Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Sælir
Ég hef átt óvenjulega marga bíla frá höldur (bílaleiga akureyrar) Þegar maður skoðar eigandasöguna á bílunum þá virðast þeir losa sig við bílana kringum 100þ til einhverra "heildsala" eða braskara ? sem koma bílunum í almenna sölu, allavegana virðast þessir milliliðir aldrei eiga bílana lengi.
Hvernig virkar þessi business?
Ég hef átt óvenjulega marga bíla frá höldur (bílaleiga akureyrar) Þegar maður skoðar eigandasöguna á bílunum þá virðast þeir losa sig við bílana kringum 100þ til einhverra "heildsala" eða braskara ? sem koma bílunum í almenna sölu, allavegana virðast þessir milliliðir aldrei eiga bílana lengi.
Hvernig virkar þessi business?
-
- Nörd
- Póstar: 103
- Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Hef unnið á þremur bílaleigum, myndi aldrei kaupa bíl sem hefur verið í eigu bílaleigu
Síðast breytt af Maggibmovie á Fim 08. Jún 2023 20:47, breytt samtals 1 sinni.
Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Maggibmovie skrifaði:Hef unnið á þremur bílaleigum, myndi aldrei kaupa bíl sem hefur verið í eigu bílaleigu
Viltu kannski fara nánar út í það?
*-*
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Maggibmovie skrifaði:Hef unnið á þremur bílaleigum, myndi aldrei kaupa bíl sem hefur verið í eigu bílaleigu
Já er það ekki málið..
Snatt súkku bíllinn heima er fyrrv. bílaleigubíll, Kom mér að óvart að fjöðrunin var gjörsamlega í rústi og fóðringar í 130þm síðan leiðinlegur í gír síðan ég keypti hann. Ekki mikið tjón fyrir okkur sem laga bílana sjálfir.. kannski 35-45þ kr fyrir mig en 200þ fyrir venjulega fólkið.
Ég finn varla bíla á sölu núna sem eru ekki fyrrverandi bílaleigubílar, auðvitað mikið keyrðir og finnst þeir ekki á neitt betra verði.
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
appel skrifaði:Maggibmovie skrifaði:Hef unnið á þremur bílaleigum, myndi aldrei kaupa bíl sem hefur verið í eigu bílaleigu
Viltu kannski fara nánar út í það?
Ekki skipt um olíu á réttum tíma. Rangar olíur notaðar, sjálfskipti olía notuð á DCT kassa. Spara þegar það kemur að viðgerðum sem býður upp á frekari vandræði seinna meir svo eitthvað sé nefnt.
Hef séð ótrúlegt fúsk þegar það kemur að body viðgerðum.
En bílaleigurnar eru ekki allar eins. Aðrar sjá mun betur um bílana sína en hinar.
Síðast breytt af Frost á Fim 08. Jún 2023 22:02, breytt samtals 1 sinni.
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Kóngur
- Póstar: 6376
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
ég veit að procar losuðu um suma bíla í kringum 35þ km, þá aðalega dýrari bíla eins og bmw og benz, annars á ég bíl sem kom frá Höldur, 2015 árgerð af Vw golf sem var keyrður 82þ þegar ég kaupi hann 2020 og hafði líklegast verið í langtímaleigu.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
worghal skrifaði:ég veit að procar losuðu um suma bíla í kringum 35þ km, þá aðalega dýrari bíla eins og bmw og benz, annars á ég bíl sem kom frá Höldur, 2015 árgerð af Vw golf sem var keyrður 82þ þegar ég kaupi hann 2020 og hafði líklegast verið í langtímaleigu.
Já við treystum svo mikið kílómetrastöðunni frá Procar
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Þessi þráður virðist vera fara soldið mikið off topic, það hafa allir skoðanir á þessum bílaleigum....
Ég keypti sjálfur bíl sem var fyrrverandi bílaleigubíll, búinn að keyra hann rúma 20þús kílómetra og ekki verið með neitt vesen ennþá.
Mig grunar þó hann hafi lent í eh tjóni, gert við hann og seldur. Stýrið var alveg glænýtt, s.s. líklega sprungið loftpúði eða eh álíka.
En hann var einmitt í einhversskonar umboðssölu fyrir Blue car rental. Væri fróðlegt að vita nánar um hvernig þessi buisness virkar eins og OP er að spyrjast fyrir um.
Ég keypti sjálfur bíl sem var fyrrverandi bílaleigubíll, búinn að keyra hann rúma 20þús kílómetra og ekki verið með neitt vesen ennþá.
Mig grunar þó hann hafi lent í eh tjóni, gert við hann og seldur. Stýrið var alveg glænýtt, s.s. líklega sprungið loftpúði eða eh álíka.
En hann var einmitt í einhversskonar umboðssölu fyrir Blue car rental. Væri fróðlegt að vita nánar um hvernig þessi buisness virkar eins og OP er að spyrjast fyrir um.
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Ég er sjálfur á 2016 Suzuki Swift sem ég keypti af Höldi á Akureyri 2019, að frátöldum óhreinindum að innan og smáveigis steinkasti að utan, þá hef ég ekki rekið mig á neinn galla í bílnum.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Hef aldrei keypt bíl af bílaleigu og reikna ekki með því.
Gerði einu sinni mistök á kaupa bíl sem hafði verið í eigu fjármögnunarfyrirtækis, aldrei aftur.
Þó verður að segjast að þílaleigurnar eru eins misjafnar eins og þær eru margar.
Gerði einu sinni mistök á kaupa bíl sem hafði verið í eigu fjármögnunarfyrirtækis, aldrei aftur.
Þó verður að segjast að þílaleigurnar eru eins misjafnar eins og þær eru margar.
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Tbot skrifaði:Blue car rental að skjóta sig í fótinn.
https://www.dv.is/frettir/2023/6/9/elin ... lendingur/
Þeir eru að skjóta sig í fótinn með því að heimta ekki tryggingu frá leigutaka.
Í staðinn daðra þeir við að brjóta stjórnarskrána.
Að því sögðu er þetta stórt vandamál hjá bílaleigum eins og þessum að "screen"-a fyrir undirmálsfólki sem hefur ekki lánstraust, leigir bíla og skilar ekki á umsömdum tíma. Bílaleigur hafa svo ekkert upp úr því að eltast við þjófinn og fara í mál. Það eina sem þær geta gert að leita uppi bílinn og sækja með varalyklinum.
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
mikkimás skrifaði:Tbot skrifaði:Blue car rental að skjóta sig í fótinn.
https://www.dv.is/frettir/2023/6/9/elin ... lendingur/
Þeir eru að skjóta sig í fótinn með því að heimta ekki tryggingu frá leigutaka.
Í staðinn daðra þeir við að brjóta stjórnarskrána.
Að því sögðu er þetta stórt vandamál hjá bílaleigum eins og þessum að "screen"-a fyrir undirmálsfólki sem hefur ekki lánstraust, leigir bíla og skilar ekki á umsömdum tíma. Bílaleigur hafa svo ekkert upp úr því að eltast við þjófinn og fara í mál. Það eina sem þær geta gert að leita uppi bílinn og sækja með varalyklinum.
Þeir gera náttúrulega mistök og segjast ekki "lána íslendingum". Eru að mála sig út í horn lagalega séð þannig, ættu að segja "við viljum ekki lána þér", það væri nóg.
En ég velti fyrir mér, eru aðrar kröfur gerðar varðandi greiðsluhæfi útlendinga heldur en íslendinga? Oftast er það þannig að þú skrifar undir samninga þar sem þú gengur í ábyrgð fyrir bílinn og tjón og svona, og það er svo bakkað upp með kreditkorti ef þú stendur ekki við það.
Hvað ef bara nokkuð vel stæður íslendingur myndi vilja fá bíl að láni í stuttan tíma? Ekki hægt?
Svo er náttúrulega þannig að ef þú lendir í tjóni sem annar veldur þá færðu bílaleigubíl að láni, og ég man ekki eftir að það hafi verið athugað eitthvað með greiðsluhæfi eða annað, ég hefði alveg eins getað bara ekki skilað bílnum einsog þessi dæmigerði undirmálsmaður sem er skíttsama með allt.
*-*
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Veit um nokkra sem hafa keypt af Heldi og byggt á þeirra reynslu myndi ég ekki útiloka að kaupa bíl frá þeim.
Skoda Oktavi-ur og Dacia Duster-ar.
Notaðir en góðir.
Skoda Oktavi-ur og Dacia Duster-ar.
Notaðir en góðir.
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Ég keypti vw golf 2015 árgerð af Heldi, keypti hann undir lok árs 2016 þá ekinn 40þús ca. Á hann enn í dag með 161.xxx á mæli og hefur ekki klikkað hingað til.
Ryzen 7 3800x - B550 Aorus Elite - RTX 3070 Gigabyte Aorus Master - Corsair 16gb@3600mhz - Corsair h100i - Corsair MP600 M.2 - Corsair RM850X - Corsair 4000D
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
appel skrifaði:Þeir gera náttúrulega mistök og segjast ekki "lána íslendingum". Eru að mála sig út í horn lagalega séð þannig, ættu að segja "við viljum ekki lána þér", það væri nóg.
En ég velti fyrir mér, eru aðrar kröfur gerðar varðandi greiðsluhæfi útlendinga heldur en íslendinga? Oftast er það þannig að þú skrifar undir samninga þar sem þú gengur í ábyrgð fyrir bílinn og tjón og svona, og það er svo bakkað upp með kreditkorti ef þú stendur ekki við það.
Hvað ef bara nokkuð vel stæður íslendingur myndi vilja fá bíl að láni í stuttan tíma? Ekki hægt?
Þetta er mjög klaufalegt, að bendla málið við þjóðerni, því bílaleigur hafa rétt til að eiga ekki í viðskiptum við fólk og fyrirtæki sem það telur líklegt til að virða ekki skriflega samninga.
Það eru sömu kröfur gerðar með greiðsluhæfi til íslendinga og útlendinga og bílaleigum er alveg sama hvorum þær græði á. Málið er bara að það er miklu líklegra að íslendingur (eða einstaklingur með dvalarleyfi) sem biður um bíl til mjög stutts tíma sé skítapakk frekar en erlendur ferðamaður sem er mjög líklega að millilenda í stuttan tíma.
Bílaleigur vita þetta af sárri reynslu og hafa þurft að bera talsverðan kostnað vegna þess.
Ef vel stæður einstaklingur vill bíl í stuttan tíma, þá er það gott og blessað, svo fremi að hann/hún geti sannað deili á sér.
appel skrifaði:Svo er náttúrulega þannig að ef þú lendir í tjóni sem annar veldur þá færðu bílaleigubíl að láni, og ég man ekki eftir að það hafi verið athugað eitthvað með greiðsluhæfi eða annað, ég hefði alveg eins getað bara ekki skilað bílnum einsog þessi dæmigerði undirmálsmaður sem er skíttsama með allt.
Það fer allt í gegnum tryggingafélög, sem er annað ferli. Veit ekki hvort þetta undirmálslið hafi nokkurn tímann reynt að púlla sama skít á tryggingafélög með lögfræðiteymi, en get ekki ímyndað mér að það hafi farið vel.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Ég er alltaf að taka bílaleigubíla í vinnuferðum hérna á Íslandi það er amk ekki vesen.
Flaug til Ísafjarðar síðustu viku, fór 2 daga yfir umsamdan leigutíma og skilaði bílnum í reykjavík án þess að spyrja leiguna. Var með bílinn fullan af mælitækjum og drasli sem voru öll í moldardrullu.
Ég hugsa að svona krakkar séu að fara skilja eitthvað meira eftir í bílnum heldur en mold.. og
Flaug til Ísafjarðar síðustu viku, fór 2 daga yfir umsamdan leigutíma og skilaði bílnum í reykjavík án þess að spyrja leiguna. Var með bílinn fullan af mælitækjum og drasli sem voru öll í moldardrullu.
Ég hugsa að svona krakkar séu að fara skilja eitthvað meira eftir í bílnum heldur en mold.. og
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 385
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 77
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Ég er með 11 bíla á leigu fyrir starfsmenn í vinnuni hjá mér.
Þeir fara alltaf á réttum tíma í smur og dekkjaþjónustu og þá er gert við ef eitthvað finnst eins og bremusr oþh.
Allt sem kemur upp í þessum bílum annað en smur,dekk og bremsur fer alltaf í umboðið því þá er það í ábyrgð.
Svo flestar viðgerðirnar eru yfirleitt ábyrgðarviðgerðir og framkvæmdar af umboði.
Ég mundi alveg hiklaust kaupa einn af þessum bílum þegar þetta fer í sölu.
Hef verið hjá nokkrum bílaleigum og þetta er ekki alveg jafn flott eða vel gert á þeim öllum verð ég samt að segja.
Þeir fara alltaf á réttum tíma í smur og dekkjaþjónustu og þá er gert við ef eitthvað finnst eins og bremusr oþh.
Allt sem kemur upp í þessum bílum annað en smur,dekk og bremsur fer alltaf í umboðið því þá er það í ábyrgð.
Svo flestar viðgerðirnar eru yfirleitt ábyrgðarviðgerðir og framkvæmdar af umboði.
Ég mundi alveg hiklaust kaupa einn af þessum bílum þegar þetta fer í sölu.
Hef verið hjá nokkrum bílaleigum og þetta er ekki alveg jafn flott eða vel gert á þeim öllum verð ég samt að segja.
-
- Nörd
- Póstar: 114
- Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
- Reputation: 10
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Forvitnast um hvernig bílaleigurnar rúlla.
Ég vann hjá Höldi í þónokkurn tíma, að vísu er það rétt að bílarnir eru smurðir á 15k kílómetra fresti, og það gleymist af og til í þessum bransa. En að minni vitund er Höldur að selja flesta bílana sína í gegnum sína eigin bílasölu á Akureyri.
PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)