Semboy skrifaði:Ég er mest hissa af fjöldanum sem kýs að vera á leigumarkaði.
og svo Þessi notkunarfasi er áhugaverður. HMS semsagt hefur allan söguna + notkunarfasi þar sem þú getur tilkynnt ef það hefur komið upp gallar í eigninni og svo hitt þar sem þú átt að tilkynna þeim, ef þú ert að fara í nokkuðskonar framkvæmd.
Þetta stutta myndaband sem lýsir hvernig framtíð mannvirkjaskrár er hugsuð er náttúrulega brilliant (er ekki hlutlaus í þessari umræðu).
Hugmyndin er að HMS taki á móti hönnunargögnum frá löggildum hönnuðum á rafrænu formi (HMS geymir skrár yfir hvaða hönnuðir eru löggildir og hverjir eru með virkt gæðakerfi) = það verður hægt að tryggja að hönnunargögn séu fullkomnari. Með tilkomu BIM módela væri jafnvel hægt að vera með villuprófanir EN slíkt væri almennt á forræði og ábyrgð byggingarfulltrúa hvers sveitafélags.
Á þinginu segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá því að um 20.000 heimsóknir á skrifstofu bæjarins hafi sparast með því að taka á móti rafrænum hönnunargögnum og veita byggingarleyfi með rafrænum hætti.
En já, mannvirkjaskráin á svo a geyma "handbók hússins" sem byggingarstjóri á að afhenda við lokaúttekt og í henni eru allar áfangaúttektir sem hann tók á byggingartímanum s.s. hans hlutverk er að hafa eftirlit með iðnmeisturunum og gera athugasemdir við þeirra vinnu ef þörf er á og skrá þær í sitt gæðakerfi. Hann gerir svo þessar stöðluðu áfangaúttektir eftir því sem við á og ber þá ábyrgð á að þeir hlutir sem hann tekur út séu OK.
Byggingarfulltrúinn gerir stöðuskoðanir á framkvæmdatíma (valkvætt) og það er aðallega fólgið í að tryggja að byggingarstjóri sinni áfangaúttektum en einnig má byggingarfulltrúi rýna verk iðnmeistara og fara ítarlega í hlutina ef ástæða er til. Byggingarfulltrúi gerir svo öryggis og lokaúttekt með slökkviliði og fær þá handbók hússins afhenta. En hugmyndin er að hún fari í Mannvirkjaskrá. Í mannvirkjaskrá fara upplýsingar um allar áfangaúttektir, stöðuskoðanir og öryggis og lokaúttektir... en í dag erþað bara "málalykill" en draumurinn væri að geta birt niðurstöðu og athugasemdir beint.
Byyggingarstig, matsstig ofl. upplýsingar um eignir verður hægt að fletta upp með auðveldum hætti, þetta eru opinberar upplýsingar.
Á líftíma eignarinnar er ætlunin að bjóða upp á að eigendur geti sett inn upplýsingar um viðhald og breytingar og að iðnmeistarar geti sett nafn sitt á einstaka framkvæmd og yrði það til að auka virði því slíkri vinnu mundi fylgja ábyrgð, en ekki ef "Siggi frændi henti upp eldhúsinnréttingu".
Þetta á því að auka virði vinnu iðnmeistara.
Hvernig þessar upplýsingar verða svo hagnýttar er líka snilld því að raunin er að i dag er t.d. brunabótamat reiknað út frá ýmiskonar features úr hönnunargögnum um eignina sem sum fyrnast með tímanum. Það er því ástæðanfyrir því að fasteignamat er oft mjög lágt á gömlum eignum að eigendur hafa ekki látið vita af þeirri fjárfestingu sem hefur farið í húsið og því segja gögn HMS að þarna sé gamalt illa viðhaldið hús sem kostar ekkert að endrreisa ef það brennur því það eina sem sé einhvers virði séu veggir, gólf og þak.
Lýsingin á vefnum er góð enlýsir þessu samt ekki fyllilega -
https://www.fasteignaskra.is/fasteignir ... abotamats/Annað sem mun líka gerast semi sjálfkrafa er að þegar hönnunargögn koma inn rafrænt að hægt verður að setja væntanlegt mannvirki inn í "fasteignamatsreiknirinn" og áætla hvert verðmæti mannvirkisins verður OG það mun auðvelda fjármálastofnunum að veita lán (þetta yrði mikill sigur).
HMS er því heldur betur að fara taka slaginn og reyna koma umhverfi húsnæðismála til betri vegar...