Allt í skrúfunni hjá DHL?

Allt utan efnis

Höfundur
ecoblaster
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mið 19. Maí 2010 17:58
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf ecoblaster » Fös 21. Júl 2023 15:17

Átti von á sendingu frá DHL í byrjun vikunnar en þegar ég fékk engan greiðsluseðil í heimabanka eftir að DHL fékk pakkann í vöruhús heyrði ég í þeim og komi í ljós að stór kerfisvilla hefur átt sér stað sem veldur því að að þau geta ekki tollafgreitt sendingar.

Þegar ég kannaði þetta betur sá ég facebook póst frá þeim síðan 16.maí:
"Kæri viðskiptavinur,
Vegna breytinga á tollafgreiðslu sendinga fyrir einstaklinga þá má gera ráð fyrir eins til tveggja daga töfum á afhendingu sendinga. Ef aðflutningsgjöld eru ekki greidd af sendanda þá átt þú von á greiðsluseðli í heimabanka. Þú færð sent sms þegar greiðsluseðillinn er kominn. Þegar búið er að greiða aðflutningsgjöldin þá fer sendingin í afhendingarferli en það má gera ráð fyrir því að það gerist daginn eftir greiðslu. Hægt er að fylgjast með stöðu sendingar á http://www.dhl.is Einnig er hægt að óska eftir því að fá sendingu afhenta í Swipbox sem eru víðsvegar um höfðuborgarsvæðið og á Suðurnesjum, en það er gert á http://www.delivery.dhl.com Ef þú ert með fyrirspurnir varðandi greiðsluseðla þá bendum við á að senda tölvupóst á tollur@dhl.com Ef um aðrar fyrirspurnir er að ræða þá bendum við á fyrirspurn@dhl.com
Við viljum taka fram að þetta er tímabundið ástand og erum við að þróa kerfið sem mun flýta fyrir afhendingartíma. Við viljum þakka þolinmæðina og vonumst við til að með tíð og tíma munum við ekki einungis standast væntingar ykkar heldur fara fram úr þeim"

Þannig er ég að ná þessu rétt að þeir hafa farið í meiriháttar breytingar hvernig þau tollafgreiða sendingar fyrir einstaklinga þegar margir fara í sumarfrí og núna fór þetta nýja kerfi í gólfið þegar flestir tæknimenirnir eru í sumarfríi sem lengir tíman að þau ná að gera við kerfið? :|



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf hagur » Fös 21. Júl 2023 16:14

Jamm, ég lenti í þessu. Sending kom til landsins á föstudaginn síðasta 14. júlí en enginn reikningur kom í heimabankann. Ekkert á mánudeginum heldur. Í hádeginu á þriðjudag hringi ég og þá var mér sagt að það væri brjálað að gera og að reikningurinn kæmi innan skamms. Seinnipartinn á þriðjudaginn kom loksins reikningurinn og ég greiði hann strax. Miðvikudagurinn líður án þess að nokkuð gerist. Hringi svo í hádeginu á fimmtudaginn og þá var eitthvað stopp einhverra hluta vegna og þjónustufulltrúinn baðst afsökunar og ýtti eitthvað við þessu. Sendingin skilaði sér svo loks í póstboxið í gærkvöldi, næstum því viku eftir að sendingin kom til landsins. Var frekar vonsvikinn með þetta, þar sem að DHL hefur yfirleitt alltaf reynst mér 100%. Til gamans má geta þess að ég pantaði viðkomandi hlut á fimmtudaginn í síðustu viku og hann var því kominn til landsins á innan við sólarhring. Svo tók næstum því viku að koma honum frá Kef og í Mjódd :)

Vonandi er þetta tímabundið ástand.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2572
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 125
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf svanur08 » Fös 21. Júl 2023 16:28

Leiðinlegt að heyra, DHL hefur alltaf reynst mér vel, pakki um daginn lagði af stað frá USA á miðvikudegi, fékk hann í hendurnar á föstudegi. Þeir hljóta að laga þetta.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf rapport » Fös 21. Júl 2023 18:36

Pantaði á Amazon á sunnudag og pakkarnir komu í dag og í fyrradag... en amazon var búið að forreikna og greiða tollinn.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Júl 2023 19:05

rapport skrifaði:Pantaði á Amazon á sunnudag og pakkarnir komu í dag og í fyrradag... en amazon var búið að forreikna og greiða tollinn.

Ég var einmitt að panta af Amazon í gær, fékk tilkynningu í dag að pakkinn kæmi á þriðjudag.
Hvaða Amazon notaðir þú? Ég notaði amazon.de (þýsku síðuna).




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf ColdIce » Fös 21. Júl 2023 20:36

Pantaði frá bhphoto á miðvikudag og hann kom í morgun.
Hluti af minni vinnu er inn/útflutningur og get alveg sagt þér að það er alltaf vesen yfir sumartímann út af sumarfríum


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf rapport » Lau 22. Júl 2023 01:08

GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Pantaði á Amazon á sunnudag og pakkarnir komu í dag og í fyrradag... en amazon var búið að forreikna og greiða tollinn.

Ég var einmitt að panta af Amazon í gær, fékk tilkynningu í dag að pakkinn kæmi á þriðjudag.
Hvaða Amazon notaðir þú? Ég notaði amazon.de (þýsku síðuna).

UK... co.uk, kom frá tveim sendingum/seljendum



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf jonsig » Lau 22. Júl 2023 11:46

Hef rantað yfir DHL hérna áður.

Ég lenti í einhverju algeru rugli með þá 2015 þegar ég pantaði eitthvað prívat fyrir mig, sendingin fór í vitlausan bíl ofl. og þá gaf ég þeim bara 2af5 stjörnur í já.is apparatinu þegar það var hægt.
Það endaði með að einhver yfirmaður hjá DHL (íSLANDI) hringdi í fyrirtækið sem ég vann hjá og hótaði þeim að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið ef þeir létu mig ekki taka til baka þessa stjörnugjöf á ja.is og DHL gaurinn sendi yfirmanni mínum m.a. screenshot af facebook prófílnum mínum alveg kol vitlaus.
Þetta rugl endaði með einhverju smá spjalli við DHL frekjuna sem hafði ekkert uppá sig og stjörnugjöfin stóð bara. Yfirmaðurinn sagði mér að það væri nóg af öðrum hraðsendinum í boði svo hann gæti bara átt sig.
Vel alltaf FedEx þegar það er í boði í dag, líka það sem ég panta fyrir vinnustaðinn minn.
Síðast breytt af jonsig á Lau 22. Júl 2023 11:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf natti » Lau 22. Júl 2023 12:30

Nú fæ ég sendingar öðru hvoru með DHL.
Virðist vera almenna reglan að eftir að pakkinn kemur til landsins getur það tekið 2-5 virka daga áður en ég fæ hann í hendurnar eða inn í póstbox.
Svo senda þeir tilkynningar um "áætlaðan afhendingartíma" sem standast enganveginn.

Þetta fór í taugarnar á mér í langan tíma, líka með að Pósturinn sé að "feika" tracking upplýsingar.
En svo tók ég bara á þessari væntingastjórnun, og geri bara ráð fyrir því að ef að DHL eða Pósturinn er að afhenda þá getur tekið upp undir viku frá því að pakki kemur til landsins þar til að ég fæ pakkann, og að hvorugt fyrirtækið er heiðarlegt í samskiptum, og hætti að pirra mig á því.
Stundum kemur fyrir að ég fæ pakkann fyrr, og þá er það bara eins og að vinna 100kr á happaþrennu, gleðidagur :)


Mkay.

Skjámynd

Snaevar
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf Snaevar » Lau 22. Júl 2023 14:21

Ég hef nú oft lent í meiri ruglinu með DHL sendingar. Eitt sinn þá var einhver agaleg seinkun á sendingu frá þeim svo ég hringdi í þá og þeir sögðu mér að sendinginn var send til Reykjavíkur vegna mistaka þótt ég bað um að fá hana í box á Fálkavöllum, ég endaði á því að þurfa að sækja pakkann í bænum þar sem ég gat ekki beðið lengur með að fá pakkann í hendurnar (Innihaldið var gjöf).
Hef líka fengið reikning í heimabanka nokkrum dögum eftir afhendingu og reikningur fyrir mína sendingu fór til tengdó?!? Veit ekki hvort það er vegna þess að heimilisfangið var þeirra þótt nafn og allar persónuupplýsingar voru mínar.


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Allt í skrúfunni hjá DHL?

Pósturaf RassiPrump » Mán 24. Júl 2023 08:54

Ég þoli ekki þegar amazon sendingin mín er send með DHL, því að það er innifalið í verðinu að fá þetta heim að dyrum, en DHL fer alltaf í eitthvað helvítis pakkabox einhverstaðar lengst út í rassgati.

Ég vildi óska að það væri hægt að velja um flutningsmiðlun þegar maður pantar því að þá myndi ég alltaf velja UPS (Express á íslandi), þeir koma alltaf með pakkann heim, og aldrei verið neitt vesen.

Er mikið í import/export í vinnunni þar sem að við dílum við UPS, FedEx/TNT og DHL. Af öllum þessum ber UPS höfuð yfir herðar á öllum hinum, þar næst kemur DHL þó að þeir eigi það til að drulla stundum á sig, og verstir eru FedEx/TNT. Einstaklega furðulegt að rekja sendingar með TNT, þar sem að upprunalandið er kannski Þýskaland en sendingin endar á að ferðast yfir Evrópu þvera og endilanga áður en hún fer aftur til Þýskalands þar sem að hún endar í Köln, sem er oftast endastöðin í Þýskalandi áður en sendingin fer yfir hafið til Íslands. Fylgdist með sendingu núna á vor ferðast frá Bæjaralandi til Hollands, þaðan til Belgíu, aftur til Hollands, þaðan til Charles De Gaulle í Frakklandi, aftur til Þýskalands, þaðan til Belgíu aftur og svo síðan til Köln og heim, ferðalag sem tók rétt rúmar 2 vikur.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent