28
af jonsig
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Fyrir utan menntunartækifæri þá er ekkert sem maður missir af að flytja frá höfuðborginni.


Návist við fjölskylduna :cry:



Það er ekkert vesen að keyra frá króknum t.d. síðan web cam.

Hvað ætli margar vinnu klst fari í að borga bara vexti af okurláni ? Hægt að njóta bara og keyra til rvk Síðan kemst fólk á landsbygginni í ódýrt flug.

Síðan er RVK að taka á sig mynd stórborgar þar sem fólk er plaffað fyrir utan húsið sitt af erlendu glæpagengi og þroskaheft lið með hnífa veður uppi.
Ef maður væri ekki í fínu hverfi (ennþá) þá væri maður farinn að skoða sig um útá landi.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mið 16. Ágú 2023 09:59
af urban
jonsig skrifaði:
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Fyrir utan menntunartækifæri þá er ekkert sem maður missir af að flytja frá höfuðborginni.


Návist við fjölskylduna :cry:



Það er ekkert vesen að keyra frá króknum t.d. síðan web cam.

Hvað ætli margar vinnu klst fari í að borga bara vexti af okurláni ? Hægt að njóta bara og keyra til rvk Síðan kemst fólk á landsbygginni í ódýrt flug.

Síðan er RVK að taka á sig mynd stórborgar þar sem fólk er plaffað fyrir utan húsið sitt af erlendu glæpagengi og þroskaheft lið með hnífa veður uppi.
Ef maður væri ekki í fínu hverfi (ennþá) þá væri maður farinn að skoða sig um útá landi.


fyrir utan hvað þú þarft að vinna mikið meir til þess að hafa efni á húsnæðinu, þá ertu líka að öllum líkindum að eyða alveg gríðarlegum tíma í umferð.
Yfirmaðurinn minn flutti frá RVK og hingað til eyja, hann sagðist aldrei hafa áttað sig á því hvað hann eyddi miklum tíma í bíl.

áður gat hann talið það á fingrum annarrar handar hversu oft hann fór heim til sín í hádegismat t.d.
Núna gerir hann það á hverjum degi og kemur jafnvel við í búð á leiðinni heim.

Hann sagðist græða hátt í 2 tíma á hverjum degi með fjölskyldunni sem að áður var bara eytt í umferð.
Þannig að þú myndir græða mun meira en bara tímann sem að þú gætir minnkað við þig í vinnu.

Það að geta farið útúr húsi 5 mín í 8 á morgnana og verið mættur í vinnu klukkan 8 og farið heim til sín í hádeginu eru ótrúleg lífsgæði.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mið 30. Ágú 2023 13:53
af rapport
https://fb.watch/mL0KsrLnm7/

Þarna í upphafi er nokkuð rætt um hlutdeildarlán og stofnframlög sem mér þótti nokkuð áhugavert.

Gott þing en í raun spes að sjá að framleiðslan er að fara niður þegar hún þarf að fara upp... og það virðist ekki vera vegna lóðaskorts.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Mið 30. Ágú 2023 20:03
af Semboy
Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Fim 31. Ágú 2023 09:34
af rapport
Semboy skrifaði:Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.


Þetta stutta myndaband sem lýsir hvernig framtíð mannvirkjaskrár er hugsuð er náttúrulega brilliant (er ekki hlutlaus í þessari umræðu).

Hugmyndin er að HMS taki á móti hönnunargögnum frá löggildum hönnuðum á rafrænu formi (HMS geymir skrár yfir hvaða hönnuðir eru löggildir og hverjir eru með virkt gæðakerfi) = það verður hægt að tryggja að hönnunargögn séu fullkomnari. Með tilkomu BIM módela væri jafnvel hægt að vera með villuprófanir EN slíkt væri almennt á forræði og ábyrgð byggingarfulltrúa hvers sveitafélags.

Á þinginu segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá því að um 20.000 heimsóknir á skrifstofu bæjarins hafi sparast með því að taka á móti rafrænum hönnunargögnum og veita byggingarleyfi með rafrænum hætti.

En já, mannvirkjaskráin á svo a geyma "handbók hússins" sem byggingarstjóri á að afhenda við lokaúttekt og í henni eru allar áfangaúttektir sem hann tók á byggingartímanum s.s. hans hlutverk er að hafa eftirlit með iðnmeisturunum og gera athugasemdir við þeirra vinnu ef þörf er á og skrá þær í sitt gæðakerfi. Hann gerir svo þessar stöðluðu áfangaúttektir eftir því sem við á og ber þá ábyrgð á að þeir hlutir sem hann tekur út séu OK.

Byggingarfulltrúinn gerir stöðuskoðanir á framkvæmdatíma (valkvætt) og það er aðallega fólgið í að tryggja að byggingarstjóri sinni áfangaúttektum en einnig má byggingarfulltrúi rýna verk iðnmeistara og fara ítarlega í hlutina ef ástæða er til. Byggingarfulltrúi gerir svo öryggis og lokaúttekt með slökkviliði og fær þá handbók hússins afhenta. En hugmyndin er að hún fari í Mannvirkjaskrá. Í mannvirkjaskrá fara upplýsingar um allar áfangaúttektir, stöðuskoðanir og öryggis og lokaúttektir... en í dag erþað bara "málalykill" en draumurinn væri að geta birt niðurstöðu og athugasemdir beint.

Byyggingarstig, matsstig ofl. upplýsingar um eignir verður hægt að fletta upp með auðveldum hætti, þetta eru opinberar upplýsingar.

Á líftíma eignarinnar er ætlunin að bjóða upp á að eigendur geti sett inn upplýsingar um viðhald og breytingar og að iðnmeistarar geti sett nafn sitt á einstaka framkvæmd og yrði það til að auka virði því slíkri vinnu mundi fylgja ábyrgð, en ekki ef "Siggi frændi henti upp eldhúsinnréttingu".
Þetta á því að auka virði vinnu iðnmeistara.

Hvernig þessar upplýsingar verða svo hagnýttar er líka snilld því að raunin er að i dag er t.d. brunabótamat reiknað út frá ýmiskonar features úr hönnunargögnum um eignina sem sum fyrnast með tímanum. Það er því ástæðanfyrir því að fasteignamat er oft mjög lágt á gömlum eignum að eigendur hafa ekki látið vita af þeirri fjárfestingu sem hefur farið í húsið og því segja gögn HMS að þarna sé gamalt illa viðhaldið hús sem kostar ekkert að endrreisa ef það brennur því það eina sem sé einhvers virði séu veggir, gólf og þak.

Lýsingin á vefnum er góð enlýsir þessu samt ekki fyllilega - https://www.fasteignaskra.is/fasteignir ... abotamats/

Annað sem mun líka gerast semi sjálfkrafa er að þegar hönnunargögn koma inn rafrænt að hægt verður að setja væntanlegt mannvirki inn í "fasteignamatsreiknirinn" og áætla hvert verðmæti mannvirkisins verður OG það mun auðvelda fjármálastofnunum að veita lán (þetta yrði mikill sigur).

HMS er því heldur betur að fara taka slaginn og reyna koma umhverfi húsnæðismála til betri vegar...

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Lau 02. Sep 2023 00:29
af Danni V8
Semboy skrifaði:Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.


Ég efast nú um að margir sem eru á leigumarkaði séu þar vegna þess að þeir kjósi það.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Lau 02. Sep 2023 10:06
af Hlynzi
Danni V8 skrifaði:
Semboy skrifaði:Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.


Ég efast nú um að margir sem eru á leigumarkaði séu þar vegna þess að þeir kjósi það.


Hlutföllin eru víst eitthvað á þá leið að 15% fólks er á leigumarkaði, 14 afhverjum 15 vilja ekki vera á leigumarkaði en eru föst þar í vítahringnum með of háa leigu og lág laun til að það sé séns að safna fyrir útborgun. Semsagt 1% fólks á húsnæðismarkaði VILL vera á leigumarkaði, skársti kosturinn í þessu er Búseti.

Búseti er oft pínu ruglandi útaf hárri útborgun og leigu sem ALLT er innifalið í.

Re: Hlutdeildarlán hjá HMS

Sent: Sun 03. Sep 2023 00:20
af Danni V8
Hlynzi skrifaði:
Danni V8 skrifaði:
Semboy skrifaði:Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.


Ég efast nú um að margir sem eru á leigumarkaði séu þar vegna þess að þeir kjósi það.


Hlutföllin eru víst eitthvað á þá leið að 15% fólks er á leigumarkaði, 14 afhverjum 15 vilja ekki vera á leigumarkaði en eru föst þar í vítahringnum með of háa leigu og lág laun til að það sé séns að safna fyrir útborgun. Semsagt 1% fólks á húsnæðismarkaði VILL vera á leigumarkaði, skársti kosturinn í þessu er Búseti.

Búseti er oft pínu ruglandi útaf hárri útborgun og leigu sem ALLT er innifalið í.


Er maður að mynda einhverja eignamyndun hjá búseta eða á maður bara búseturéttinn og borgar leigu?