emmi skrifaði:Hvað segið þið um þá staðhæfingu um að ef að netþjónar umrædds þjónustuaðila, í þessu tilviki Discord, séu hýstir í USA þá sé sjálfkrafa óleyfilegt að leyfa notkun á þjónustunni séð útfrá Persónuverndarlögum?
Nú segir Discord að þeir séu "compliant with the EU’s General Data Protection Regulations (GDPR)", gefur það ekki að skilja að það sé þá leyfilegt að leyfa notkun á þessu?
Hversu margir skólar, hvort sem það eru framhalds- eða háskólar nota Youtube til að hýsa ýmisskonar kennslumyndbönd sem þið vitið um?
Það er ekki sjálfkrafa óleyfilegt að nota þjónustu í USA bara því að GDPR er komið.
Það er EKKI kerfið eða hugbúnaðurinn sem þarf að samþykkja og leyfa skv. lögum, það er vinnsla upplýsinga.
Ef þjónustan í USA þarf að geyma auðkennið, póstfangið, nafn, símanúmer ofl. og getur þannig rakið beint notkun niður á persónu = líklega óleyfilegt.
Ef notandi auðkennir sig með einhverskonar þjónustu sem hýst er í EU og þjónustan í USA fær ekki að vita allt metadatað um notandann = þá er notendaumsjónin líklega OK.
Þá er spurningunni ósvarað, hvaða gögn flæða um kerfið þegar búið er að logga sig inn.
Ef það eru persónugreinanlegar upplýsingar um einhvern annan en þann sem er skráður inn í kerfið = vinnsla persónuupplýsinga um þriðja aðila... þá þarf kerfið líklega að vera innan EU. (allar vinnslur eiga að vera skráðar pr. kerfi, einfalt að gera með "eignaflokkum" / attributes í CMDB.)
En þá skiptir líka öllu máli að hafa notendaskilmála á kerfinu 100% að ef einhver notandi asnast til að setja persónugreinanlegar upplýsingar í kerifð þá sé það til skráð að það sé ekki "kerfisgalli" það sé "notendavandamál".
Ef að það á að meta öll kerfi út frá þeim möguleika að það fari inn í þau allra viðkvæmustu gögn, þá verða öll kerfi fok dýr og harðlæst.
Það verður að miða kröfur til kerfa út frá ætlaðri notkun.
Ef Discord á bara að vera spjall milli nemenda um námsefnið = þá er það hið eðlilegasta mál að kennari setji það inn í syllabus að allir þurfi að nota Discord (samt kjánalegt ef það er ekki official samskiptatól skólans). En er í raun lýsandi dæmi um shadow IT, að einhver einn kennari vilji ráða hvaða tól er notað en ekki nota það sem stofnunin útvegar.